Bjarmi

Volume

Bjarmi - 07.03.1916, Page 4

Bjarmi - 07.03.1916, Page 4
28 B .1 A R M I aði gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum. Síra Arni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Dýrleif Sveinsdóttir frá Hóli í Höfðahverfi (d. 2. des. 1894). — Áttu þau tvö börn, sem bæði eru nú í Ameriku. — Síðari kona hans er Auður Gísladóttir frá Þverá, systir Ásmundar prófasts á Hálsi og þeirra hræðra: Ingóifs lækn- is, Garðars stórkaupmanns og síra Hauks. Áltu þau 9 börn, og lifa 7 þeirra. Ölluin kunnugum mun bera sam- an um, að sira Árni hafi verið með merkustu prestum þessa lands sér samtímis. Störf lians voru mörg og liann leysli þau vel af hendi, en alt af voru prestsstörfin honum kærust. Vissi eg ekki lil, að honum tæki ann- að sárar, en þegar honum virtist van- trúaröldur fara um hérað sitt og liálf- trúarhikið fara um íslenzku kirkjuna. Framan af prestskaparárum sínum var hann hvað eftir annað að hugsa um að gerast prestur landa vestan hafs, einkum til þess að gela þar betur en hér heima gefið sig allan við prestsstörfunum. — Pví betur sem eg kyntist honum, því betur féll mér við liann, enda virtist mér hann tala með meiri skilningi um lifandi og starfandi kristindóm en æðimargir aðrir prestar. Skarðið er slórt og óvænt orðið meðal vina hans, en stærst þó í ást- vinahópnuin heima fyrir, enda mun margur senda þangað hlý hugskeyti, síðan andlátsfregnin barst. S. A. Gislason. Oskirnar þeirra. Einu sinni gisti H. C. Andersen æfintýrahöfundurinn danski hjá skáld- bróður sinum B. S. Ingemann presti í Sórey. Skáldin sátu saman eina kvöldstund og töluðu um æfintýri og æfintýraheiminn. »Hvers vildir þú óslca þér«, mælti Ingemann við Andersen, »ef þú mælt- ir fá ósk þína uppfylta«? Andersen svaraði: »t*á mundi eg óska mér þess, að eg mætti verða skýr inaður og skáld golt, og að eg mætli bera gæfu lil að ummynda livers manns hjarta í Ifk- ingu hið j)á fögru mynd, sein eg ber sjálfur í brjósti mér, og að eg mætli ávalt lifa í áslljúfri minningu hjá j)jóð minni«. »En hvers óskar þú«? spurði And- ersen. Ingemann sat stundarkorn hugsandi, en mælti síðan með still- ingu: »Eg vil óska þess, að Guðs vilji verði á mér í öllu«. »Þú heíir rélt fyrir þér, vinur«, maélti Andersen, »þessi eina ósk þín er betri en allar mínar þrjár saman«. Gömul nöfn á föstu-sunnudögunum. Sunnudagurinn í föstuinngangi nefndist: Eslo mihi (vertu mér), því að þá liófst inessan á þcim ritningar- slað (á latínu), sem byrjaði á jiess- um orðum: Ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar, því að þú ert bjarg mitt og vigi (Davs. 71,3). Fyrsti sunnudagur í föstu nefndist: Invocavit (hann kallaði á (mig), af ritningarorðinu: Ákalli hann mig, mun eg bænheyra hann (Davs. 91,15). Annar sunnudagur nefndist: Remi- niscere (Minst j)ú), af ritningarorðinu: Minst þii miskunnar þinnar, Drottinn, og kærleiksverka, því að þau eru frá eilífð (Davs. 25,6). Þriðji sunnudagurinn nefndisl: Oculi (augu), af ritningarorðinu: Augu min

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.