Bjarmi - 01.05.1916, Side 6
54
13 J A R M I
hvað þeim hættir þá stundum til að
verða gramir fólkinu, sem »missir mál-
ið« þegar einhver fer að tala um
eilífðarmálin í alvöru, og getur talað
skynsamlegar um llest önnur velferð-
armál en velferðarmál sálarinnar. Ef
þú þekkir einhverja í þeim hóp, og
hafirðu einhverju að miðla í trúar-
efnum, þá skrifaðu þeim við og við,
en mundu umfram alt eftir þeim í
bænum þínum og gleymdu ekki að
þakka Guði það, ef hann veitir þjer
tíðum tækifæri til að hitta trúað fólk.
— I dómkirkjunni í Reykjavík eru
t. d. altarisgöngur yfir 20 sinnum ár-
lega, síðustu árin, og núna á skírdag
voru yfir 130 altarisgestir en það er
öðruvísi sumstaðar annarstaðar, eins
og þessi nýkomni brjefkafli sýnir:
»Almenningur hjer er svo andlega snauð-
nr að pegar fólk kemur saman er talað
eingöngu um kaup, sölu, fjenaðarhöld,
o. p. h. — Áhugaleysið er svo mikið að
pað skín út úr fólki bæði við guðsþjónust-
ur í kirkju og heimahúsum, það lítur út
fyrir að það sje með hugann alt annar-
staðar en við guðsorð.
Mig langar innilega að ganga til guðs-
borðs á skírdag, en jeg fæ víst engan til
að vera með mjer, verð að vera einn.
Það gerir auðvitað ekkert til. Fólkið seg-
ir að það sje svo óvanalegt að vera til
altaris um þenna tíma ars. Pað mun
hneiksla fólk að jeg skuli vilja fara núna
þótt jeg verði einsamall.
Mig langar mjög til að vera í Ijelagi
með trúuðu fólki, það gleður svo og upp-
órfar. En þessi svefn, sem jeg sje daglega,
er svo lamandi..........«
Kenslukona nyröra skrilar.
Heldur finst mjer dauft yfir trúarlifi
hjer eins og svo víða annarstaðar. Fólk
sækir ekki kirkju, og þá er varla mikið
um guðrækisiðkanir lieima fyrir. Mjer
fellur mjög vel að vera i kirkju hjá sr.
(N. N.) hann er ekki með neinar nýmóð-
ins ilugur í höfðinu. Reyndar veit jeg ekki
hvort fólk er svo mjög lirifið af þeim hjer
um slóðir, það hvílir einhver deyfðar-
drungi og hugsunarleysi yfir fólki, og það
heiir enga sjálfstæða skoðun, síst í trú-
málum, því finst helst að ekki aðrir en
prestarnir þurfi að hugsa um þau málefnk.
Um 113'guöfrœöina.
Miðaldra prestur, sem aldrei fyrri
hefir skrifað mjer um trúrnál, skrifar
25. febr. þ. á.
»Pað er annars alvarlegt íhugunarefni
fyrir alla hugsandi mcnn, að yfirvöldin
skulu bjóða söfnuðunum þá presta, sem
fylgja þessari svonefndu nýju guðfræði,
því hvað er ný guðfræði i raun og veru?
Ekkert annað en únítarar, grimuklæddir
þó. Samkvæmt landslögum eiga þó stjórn-
arvöldin að styðja og vernda liina lút-
ersku evang. kirkju. En mjer er spurn,
er það að styðja hana og vernda, að
senda söfnuðunum presta, erfylgja hinni
nýju kenningu? Nei, þvert á móti. Pað
er að kippa fótunum undan henni og
eyðileggja hana. íslenskir söfnuðir eiga
rjett á því og heimtingu, að þeim sjeu
skipaðir prestai’, er prjediki þeim hreinan
ómengaðan evangeliskan lúterskan krist-
indóm, en það gera ekki þeir menn, sem
neila friðþægingarlærdómi liinnar lút-
ersku kirkju, neita kraftaverkum Iírists,
upprisu lians, og svo ótal mörgu öðru
sem kristnin liefir að þessu talið hyrn-
ingarsteina og grundvöll kenningar sinnar.
Trúartilfinningum minum er ofboðið
þegar ráðist er á guðdóm frelsarans;
hann er svo mikilsvirði fyrir hvern trú-
aðan mann og svo dýrmætur að maður
má ekki við því, að nokkuð skyggi á eða
dragi úr guðdómsljóma hans. Eða hvað
liefi jeg syndugur maður að liugga mig
við og trcysla, ef Jesús heíir aðeins verið
maður, og ef hann liefir aldrei friðþægt
mannkynið við Guð? Sem betur fer á
hin nýja guðfræði liarla lítil itök í hug-
um manna út um landið, en þegar prest-
ar hinnar nýju stefnu dreifast út um
landið, þá er ekki við því að búast að
almenningur geti staðið á móti kenningu
þeirra, er engir eru til varnar cða mót-
mæla. Hve nær skyldi íslenskum söfnuð-
um vaxa svo þroski, að þeir hefðu þrek
og einurð til þess að afsegja alla nýguð-
fræðipresta með því að kjósa engan
þeirra í embætti? Pað væri þó það eina
rjetta sem söfnuðurnir ættu að gera. Og
vart mundu þá yfirvöldin halda slikum
]irestum að söfnuðunum, að þeim nauð-
ugum. Mig iliefir oft langað til þess að
segja citthvað ojiinbcrlcga um þcssa nýju