Bjarmi - 01.03.1917, Síða 3
B JARMI
35
þekkir þenna son, nema faðirinn
einn«, og að hann sje og verði »leynd-
ardómuru Guðs, eins og Páll posluli
svo ágællega nefnir liann. Á þenna
hátt er nú mínu eðlisfari varið, og
minni reynslu og trú; og þannig vitna
jeg nú bæði heima og heiman eftir
æíilanga viðkynning mína við Krist.
Því trú og kenning finst mjer eiga
að vera hin sama. Og svo veit jeg
lika og finn — með sársauka þó —
að breytingin á og þarf að vera sam-
svarandi.
En »margur ætlar mann af sjer«.
Jeg ætla líka aðra menn, helst alla,
el'tir mjer í þessu efni, enda veit jeg
marga mina líka, sem ekki nægir
minna en mjer. Og engum finst mjer
minna muni duga til langjrama, allra
síst í ströngu æfistríði, eða í hrell-
ingum syndarinnar og dauðans. —
Jeg veit líka með vissu, að þessi
trú, guðdómstrúin á elskulegasta son-
inn, hefir verið þessari þjóð, »oss
fáum, fátækum, smáum«, mesta og
besta »líknin í lífsstríði alda«. Jeg
veit einnig með vissu, að fyrir þessa
trú eina fær nútíðar lýðurinn á landi
hjer, langbest huggast og hjálpast,
og strítl og sigrað í og fyrir trúna og
vonina til föðurlegrar, almáttugrar
forsjónar Guðs, nú, þegar vorið ger-
ist sem haust, og sumarið eins og
vetur. Og loks veit jeg með vissu, að
hinir mörgu, sem nú hafa dáið, og
eru að deyja, hjer og annarstaðar,
hafa falið og fela anda sinn I íöð-
ursins hendur, biðjandi og væntandi
sællar sáluhjálpar, einungis fyrir guð-
dóms trúna á hann og í hans nafni,
— en vinirnir, sem eftir standa daprir
í »dauðans dimmum val«, munu
huggast við eilífa lifs og endurfunda
vonina, sem grundvallast á guðdóms
orði og guðdóms verki frelsarans.
Og þannig mun og hjer eftir verða.
Að öðru ieyti má og á víst liver
einn af oss að vitna eflir sinni eigin
viðkynning við Krist, og eftir því,
sem skynsemi lians og samvisku kem-
ur saman um, eða fullnægir best sálu
hans. — Aðeins ekki að þrátta frekt
eða fullyrða um heilaga leyndardóma
trúarinnar, þangað til huggarinn kem-
ur, andi sannleikans, sem leiðir inn í
sannleikann; eða þangað til — full-
vissa og fullnægja sálarinnar er
fengin.
En þegar huggarinn kemur, andi
sannleikans, sem Drottinn Kristur
sendir frá föðurnum, hvort sem það
verður snemma eða seint í þessu lífi,
eða ekki fyr en í eilífðinni, þá mun
hann best vitna, um blessaðan frels-
arann, og vjer aflur vitna svo, að sjálf-
um oss og öðrum verði til tíman-
legrar og eilífrar huggunar. — Og nú
megum og munum vjer, án undan-
tekningar, og ekki síst vjer, prestarnir,
samhuga og samtaka biðja, að þetla
megi sem fyrst og best fram við oss
korna: að huggarinn komi og vitni í
hvers eins sálu, svo að hver einn
vitni um Drottin sinn og frelsara,
sem best og sannast, og hjálpi þar
með í frelsarans nafni, hver öðrum
til sannleikans, og huggunarinnar í
sannleika og kærleika liins eingetna
sonar föðursins, sem oss alla þyrstir
eftir — vitni með orði og verki,
samkvæml og samboða orði og verki
Drottins sjálfs. — Drottinn vor höf-
undur og fullkomnari trúar vorrar,
vertu með oss, svo vjer getum verið
með þjer, og vitnað um þig frá upp-
haíí til enda, þjer og föðurnum til
vegsemdar og oss öllum til betrunar,
farsældar í tímanum og sáluhjálpar í
eilífu lífi. Amen.