Bjarmi - 01.03.1917, Page 5
BJARMI
37
Heimilið.
Deild þessa annasi Guðrún Lárusdóttir.
Við krossinn.
Maður nokkur ferðaðist um og
leitaði að Iðrun. Hann leiiaði að
henni nótt og dag í bænum, sem hjet
Mannssál, en fann hana ekki. Hann
spurði hvern á fætur öðrum, hvort
þeir vissu ekki hvar Iðrun bj'ggi;
allir höfðu þeir heyrt Iðrunar getið,
en enginn þekti liana.
Hann bitti menn, sem gátu skýrl
honum frá því, hvernig Iðrun væri
útlits, en enginn þeirra gat sagl hon-
um hvar hann gæti fundið hana.
Hryggur í huga og þreyttur af leil-
inni gekk maðurinn aftur út úr bæn-
um. Hann skreiddist upp hæð, skamt
fyrir utan bæjarmúrana, eftir grýtt-
um, bröttum vegi. Efst á hæðinni
leit hann blóðgan mann hanga á
krossi. — Hann fjell á knje við
krossinn. I3á kom einhver til hans
og snerli hljóðlega axlir hans.
Það var því líkast, sem hjarta lians
bráðnaði, lindir spruttu upp, sem
hann aldrei liafði þekt.
Hann sneri sjer við og spurði hinn
ókunna, Hver ertu?
»Nafn milt er Iðrun« var svarað.
»Iðrun, Iðrun, alstaðar heíl jeg
leitað þín«, sagði maðurinn. »Hvergi
hefi jeg getað fundið þig«.
»Hjer muntu stöðugt gela fundið
mig« sagði Iðrun, »hjer við Iíristí
kross«.
Maður nokkur ferðaðist um og
leitaði að »Syndafyrirgefningu«. Hann
gekk húsa milli í bænum Mannssál
°g spurði um hana. En hvergi gat
hann fundið hana. Allir sögðu hon-
um að Syndafyrirgefningu væri ekki
hægt að finna á jörðu.
Þreyttur og hryggur með augun
full tára reikaði maðurinn aftur leið-
ar sinnar.
Hann gekk úl úr bænum, skreidd-
ist upp eftir gríttum vegi, hóf upp
augu sín og leit á manninn, sem
hjekk á krossinum með útbreidda
arma.
Hann kraup við krossinn og grjet
sáran.
»Lí(ið pað tendrar litið að fá
lambið Guðs blæðandi krossinum á«
hvíslaði rödd að honum
»Þar hlýturðu syndari frelsun og frið
friðvana sála, krossinn lians við«.
Óþeklur fiiður og gleði fylti hjarta
mannsins; honum fanst sem þungri
byrði væri ljett af sjer.
»Hver ertu«? spurði maðurinn.
»Nafn mitt er Syndafyrirgefning«.
»Ó hve jeg hefi lengi leitað þín,
leitað þín með andvörpum«.
»Hjer getur þú ávall fundið mig,
hjer við kross Krists« var svarað.
»Hvergi annarstaðar á jörðunni
geturðu fundið mig. í blóði hans,
sem hangir á krossinum, einungis í
blóði lians er endurlausn að fá«.
Maður nokkur ferðaðist um og
leitaði að Helgun. Hann fann hana
hvergi í bænum Mannssál. Allir hristu
höfuðið við spurningu hans. »Helgun«,
nei hún fanst ekki á jörðu. »Hún
hafði einu sinni verið hjer, en nú
fanst hún ekki framar«. Sumir sögðu
að hún væri hinu megin við dauðans
haf. Aðrir hjeldu að verið gæti, að
hún sæist þegar maður væri að leggja
á stað yfir dauða hafið, en á götum
bæjarins, þar fanst Helgun ekki.
»Það verður árangurslaust þótt þú
leitir að henni, þú finnur hana aldrei
hjer á jörðu« svöruðu allir.
Já, en Guð Drottinn segir þó:
»Verið heilagir því jeg er heilagurk
sagði maðurinn raunalega. eAldrei