Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.08.1917, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.08.1917, Blaðsíða 5
B JARM I 125 öðru hvoru að taula við heslinn: »Svona, klárinn minn, stattu á fótun- um, auminginn«, og svo klappaði hún á hálsinn á honum, en Brúnn tók orðum hennar með þvi að hrista makkann og leggja kollhúfur. Brandur hafði heldur ekki valið gæðinginn sem bestan handa henni. wÞað er ekki til neins að setja hana Unu á viljugan hesl«, hafði hann sagt, og svo tók hann Brún gamla handa henni; Brúnn var óvanur öðrum störfum en þeirn, að færa heim torf og hey og aðrar nauðsynjar. Ferðin sóttist því fremur seint og var komið nálægt hádegi þegar Una nam slaðar í hlaðinu á Tröðum. Telpulinokki stóð i bæjardyrunum og horfði for- vitnislega á gestinn. »Eru ekki gestir lijerna, harnið goll?« spurði Una þegar hún var búin að heilsa því með kossi. Barnið játti því. »Maðurinn sem meiddi sig og konan hans«, sagði það. »Konan hans er hún ekki«, sagði Una, »en hvernig ælli honum líði?« »Illa, held jeg«, sagði Iitla slúlkan. »Konan segir að hann tali tómt rugl«. »Vakti hún hjá honuin í nótt?« »Já, hún vakti, mamma ætlaði að vaka með henni, en hún vildi heldur vaka ein«. »Get jeg fengið að finna hana?« Telpan hljóp inn, og að vörmu spori kom Elín út á hlaðið. Henni brá við, er hún kom auga á Unu. Kveðjur urðu stuttar með þeim. »Talaðu við inig fáein orð, Elín«, sagði Una og tylti liestinum sinum við hestastein á hlaðinu. Elín svaraði engu, og þær gengu þegjandi suður fyrir bæinn. »Ætlar þú að vera lijer lengi?« spurði Una og leit beinl framan í Elínu. »Komstu bara lil þess að spyrja um það?« spurði Elín og reigði höfuðið með þóttasvip. »Já, það og fleira«, svaraði Una djartlega. »En ef jeg segi þjer hreint og beint að þig varðar ekkert um það?« sagði Elín. »Talaðu gælilega, stúlka«, sagði Una stillilega, »þjer er það ráðlegast«. Una horfði á Elínu, sem leit undan og brá lit. »Jeg ælla að sjá hvernig Hjálmari reiðir af«, svaraði hún þá. »Og jeg ætla að ráðleggja þjer að hypja þig hjeðan strax«, sagði Una einbeitt. »Það er ekki þitt starf að stunda hann«. »Hver ætli að geti bannað mjer það?« spurði Elín. ^Það ættir þú að vita sjálf, eða finst þjer nú ekki nóg komið? — Til- gang þinn þekkirðu best sjálf, þólt jeg vili reyndar dálílið um hann líka«. »Ertu orðin vitlaus, Una?« tók Elín til orða og hló kuldalilátur. »Fást þú ekki um það«, svaraði Una. »Eti þú ált að fara lijeðan, og konan hans á að korna liingað, — það er starfið hennar, sem þú tekur að þjer, það er plássið hennar, sem þú treður þjer i. Ef þú verður hjer stundinni lengur og ferð ekki burtu með góðu, þá skal jeg svifta al' þjer sakleysisgrímunni«. Una þokaðist nær Elínu og hvesti á liana augun um leið og hún hvíslaði seinustu orðunum að henni. Elín hörfaði frá henni með uppgerðar glolti. wÞú ert bandvillaus, það er auðsjeð«, tautaði hún. »Þú segir það nú um íleiri en mig«, svaraði Una, »eða viltu ekki reyna að koma mjer á Klepp líka?« Elín liló. »Það er þá svona«, sagði hún. »Já, það veitti ekkert af því. Jeg hlusta ekki á þig lengur«. Hún

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.