Bjarmi - 01.12.1917, Page 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
XI. árg.
Reykjavík, 1. dosember 1917,
23.-24. tbl.
I dag cr yðar frelsari fœddur. (Lúk. 2, 11).
rr
"lirúr
m
' »í dag er yöur frelsari fæddur«. (Lúk. 2, 11).
Mörg biblíuorð eiga dýrðlega sögu, sem ekki verður fullsögð fyr en á lif-
enda manna landi. Pegar börn Guðs segja hvort öðru frá, hvaða orð það
haíi verið, sem Guðs andi hafi sjerstaklega notað til að veita hjörtum þeirra
gleði og frið frá hæðum meðan þau dvöldu á jörðunni, þá er vafalaust
sá ílokkur fjölmennur, sem nefnir jólaboðskaþinn: i dag cr yður frelsari
fæddur.
Margt var ólikt með.þeim: Þjóðerni, aldarháttur, staða, menning, aldur
og margt og margt, sem virðist aðgreina menn tilfinnanlega hjer í heimi; en
sameiginleg var þeim ölluin rödd samviskunnar, sem sagöi þeim að þeir
bæru þunga fjölra syndar og sektar, og því varð þeim jólaboðskapurinn
dýrðlegur hjálpræðisboðskapur.
Guð gefi að þessi orð gætu nú borist sem af englavörum til yðar allra,
lesenda þessa blaðs, svo að þjer gætuð, hver einstakur, játað með Krists-
mönnum allra alda: »Syndasekt mína tók hatin að sjer, hjarta mínu veitti
hann frið, skelfing dauða og dóms losaöi hann mig við, fjötra syndar leysti
hann af mjer og hjálpar mjer til að ganga á Guðs vegi til hæða, þess vegna
er nafnið Frelsari mjer allra nafna dýrmætast«.-----
Hver sem getur gjört slika játningu eignast gleðileg jól, þótt skuggalegt
sje víða »i jarðardölum« um þessar mundir.
Sennilega er margur lesandinn ekki lengra kominn en það, að hann kann-
ast við að »það væri sjálfsagt gott að vera svo trúaður að maður gæti gjört
slika játningu«. — En þá eiga jólin þessi mikið erindi til þín, geta orðið
endurminningarikustu jól æfi þinnar, — ef þú vilt, ef þjer er alvara að játa
synd þína og þiggja hjálp Krists til að losna úr fjötrum hennar og fela alla
framtið þína líknarráöstöfun Drottins. — Drottinn styrkí veikan vilja þinn,
svo að þjer verði nú alvara að frelsast! Drottinn gefi þjer og öllum gleðilcg
jól i Jesú nafni og Jesú krafti! Amen.