Bjarmi - 01.12.1917, Page 4
180
8JARMI
þóttist sjá að hann bjó yfir ein-
hverju.
»Hvað er það, Sveinn minn«, sagði
hún. En hann Iagði handlegginn um
hálsinn á henni:
»Getur Guð ekki altaf hjálpað?«
spurði hann.
»Jú, ef hann vill«.
»Heldurðu að hann vilji ekki hjálpa
okkur, mamma, og lofa pabba að
koma úr fangelsinu«.
Hún kysti á kinnina á honum, en
sagði ekkert.
»Getur hann ekki gefið okkur gleði-
leg jól, mamma?«
»Jú, vinur minn!« sagði hún og
þerraði tár af augum sjer.
»Þá gjörir hann það«, sagði Sveinn
öruggur. »Jeg bað hann um það,
mamma, og mjer fanst alveg eins og
engill hvíslaði því að mjer, að hann
ætlaði að hjálpa«.
Sveinn litli lá lengi vakandi, þegar
hann var lagstur til hvíldar um kvöld-
ið; það var svo margt, sem hjelt vöku
fyrir honum.
»Mamma, eru 300 krónur voða-
miklir peningar?« spurði hann alt í
einu.
»Já, fjarska miklir«.
»Og á pabbi að vera i fangelsinu
af því að hann getur ekki borgað
þessar krónur?«
»Já, það er sektin, sem hann var
dæmdur til að greiða«.
»En hann pabbi var drukkinn,
mamma, og druknir menn vita ekki
hvað þeir gjöra«, sagði Sveinn litli.
»Hver var það, sem gjörði hann
drukkinn?«
»Það er ekkert spurt um það,
barnið mitt«.
»Það er þó skrítið«, sagði barnið.
»Ef jeg væri dómari, þá skyldi jeg
dæma þann, sem gjöiði hann drukk-
inn, og láta hann borga sektina. Það
er hvort sem er honum að kenna.
Ó, jeg vildi að hann pabbi hætti að
drekka vin«.
Þegar Sveinn sofnaði, fór hann
strax að dreyma um jólin, en honum
gekk svo undur illa að kveikja á
kertinu sínu, af því að vínsalinn
slökti á því jafnóðum og hann kveikti.
Svo hrökk hann upp og sá að mamma
hans sat hjá rúminu og var að sauma.
»Ertu ekki háttuð enn þá, mamma,
eða er dagurinn kominn?« spurði
hann.
»Jeg fer nú að hátta«, svaraði hún.
»Jeg er að gjöra við fötin ykkar Siggu
og búa þau ögn undir jólin«.
Það var norðanrok og frost á Þor-
láksmessu, og fáförult á götum bæj-
arins.
Ekki var mikill jóla-undirbúningur
heima hjá Sveini litla, og börnin
fundu sárt til þess, að nú yrðu jólin
fátæklegri en ella, af því að hjarta-
gleðina vantaði til muna.
Sveinn ókyrðist með kvöldinu. Loks
sagði hann við mömmu sína, að hann
,yrði að skreppa út til að finna mann.
»Það er svo kalt, og þú átt enga
yfirhöfn«, sagði hún. En Sveinn sagð-
ist hlaupa sjer til hita.
Hann þvoði sjer vandlega í framan
og burstaði fötin sín svo vel sem
hann gat. Síðan kvaddi hann mömmu
sína með kossi og hljóp út í hríðina.
Stormuiinn fægði göturnar og þyrl-
aði saman lausu ryki og lausri mjöll.
En Sveinn hirti eigi hót um hamfarir
hans, en hjelt ótrauður leiðar sinnar.
Hann hægði þó á spretlinum er hann
nálgaðist háreist hús, þar sem ljós-
birta ljómaði úr hverjum glugga.
»Það er drenghnokki við dyrnar,
sem vill endilega tala við lögreglu-
stjórann«.
Hann átti annrikt og leit varla upp
frá störfum sínum. »Skilaðu þvi til