Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.1917, Page 10

Bjarmi - 01.12.1917, Page 10
■ 186 BJARMI við höfum ekki verðskuldað kærleika; en það má ekki hamla, því að þrátt fyrir alt stendur hann okkur enn lil boða. Ef til vill hugsar þú á þá leið, að e/ þú gætir losnað við syndina, þá værir þú viss um að Guði þætti vænt um þig. En í Opinberunarbókinni stendur þetta: »Náð sje með yður og friður frá honum . . . sem elskaði oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínua (1, 5). l3að stendur ekki að hann hafi fyrst leyst oss frá syndum vorum og siðan elskað oss. Nei, fyrst elskaði hann oss, og síðan leysti hann oss úr ánauðinni — ein- mitt af því hann elskaði oss. Því er sem sje stundum lialdið fram, að við verðum fyrst að losna við syndina — verða svo og svo góðir, þá muni Kristur elska oss. En má jeg spyrja: Með hverjum hætti fáum við losnað við syndina áður eða fyr en við komum til hans? Hjá honum — og hvergi annarstaðar en þar — gjörist sá atburður. Hann tekur oss i faðm sjer og fjarlægir syndina. Hann hefir úthelt sínu heilaga blóði fyrir þig; hann þráir að mega endurleysa þig, og hann vill gjöia það nú þegar — i dag — bara að ekki standi á þjer! Englendingur sagði mjer einu sinni sögu, sem staðfestir þann sannleika, að Guð elskar syndarana — og það meðan þeir enn eru þrælar syndar- innar: Fyrir mörgum árum livarf lítill drengur frá heimili sínu í Lundúna- borg. Arangurslaust var hans leitað, og svo liðu ár og dagar, að ekkert spurðisl til lians. Voru menn orðnir úrkulavonar um hann, en móðir hans grjet saknaðarlárum og hað fyrir hon- um — og enn var hún ekki með öllu vonlaus um, að sjer mundi auðn- ast að fá elsku drenginn sinn aftur. — fá bar svo til, að lireinsa álti reykháf í næsta húsi, og var unglings- piltur sendur upp á húsið lil þess. En þegar upp kom, hafði hann vilst á húsunum, og kom niður um reyk- háfinn á liúsi gömlu konunnar og þar inn í dagstofuna. Honum fanst eins og hann kannaðist þar við sig — eins og hann þekti hlutina þar inni, og bernskuminningarnar rifjuð- ust upp fyrir honum liver á fætur annari. Og meðan hann svo stóð þarna og var að litast um og hugsa um þetta, kom mamma hans inn. Þarna slóð hann á gólfinu, drengur- inn hennar, i karsótugum falagörm- um! — Ljet hún hann nú fara að þvo sjer áður en hún tæki hann í faðm sjer? Nei, sannarlega ekki; það var drengurinn hennar! Og hún faðm- aði hann að sjer, svona sótugan og illa til reika og hann var, þrýsti hon- um að brjósti sjer og grjet gleðitárum. Hversu langt sem þú kant að hafa vilst burtu frá Guði, og þó að þú sjert farlama orðinn og ataður synd, þá vertu þess fullviss eigi að síður, að ef þú vill koma til Guðs, þá er hann fús að fyrirgefa þjer og laka á móti þjer. Seytjánda versið í 38. kap. Jesaja hljóðar svo: »Sjá, til blessunar varð mjer hin sára kvöl, og þú /orðaðir sálu minni frá gröf eyðingarinnar, þvi að þú varpaðir öllum syndum minum að baki þjer«. Tökum vel eftir þessu! Kærleikurinn kemur fyrstur til sög- unnar. Það er hann, sem ræður al- höfnum Guðs. — Mjer þykir afarvænt um þetta litla orð y>minum« í versinu (. . . »varpaðir öllum syndum minum að baki þjer«). Lestur biblíunnar verður okkur oft svo gagnslaus ein- mitt af því, að við lítum þar á hlut- ina frá almennu sjónarmiði. Við sain- sinnum því, að Guð elski menn ytir- leitt, og þá einkum vissár þjóðir,

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.