Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1917, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.1917, Blaðsíða 12
188 BJARMI vottur þess að ómetanleg er sú gjöf Guðs, þegar hjarta mannsins auðnast að varðveita trú á Jesúm Krist og hann krossfestan. En nú er hún dáin. Jeg fæ eigi framar að sjá hana öldruðu vinuna mína, þótt jeg komi einhvern tíma að Fjarðarhorni við Hrútafjörð. Hún mun þá eigi rölta með mjer út fyrir túngarðinn og leggja blessun sína yfir mig og biðja mjer velfarnaðar í Drottins nafni. Blessuð sumarsólin fær eigi framar að signa fund okkar þar, — en heima á ljóssins fagra landi hittumst við aftur. Vissulega munu margir sakna Guð- bjargar Sigurðardóttur. Vinföst og trygglynd eins og hún var, ávann hún sjer hylli, traust og virðingu þeirra sem kyntust henni. Með henni hverfa á braut ýmsir þeir kostir, sem fara smá-rjenandi með þjóð vorri, því miður. Og með söknuði rita jeg þessi fáu kveðjuorð, um leið og jeg kann henni látinni alúðar þakkir fyrir þá ^istúð og yl, sem hún sýndi mjer ávalt. Þreyttu limirnir hvílast í skauti fósturjarðarinnar, sem hún unni, en sálin er falin þeim Guði, sem hún elskaði og treysti af öllu hjarta. Guð gefi landi voru margar konur henni líkar. Guðrún Lárusdóttir. Hvaðanæfa. VS------ Heima. Um ísafjarðarbrauðiö sækir sr. Sigurgeir Sigurðsson einsamall, sem settur var pangað. Pað er sjaldnast mikil sam- kepnin pegar búið er »að setja«. Misskilningur var pað i siðasla blaði, að sr. Jóh. L. L. Jóhannsson hefði sagt af sjer árt eflirlaunarjettar. Jólakveðjan 1917. Við heimkomu mína i ágúst s.l. beið min 2ja mánaða gamalt brjef frá aðalumsjónarmanni Jóla- kveðjunnar, sr. E. With, ásamt handriti til pýðingar og viðbótar. Sendi jeg hand- rit mitt aftur »yfir England«, en hefi ekk- ert síðan um pað frjett, hefir ef til vill farið í sjóinn. — Minsta kosti er Jóla- kveðjan ekki komin til min enn pá, enda hefir ekki gengið greitt með sendingar frá Danmörku að undanförnu. Vegna sam- gönguleysisins liefi jeg heldur ekki gjört ráðstafanir til neinnar jólagjafar hjeðan til danskra barna — í petta sinn. Gjafir afhentar ritstjóranum til fyrir- greiðslu: Bóndi i sveit »pegnskylda til konungsins Jesú Krists«: 50 kr. til Bjarma og 50 kr. i kristniboðssjóð. »Dýrtíðarupp- bót« til blaðsins: Fru K. 10 kr. Sr. B. S. prófastur 9,16 kr. G. G. Rifi 3 kr. G. J. Akureyri 4 kr. og 3 nýja kaupendur. í kistniboðssjóð: S. J. Maríubakka 10 kr. »Frændi« í Skagafirði 10 kr., og til gjald- kera: E. E. 5 kr. í Jólakveðjusjóð: Sr. Björn í Laufási 5 kr. og sr. Magnús á Mosfelli 5,75 kr. Til Hallgrimskirkju: Iljón í ísalj.s. 12 kr. Rakkir sjeu gefendunum, og pakkir beim er biðja fyrir blaðinu og peim sem í pað skrifa. — Guð blessi yður. Til kaupenda o(z lesieuda. Um leið og jeg óska yður öllum gleðilegra jóla, pakka jeg yður alla velvild i orði og verki á liðnu ári, og einkurn og sjer í lagi peim yðar, sem biðja Guó fyrir blaðinu. Rratt fyrir sívaxandi pappirsverð og ann- arar dýrtíðar er áætlunin, ef Guð lofar. að halda blaðinu áfram óbreyttu að stærð og verði. Neyðist jeg pó til, vegna verðfalls dollara, að selja blaöið fyrir 1 dollar i Ameríku,' pó pannig, að /átœkir kaupendur par vestra geta fengið blaðið fyrir 75 til 85 cent eins og áður. Pað vantar enn nál. 300 kr. til pess að jeg hafi fengið endurborgaðan beinan kostnað við blaðið petta ár, pótt öll vinna min við blaðið sje ótalin. Vona jeg pvi að vinir blaðsins taki pví vel, pótt jeg nefni »dýrtíðaruppbót« víð pá framvegis, eink- anlega pá, að útvega nýja kaupendur nú um áramótin. — Skilvísi kaupenda og vax- andi útbreiðsla eru lífsskilyrði blaðsins. Til fróðleiks má geta pess, að siðan jeg tók við Bjarma (vorið 1916) liafa 12 kaupendur daið, 13 sagt sig úr. 30 verið strykaðir út fyrir vanskil, 6 »glatasl« (ekki tilkynt bústaðaskifti), — en .">82 mjir kaupendur komið i staöinn. -— Styðjið að pvi, vinir Bjarma, að áframhaldið verði ekki lakara. $, Gíslason Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.