Bjarmi - 01.01.1918, Page 7
B JARMI
o
Ávarp
til móðurkirkjunnar íslensku.
í lilefni aí feraldar-afmæli lútersku
siðbótarinnar, sendir Hið evangeliska
lúterska kirkjufjelag íslendinga í
Vesturheimi lútersku móðurkirkjunni
á íslandi alúðar kveðju og blessunar-
óskir.
Kirkjufjelagið minnist þess með
þakklæti til Drottins, að það heíir
frá móðurkirkjunni islensku fengið í
arf hin dýrmælu sannindi siðbótar-
innar. Með lúterska trú feðra vorra
í hjörtum komum vjer frá ættjörð
vorri inn í það nýja land, sem nú
byggjum vjer. Og það hefir verið og
er áhugamái vort mesta, að varð-
veita og ávaxta þennan dýrmæta
föðurarf.
Oss er það fagnaðarefni mikið, að
kirkjan á íslandi minnist um þetta
leyti i öllum söfnuðum landsins þeirr-
ar blessunar, sem henni hefir í skaut
fallið fyrir siðbótina, er hófst fyrir
fjögur hundruð árum, og vjer biðjum
Guð, að blessa hátíðarhald það á
ættjöiðu vorri.
Siðbótin miðaði að því, að leysa
fjölra mannsandans. Kirkja sú, er
stefnu þeirri fylgdi, braut af sér ok
ofbeldis í andlegum efnum. Hún varð
brautryðjandi frelsisins á öllum svæð-
um mannlífsins.
Siðbótin veitti einstaklingnum rétt
til þess að leita og ransaka, dæma
sjálfur um réttmæti allra kenninga
og hafa það eitt fyrir salt, sem skyn-
semi og samviska samþykti.
Siðbótin leysti Guðs orð úr fjötr-
um mannlegra fyrirskipana og úr-
eltra erfikenninga og vísaði sálum
syndugra manna beina leið að náð-
arlindum guðlegrar opinberunar. Hún
kendi mönnunum að beygja sig fyrir
orði Guðs einu saman og láta það
vera hina einu algildu reglu fyrir trú
og breytni.
Siðbótin tilreiddi sakramentum
þeim, sem Jesús Kristur hafði gefið
kirkju sinni, það sæli, er þeim bar
samkvæmt Guðs orði, og aðgreindi
þau frá öðrum kirkjulegum athöfn-
um, sem mennirnir höfðu selt á bekk
með þeim, svo þau (skírn og kvöld-
mállíð) ásamt Guðs orði gætu verið
heilög náðarmeðul til sálubjálpar.
Siðbótin braut lögmálsokið af börn-
um Guðs og kendi samkvæmt Guðs
orði, að maðurinn rjettlætist ekki af
verkunum heldur fyrir trú á Jesúm
Krist, og hún kendi það sem megin-
reglu kristilegrar trúar, að syndir
manna sé fyrirgefnar og þeir sé teknir
í sátt við Guð fyrir friðþægandi kær-
leika frelsarans. Kirkja siðbótarinnar
veit ekkert annað sjer til sáluhjálpar,
en þann krossfesta Jesúm Krist. Sið-
bótin hóf fagnaðarboðskapinn um
Jesúm Krist upp í það veldi, sem
hann hafði skipað í upphafi kristn-
innar, svo Jesús Kristur varð aftur
alt í öllu.
Við liin dýrmætu trúarsannindi,
sem siðbólin leiddi á ný fram í dags-
birtuna út úr myrkri miðaldanna,
hefir þjóð vor búið langa tíð. Þau
hafa verið Ijós á vegi hennar og
liuggun hennar i mörgum þrautum.
Þangað hafa þjónar Drottins sótt eld
þann, er vermt hefir sálu þjóðarinnar
og haldið henni við lífið. Þaðan eru
oss runnin Ijóð Hallgríins, prédikanir
Vídalíns og kenningar Helga lektors.
Þaðan eru komnar barnabænir vorar
og af því klæði er skorin skykkja sú,
sem vjer erum búnir úr föðurgarði.
Fyrir því sendir nú kirkjufjelag
vort fagnaðarkveðju og heillaóskir
móðurkirkju sinni á íslandi og biður
Guð að varðveita trúarsannindin og
trúarlífið með þjóð vorri og gefa
kirkju íslands náð til þess, að vera