Bjarmi - 15.06.1919, Blaðsíða 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
XIII. árg.
Reykjavík, 15. júní 1919.
Elckerl orð Jrá Guði mun verða ómáttugt (Lúk. 1, 37).
13. tbl.
Boðunardagur Maríu.
Ræöa eftir síra Ófcig Vigfússon
í Fellsmúla.
Texti: Lúk. 1, 26—38 (sbr.
Matt. 1, 18—25 og Jóh. 1,18).
Eitt af því marga og mikla, sem
svo kölluð gömul og ný guðfræði,
hugsjóna- og tilfmninga-trústefnan
annars vegar og efnishj'ggjan og
skynsemskan hins vegar, hafa, bæði
fyr og síðar, og þó sjaldan meir en
nú á dögum, hugsað mikið um og
þráttað sín á milli til trufls og óróa
fyrir fjölda manns, er einmilt frá-
saga hins upplesna guðspjallskaila:
Um eingetnað og faðerni Jesú Krists.
Hugsjóna- og tilfinninga-stefnan
vdl halda sjer við það, sem skrifað
stendur um þetta i ritningunni, og
Þó að hún taki til greina og hagnýti
sjer, eins og hún best getur, mann-
*ega þekkingu á öllu efni og skyn-
semisrök flest, þá fær hún eigi fund-
>ð nje fallist á, að rengja beri nje
rengja megi ritningarorðið um upp-
runa og eðli Frelsarans. Að vísu ját-
ar hún, að hún skilur ekki þetla
fremur en María eða nokkur annar.
''•,n hún íinnur líka og veit, eins og
enda margföld reynsla sýnir, að
lnannleg þekking og skynsemi er
naesta takmörkuð og nær skamt í
Nestar áttir og í flestum efnum. Og
Sv° finst og sýnist henni, að sje
hunni á þetta óskiljanlega eða yfir-
náttúrlega í eðli og fari Krists slepl
eða hafnað sem staðlausum hugar-
burði eða tilbúningi, þá sje og um
leið svo mörgu og miklu góðu og
dýrmætu slept og tapað í öðrum
efnum — þá sje líka t. d. slórspilt
eða veikt trúin á óskeikulleik ýmsra
mikilvægustu kenninga hans og einnig
á fiest hin stærstu og þýðingarmestu
kraftaverk hans, og loks að opnuð
sje ískyggileg og háskaleg leið fyrir
vantrú eða efa um alt, sem sagt er
um Krist og eftir honum haft í ritn-
ingunni.
En efnishyggjan og skynsemsk-
an lítur öðru vísi á og fer á ann-
an hátt með alt þetta. Hún heldur
því fram og vill fylgja því, að
aðhyllast í öllum efnum það eitl,
sem skilið verði og skýrt á náttúr-
legan hátl, eftir þektu náttúrulög-
máli, en hafna og neita öllu öðru.
Þess vegna gerir hún annaðhvort:
Ef hún er frek og ógætin, að mót-
mæla og kasta alveg frá sjer frásög-
um eins og getnaðarsögu hins upp-
lesna guðspjalls, kallar þær lijátrúar-
eða oftrúartilbúning, barnalegan mis-
skilning og seinni tíma »innskot« o.
s. frv. En ef hún er gæf og gætin,
þá gengur hún ýmist þegjandi fram
hjá svona frásögum eða leggur i
þær einhvern óbeinan skilning, elleg-
ar þá játar, að eigi verði við þær
ráðið. En hjer með fylgir þá líka
eðlilega það, sem hugsjóna- og til-
íinninga-stefnan óttast, að þegar einu