Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1919, Blaðsíða 7

Bjarmi - 15.06.1919, Blaðsíða 7
BJARMI 103 heimili í sveit fyrir minni allílestra nú- tíðarmanna. Frásögnin er skemtileg og getur engan veginn fælt söguelskan ung- ling frá bókinni, hvað þá aðra, sem fremst kjósa fróðleikinn. Sagan hans Malpoka Manga er í raun og veru ávítur til þeirra kvenna, sem láta heimilisstörfin sitja á hakanum fyrir hinu og öðru vastri utan heimilis. Holl hug- vekja, ef konum hætti yfir höfuð við að gjöra sig seka í þesskonar atferli. Jarðarför er gömul saga, þólt ný sje hún í þessari bók. Saga um fátæka for- eldra i afskektri harðindasveit, — saga um skyldurækni og sjálfsafneitun, um föður og móður ást, sem leggur alt í söl- urnar fyrir farsæld barna sinna. Og það cr einnig gamla raunasagan, sem mann- kynið hefir sífelt stunið undir, alt frá dögum glataða sonarins, til vorra eigin tíma, — barnið, sonur eða dóttir, fer að heiman i frægðarleit og frama, en finnur meira af smán og eigin eymd, sem það fiytur með sjer hcim aftur í kotbæinn til foreldranna. Einkennilegusl er líkræðan sem sagt er frá í sögunni, og er hún sögð, eins og sagan öll, af snild, þrunginni samhygð og liarmi alvörumanns. Er þar rakin saga konunnar, sem »vakað hefir heilar og hálfar nætur i fjórðung aldar« og sem hefir fórnað öllum eigin þægindum fyrir börn og maka og ættjörð sina: »Petta er sú algenga og alkunna saga, sem allir kunna og — allir gleymaw. En það er holt lyrir uppvaxandi lýð lands- ins að við honum sje ýtt, og honum sjeu sýndar sannar myndir þeirra sem fórna °g vaka!. Presturinn fer mörgum fögrum orðum um fórnfýsina og ber að nokkru leyti sanian fórnir mannanna við fórn Jesú Krists, en þar er of ólíku saman að Jafna, og fer þá ræðan í mola frá kristi- legu sjónarnliði, —- því þótt orðin sjeu hjartnæm og fögur í sjálfu sjer, þá finn- Ur hungruð mannssál enga svölun í þeim; luiast má þó við, því miður, að allmarg- Ur presturinn haíi eigi öllu betra að i'jóða. — Stundum virðist manni sem stcinar komi fyrir brauð, líka hjá prest- unum; en þar sem Jesás Krislur og hann kcossfcstur, er boðaður syndugum mönn- 11111 * auðmýkt og alvöru, er engin hætta á því. ^cngsta sagan í hókinni er Tól/lcónga- vit. Skemtileg saga, sem maður verður að lesa frá upphafi til enda án þess að hlaupa jTfir eitt orð. Bjarni bóndi á Iljalla, »þingmannsefni sjálfstæðismanna« er á stjórnmálaferða- lagi um sveitirnar, og það er reglulega fróðlegt að verða honum samfarða. Les- andinn kynnist þeim talsvert »kóngunum tólf«, sem Bjarni heimsækir, og fær furðu góða hugmynd um það sem gjörist í pólitiskum liugarheimi þeirra. Pegar Bjarni kcmur svo heim úr för sinni og tekur kveðju konu sinnar og hlýðir á tal hennar, er sem varpað sje Ijósi yfir ferð hans. Konan er skýr og lætur alla »tólf kóngana eða tólf durgana« njóta sann- mælis, og gæti svo virst, sem höfundurinn vildi benda á það að konur kynnu engu síður en karlar að fara með atkvæði sitt. Sögurnar flytja hugi lesenda viða vegu, án þess þó að flýja landið, því heim á gamla landinu gjörast þær allar, og sýna á ýmsan hátt ættjarðar og mannvin, sem hefir ávalt opið auga fyrir fegurð fóstru sinnar, og viðkvæmt auga fyrir bágind- um iítilmagnans, þess er lúta verður í lægra haldi fyrir ofuröllum lifsins, (sbr. söguna Ábyrgð). Lesi sögur þessar sem Ilestir eitthvert erindi geta þær átt til allra, og hafi höf- undurinn kæra þökk lýrir bókina. II. Selma Lagerlöf: Föður- ást. Útgefandi Sigurður Kristjánsson. Verð 5 kr, Selma Lagerlöf er einna kunnust orð- in af nútíðar skáldkonum Norðurlanda. Fjöldan allan af bókum hefir hún ritað og hlotið fyrir einróma lof allllestra. Nafn bókar þeirrar eftir hana, er hjer gctur um, ber með sjer aðalefni sögunnar. Gamli Jón í Fellskoti eignast dóttur, sem öll aðdáun, umhugsun og elska hans snýst um. Hann fær eigi valið litlu telpu- hnokkanum sínum annað nafn sjerkenni- legra, en Klara Fína Gullborg. 1 augum hans er barnið ímynd alls þess sem fag- urt er hreint og skært, hún á að bera nafn með rentu. Hún var líka sólargeislinn hans föður síns, sem vertndi og skreylti alt lif hans, og Jón karlinn i Fellskoti, feiminn og niðurlútur kotbóndinn var nú allur annar tnaður. »Pví nú átti hann fjársjóð í fórum sinum, sem hann gat

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.