Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.06.1919, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.06.1919, Blaðsíða 2
98 BJAftMl óskiljanlegu er neitað og hafnað, þá hlýtur og flestu eða jafnvel öllu öðru óskiljanlegu að verða hafnað og neitað. f*egar því efnishyggjan og skynsemskan svo kölluð, samkvæmt eðli sínu og stefnu, neitar og hafnar »eingetnaði« Krists, af því hún skil- ur hann ekki, þá er það einnig eðli- legt og samræmislegt, að hún einnig neiti, rengi eða vefjist margvíslega með öll hans kraftaverk, eða alt hið yfirnáttúrlega eða óskiljanlega, sem af honum og um hann er sagl fyr og siðar. En þessi neitandi efnishyggja eða skynsemska er þó yfirleitt ekki skynsöm, og er bæði ógætin og gleymin og sjálfri sjer sund- urþykk. Það sjest best, þegar að er gáð. Því að hún sjálf trúir og kennir margt og mikið, sem hvorki hún sjálf nje nokkur annar skilur eða gerþekkir. Hún er t. d. altaf hreykin og drembin að vitna til efn- isins og náttúrulögmálsins, en þekkir og skilur þó hvorki efnið nje nátt- úrulögmálið í öllum þess greinum til nokkurrar hlítar, og jafn ófróð og skilningslaus er þessi stefna eins og hver önnur hugar- og trúar-stefna um fyrstu orsök og uppruna, insla eðli, tilgang og endimark alls, hins smæsta sem hins stærsta. Hún þekkir ekki heldur nje skilur frá rótum hinn algenga og alkunna »tvígetnað« roanna og skepna, og gætir þess ekki heldur, að einnig hann er óskiljanlegt kraftaverk; og hún gleymir því, eða gætir þess ekki, að »eingetnaður« er þó alls ekki dæma- laus i hinni þektu náttúru, því að til eru, og lærðum mönnum kunnar, í náttúrunni þær lífstegundir, sem framleiða »eingetin« afkvæmi, þar sem ein »móðurvera« getur af sjer afspring sjer líkan án samverknaðar annars kyns. Og þar ræður og verk- ar líka öllum óþektur kraftur og ó- skiljanlegt lögmál. Og þessum og því líkum eingetnaði neitar þó enginn. Og svona er með margt, já, ótal- margt annað, sem enginn gjörþekkir nje skilur út í æsar, en allir þó trúa og vita að á og hefir átt sjer stað. En hví eru þá skynsamir og fróðir og samviskusamir menn að rengja og neita vitnisburði ritningarinnar um »eingetnað« alheimsfrelsarans og um alt hið yfirnáttúrlega, sem þar er vitnað um hann, enda þótt þeir þekki og skilji ekki, hvernig eða með hverju móti það hafi gjörst? Eða hvað er það meira, að skilja ekki þetta, og trúa því þó, en að skilja ekki svo ótalmargt annað, og trúa því þó? Jeg held, að þetta ó- samræmi komi af gáleysi og hugs- unarleysi, af auðmýktar- og lolning- arskorli gagnvart leyndardómum til- verunnar yfir höfuð, trúleysi á speki og mátt skaparans, og af ofmetnaði nauða-ófullkominnar yfirborðs-þekk- ingar. Víst er það, að hjer er engin góð nje gild neitunar- eða rengingar- ástæða, nema skilningsleysið eitl, nema það eitt, að menn verða að spyrja eins og María: »Hvernig má þetta verða?« Pví að þesskonar var og er óþekt undantekning og eins- dæmi i mannríkinu. En hvernig mátti það þá verða, að hinn fyrsti maður varð getinn og fæddur, og hvernig mátli og má svo margl og mikið annað verða, sem þó varð og verður, öllum sýnilegt og áþreifan- legt, en þó óskiljanlegt? Ætli ekki að ílestum eða jafnvel öllum slíkum spurningum verði að svara líkt og guðspjallið segir að engillinn hafi svarað Maríu: Að hjer hafi komið og muni koma til Heilagur andi og kraftur hins hæsta? Hið upplesna guðspjall er alls ekki

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.