Bjarmi - 01.07.1919, Page 16
120
BJARMI
Pálsson í Reykholti, síra Eiríkur Alberts-
son á Ilesti. Úr Mýrasýslu: Síra Stefán
Jónsson prófastur á Staðarhrauni. Úr Snæ-
fellsnesssýslu: Síra Guðm. Einarsson pró-
fastur í Olafsvík og síra Ásgeir Ásgeirs-
son i Stykkishólmi. Að norðan komu: Síra
Björn Bjarnason i Laufási og sira Tryggvi
Ivvaran á Mælilelli. Ennfremur voru þeir
Síra Haukur Gíslason og síra Arne Möl-
ler á prestastefnunni. Pótti pað mikil ný-
lunda og góð að erlendur prestur skyldi
vera á sýnodus og geta tekið pátt í um-
ræðum, enda pótt allir töluðu vitanlega
íslensku nema hann.
Prestsekkjur erfengu styrk af sýno-
dusfje i petta sinn eru 53 og alls var þeim
úthlutað um 1300 kr. Allmargar peirra eru
hláfátækar, sumar með mörg hörn í ómegð,
og sjá pví allir livað pessi styrkur er al-
gjörlega ófullnægjandi, en ekki unt að
úthluta meiru nema gjafir vaxi að stór-
um mun til prestekknasjóðsins.
Pað ætti ekki að vera svo um aldur
og æfi að prestar einir leggi fje i pann
sjóð. Prestskonur eru oftast nær svo vel
látnar, að safnaðarfólki ætti ekki að vera
óljúft að stuðla að pví með frjálsum til-
lögum að ekkjur presta pyrftu ekki að
líða skort, og ef efnamenn vildu gefa stór-
ar gjafir, gætu þeir sett að skilyrði ef
sýndist, að ákveðinn hluti gjafarinnar væri
pegar úthlutaður peim prestsekkjum, sem
eru að brjótast áfram í fátækt með mörg
börn í ómegð eða liafa mist heilsuna.
Erlendis.
Söderblom erkibiskup Svía skýrir
svo frá í »Svenska Dagbladel«:
Pað er verið að undirbúa stóran kirkju-
legan alpjóðafund, sem á að ná til allrar
kristninnar. Það er ekki búið að ákveða
l'undarstaðinn nje fundartímann, en verð-
ur pó væntanlega haldinn í liaust.
Innan skamms verður undirbúnings-
fundur haldinn í Hollandi, og verður þar
rætt um:
1. Starf kristindómsins til að koma í
veg i'yrir ófrið.
2. Kirkjan og þjóðfjelagsmál.
3. Hvernig verður komið við sameig-
inlegu fulltrúaráði fyrir gjörvalla kristn-
ina.
4. Afstaða kirkju og ríkis.
Nils Astrup biskup i Zulu í Af-
ríku andaðist 18. mars í vetur 76 ára
gamall.
Sennilega lial'a fáir lesendur Bjarma
heyrt hann nefndan, en í Noregi, fóstur-
jörðu hans, var hann kunnur um land
alt, og vakti oft eftirtekt með fórnfýsi
sinni og áhuga.
Hann tók lögfræðispróf (1866) 24 ára
gamall, og var orðinn íulltrúi föður síns,
er var sýslumaður í Noregi, þegar hann
taldi það skyldu sína við Guð að verða
prestur.
Slepti hann pá öllum lögfræðingastörl-
um, stofnaði kristilegt skólaheimili í Krist-
janíu fyrir skólapilta, en settist jafnframl
á bekk ungra stúdentavið guðfræðisnám.
En pótt hann starfaði að kristindóms-
málum og tæki oft opinberlega til máls
til varnar staðfastri biblíutrú, stundaði
hann námið svo vel að hann tók guð-
fræðispróf árið 1877 með ágætri einkunn.
Prófritgerðirnar skrifaði hann allar á la-
tínu og gaf út ræðu á latínu og pótti pað
fágætt.
Tveimur árum síðar gjörðist liann presl-
ur í Norðurdal í Norvegi og pótti besti
kennimaður.
En þegar Schröder biskup í Zulu dó
1882, og norska trúboðið þar vantaði leið-
toga, sagði Astrup brauðinu lausu og ílutt-
ist með stóra fjölskyldu suður til heið-
ingja í Afríku, fertugur að aldri. Síðan
hefir hann starfað þar og orðið mikið
ágengt. Bróðir hans, Hans Astrup, fór
seinna að dæmi hans, sagði af sjer prests-
embætti og gerðist trúboði í Zulu.
Árið 1902 var Nils Astrup vígður til
kristniboðsbiskups í dómkirkjunni i Pránd-
heimi.
»Góðar voru ræður hans og rit, en þó
var dæmi hans enn betra og mun verða
til blessunar meðan Dofrafjöll standa«,
segja Norðmenn.
í Bandaríkj unum eru um 150 pús.
aðkomnir Kínverjar og Japanar. Negrar
eru taldir um 10 miljónir, fiestir próte-
stantatrúar. Eru þeir fjölmennastir í Suð-
ur-ríkjunum og hafa oft söfnuði, skóla
og kírkjur alveg út af fyrir sig. Negra-
prestarnir eru um 30 púsund. Fjölmargir
»negranna« eru kynblendingar, en allir
peir »hálfsvörtu« eru taldir með svertingj-
um í daglegu tali.
Prentsmiðjan Gutonberg.