Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.1919, Side 15

Bjarmi - 01.10.1919, Side 15
B J ARMI 167 Súdan var sömuleiðis kristniboðslaust til skamms tíma. En nú, er þar byrjað kristniboð frá ýrasum löndum. Það land er. á stærð við alla Norðurálfuna, þegar Rússland er undanskilið, og íbúar þess, um 70 miljónir, rammheiðnir og trúar- hugmyndir þeirra andatrú á lágu stigi. Múhameðstrú hefir breiðst þar talsvert út síðustu árin með trúboðum frá Egýpta- landi og verður meira ágengt en kristni- boði, af því að hún gerir miklu minni siðferðiskröfur. Hefir jafnvel landsstjór- inn í Súdan skorað á kristniboðsfjelög að senda trúboða. Fyrir 6 eða 7 árum voru samtök gerð í Danmörku til að liefja kristniboð í Sú- dan. Aðalkristniboðsfjelagið danska vildi ekki leggja út í það, þar sem það hafði kristniboða áður bæði í Iíína og á Ind- landi. Er því þessi »Súdan-mission« Dana alveg sjerstakt fjelag. Árið 1913 sendi það 3 kristniboða tii Súdan, en nú eru þcir orðnir 13, og 7 eru við undirbúningsnám. í Noregi er nýlega tarið að vekja áhuga á kristniboði i Súdan. Kristniboðinu miðar allvel áfram út um heiniinn, þrátt fyrir öll ófriðarútgjöld. Framkvæmdarstjórar 13 enskra kristni- boðsfjclaga áttu fund með sjer i London 17. apríl s.l. og sögðu þeir allir, að gjafir til kristniboðs færu sívaxandi. Tíu fjelög höfðu haft meiri árstekjur árið sem leið en nokkru sinni fyrri. Kristniboðsfjelagið kirkjulega (Church Missonary Society) hafði fengið yíir 400 þús. og breska og erlenda biblíufjelagið nærri 300 þús. pund sterling (eða talið i krónum: um 7200000 og 5400000 kr.). Metódista-kirkjan í Norður-Ameríku er að safna sjer afmælissjóð til minningar um, að kristniboð liennar varð 100 ára í vetur. Sjóðurinn á að verða 85 milljónir dollara, á að nota 40 milljönir til heima- trúboðs, og annað eins til endurreisnar ónýttum eignum af ófriðar völdum. Leikmannahreyfing sú, er styður kristniboð baptista í Norður-Ameriku safn- aöi einni milljón dollara í mars í fyrra. — Vitaskuld eru þessar háu tölur harla lág- ari þegar þær eru bornar saman við ófrið- ar útgjöldin. En vert er þó að minnast Þeirra, þvi að þær benda á að Kristsmenn Þafa ekki lagt árar i bát, þótt margt hafi kallað að og mikið hafi verið — og sje enn — djöfulæðið í heiminum. í Ameríku heíir verið stofnað Mið-Af- riku kristniboðsfjelag, (»Africa-Inniands- missionw), í likingu við fyrnefnt fjelag i Kina. Formaður þess, Iíarl E. Hurlburt, kom frá Afríku heim til sín haustið 1916 og bað fjelag sitt um 100 nýjakristniboða. Vorið eftir voru komin um 100 tilboð og um haustið 1917 fóru 50, sem nægan und- irbúning höfðu fengið, af stað til kristni- boðsins, og síðan hafa 20 bæst við. Þeir starfa aðallega í Kongo-ríkinu. Bolsjevíkar i Ungarn hafa ekki gengið annan eins berserksgang og stefnu- bræður þeirra í Rússlandi. En ekki eru þeir samt miklir prestavinir eins og sjá má af þessari fj'rirskipun stjórnar þeirra: »Fólk, sem stundar enga líkamsvinnnu, hefir engan atkvæðisrjett, livorki »aktivan nje passivan«, og má þar til telja: Kaup- menn, presta, munka, geðveika, ófullveðja og sakamenn«. Pað er varla von að prestar og kaup- menn sjeu velánægðir með fjelagsskapinn. Sömuleiðis fyrirbauð stjórnin alla krist- indómskenslu í opinberum skólum. Ennú er þessi stjórn oltin úr valdasessi. Allir þessir sömu menn hafa engan at- kvæðisrjett í Rússlandi nú, og bændur hafa því aðeins atkvæðisrjett að þeir hafi engan vinnumann. Ilafi þeir vinnumenn »lifa þeir á annara sveita«, og eru settir á bekk með prestum, glæpamönnum og kaupmönnum! Heima. Dágott sýnishorn. Bolvíkingar hafa livaö eftir annaö fariö fram á, að ía sjerstakan prest og frumvarp í þá átt var lagt fyrir neðri deild alþingis og sömuleiðs annað, er fer fram á að Kálfa- tjarnarprestakall haldist óbreytt. Allir l unnugir kirkjulega sinnaðir menn eru sammála um, að öll sanngirni mæli með því, að löggjafarvaldið verði við þess-, um óskum safnaðanna. — En hvað gerir alþingi ? Það vísar frumvörpunum til nefndar, sem kunnugir fullyrða um, þeg- ar þetta er ritað, að muni ekki hafa fyr- íi' þvi að skila þeim aftur, ekki veita fiutningsmönnunum tækifæri til að .næla með þessu í heyranda hljóði, en drepa frumvörpin alveg orðalaust. —

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.