Bjarmi - 01.11.1919, Síða 2
170
ÖJARMÍ
Skírn og kvöldmáltíð eru engin sakra-
menti eða náðarmeðul, sem flytji oss
gjafir drottins. Það fer ekkert yfir-
náttúrlegt fram, eða nein endurnýj-
ung andans við skírn og kvöldmáltíð.
Já, þannig kenna skynsemskumenn
og kenning þeirra er í aðalatriðum
eins og hún var fyrir hundrað árum
þegar Grundtvig rjeðist svo harðlega
gegn henni að hann kaus loks að
sleppa prestsembættinu. t*essi kenn-
ing er alveg andstæð kristnu trúar-
játningunni, sem kirkjan notar við
skírnina, en þrátt fyrir það boða ýmsir
prestar hana, enda þótt þeir hagi
framsetningunni eftir kringumstæð-
um og noti orðatiltæki og talshætti,
sem fara ekki alveg ákveðið í bága
við skýr orð trúarjátningarinnar.
Pað er hneykslanlegt, að skynsemis-
trúarprestur spyrji börnin: »Trúir þú
á Jesúm Krist, Guðs eingetinn son,
Drottin vorn, getinn af heilögum
anda,« þegar hann trúir því ekki
sjálfur, sem hann krefst að barnið
játi: Honum væri hæfilegt að konan,
sem svarar fyrir barnið við skírnina,
beindi spurningunni að honum sjálf-
um. Hvað ætli hann segði, ef hún
spyrði: »Trúir þú því sjálfur?« Það
stæði þá líkt á fyrir prestinum og
Fariseunum, er Jesús spurði þá: Hvað
líst yður um Krist? Hvers son er
hann? Og hann mundi jafnvel ekki
svara eins og þeir, því að hann mundi
ekki geta látið nægja að segja að
Kristur væri ekki annað en maður,
því að skynsemistrúarpresturinn hefir
lofað að boða Guðs orð samkvæmt
kristinni trúarjátningu. Hann mundi
því ekki svara spurningunni hreint og
beint með jái eða nei-i, heldur koma
með vafninga og langa skýringu. —
Hann mundi, líkt og Lúther segir í
öðru sambandi, svara eins og munn-
ur hans væri fullur af heitum graut:
»Mum, mum, guðdóm Iírists á ekki
að skilja á þá leið, mum, mum, hann
er andlegs eðlis, mum, mum. Vjer
erum öll synir og dætur Guðs, já
víst erum við það, mum mum, og
þess vegna getur þú vel játað spurn-
ingunni, sem jeg spyr við skírnina,
mum, mum.«
En hvað sagði Jóhannes postuli?
Hann sagði að sá andi, sem ekki ját-
aði að Jesús væri kominn í holdinu,
væri ekki frá Guði. Minnumst þeirra
orða, því þar er prófsteinn andanna,
sem hægt er að treysta, og hann er
svo einfaldur og blátt áfram, að hvert
barn getur skilið hann. »Trúir þú á
Jesúm Iírist, Guðs eingetinn son,
Drottin vorn?« t*að er spurningin,
sem hljómað hefir nálægt 19 aldir í
öllum kristnum löndum og hundruð
miljónir hafa játað þeirri spurningu.
Það er spurning kirkjunnar til hvers
einstaklings, sem óskar upptöku í
kristna kirkju, og sú kenning er flutt
frá altari hverrar kirkju vorrar á
helgum dögum, þegar sagt er: »Son
þinn, Jesúm Krist, Drottin vorn, sem
með þjer lifir og ríkir í einingu heil-
ags anda, sannur Guð frá eilífð til
eilífðar.«
Þetta lónar skynsemskupresturinn
við altarið og söfnuðurinn svarar:
Amen, og siðan gengur prestur í prje-
dikunarstól og byrjar með heitum
graut í munninum : »Mum, mum, kæru
tilheyrendur, það á að skilja það alt
andlega, en eklu svona blátt áfram
eftir bókstafnum. Mum, mum, jú vit-
anlega er Kristur Guðs son. Vjer er-
um öll góð Guðs börn. Mum, mum!«
Nú ætla jeg ekki að segja meira
um skynsemistrúarpreslana í dag. Það
líkar mörgum vel við þá.
Kristindómurinn, sem þeir boða,
er svo góðlátlegur og framkvæman-
legur, kemur einkar vel ráðvöndu
fólki og veldur engum heilabrotum.
Það voru einnig margir samtímamenn