Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.1919, Side 4

Bjarmi - 01.11.1919, Side 4
172 BJARMI að þeim, svo þau urðu fegin að bíta grængresið í móunum. Smámsaman kom kyrð á lamba- hópinn, og settist Guðríður þá með prjónana sína og fór að prjóna. Kyrðin og veðurblíðan sefaði harm litlu lambanna, og ósjálfrátt fann Guðriður að hún var sjálf undir söinu ábrifum. Eða bafði ekki kyrðin og næðið í sveitinni fjarlægt til muna endurminningar liðinna tíma frá huga hennar? Og var ekki blessuð sólin altaf að verma og liressa bjarta hennar, svo að jafnvel hún gal glaðst yfir líðandi slund? Eins og nú. Sólin skein á ungu blómin, sem blærinn vaggaði, og fuglarnir keptust við að byggja hreiður sín. Voru þetta ekki altsaman vonargeislar, sem áttu er- indi við liana sjálfa? Erindi þeirra var að reyna að glæða vonir hennar og bressa veiklað geð bennar. Hún fann það, og hilt vissi hún vel, hvað líf hennar var orðið snault af öllu björtu og fögru, svo kalt og autt eins og ísi falin fold, sem löngu hefir sagt skilið við allan gróður; — og þó skein ávall bjartur geisli á veg hennar; úr björtum barnsaugum las hún um óbrigðult traust og ást barns- ins sins. Barnið hennar! Hún leit þangað sem Ella litla sat og var að leika sjer að smásteinum, sem hún hafði tínt sjer i lirauninu. Þelta blessað barn, sem bún elskaði af öllum mætti veiklaðar sálar sinnar, var það dæmt fyrirfram af ógnandi, þungu örlaga- veldi, til þess að lifa gleðisnauðu lífi munaðarleysingjans, og deyja að lok- um dauða einstæðingsins? Eða ætlaði blessuð sólin að verma æfiveginn hennar, lýsa henni, gleðja hana með Ijósi og yl? En heimurinn! Kaldur, miskunar- Jaus heimurinn, sem grýlir og fótum- treður lítilmagnann, og gjörir gys að tárum föðurleysingjans? Hún hafði sjálf verið stödd á hjarni heimsins. Átti það einnig að verða hlutskifti barnsins hennar? Hún beit á vörina og það komu hrukkur á enni hennar. Hún sjálf! Eiginlega var hún fyrir löngu hætt að hugsa um sjálfa sig sem sjálfstæða persónu. í eigin augum var hún einna líkust riddarapeði á skákhorði, sem æfður taflmaður skákar fram á taflborði lifs- ins, til sóknar eða varnar, til lífs eða dauða, rjetl eftir áslæðum þess, er leikinn átti. Auðvirðilegt peð, sem enginn gefur gaum að. Og þó bar sjerhver dagur kærleika og samúð i skauti sínu handa henni. Gat hún nokkru sinni gleyml syst- urlegum viðtökum þórunnar fóstur- systur sinnar, þegar hún kom hrakin og hrjáð, þreytt og úrvinda af liarmi og vonbrigðum og leitaði á hennar fund? Átti hún að gleyma jafnótt og hún naul umhyggjusemi og vináttu. sem best kom i ljós þegar í raun- irnar rak? Og þegar blessuð sólin skein jafnglatt og í dag, hlaut hún að hrinda brott harmi og sorgum og horfa á fegurð sumarsins. Hún fór nú aftur að eltast við lömbin, sein fengu nýtt óróakast á eftir miðdegisværðinni. Von bráðar tókst að koma þeim saman í lióp og þreytt eftir spreltinn settisl Guðríður niður til þess að hvíla sig, en hugs- anir liennar tóku jafnskjólt á nýja rás, — burt, burt. — — Hvað líf hennar liefði getað verið yndislegt, ef — ef — liún hefði ekki sjálf spilt því. Ef hún hefði ekki brotið á móti rödd Guðs og samviskunnar. Ef hún hefði farið að ráðum góðra manna og gælt sín betur fyrir glaurn og gjá- lííi. En það var of seint sjeð. Hún hristi höfuðið og horfði mæðulega á (Frarahnld á C. hls.).

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.