Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1920, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.05.1920, Blaðsíða 4
84 ÓJARMÍ »Segðu mjer eitt, Hvatur minn, minn- ir hún þig ekkert á hana Stellu litlu okkar?«. Frú Emma horfði á mann- inn sinn og var ekki gott um að segja hvað það var sem bjó í augna- ráði hennar. »Það held jeg ekki«, svaraði hann. »Það væri líka næsta ólíklegt«. »Jæja, hver veit samt?«, svaraði frúin, hugsandi. »En skoðaðu mynd- ina af henni vel, og gættu svo að hvort þú sjerð ekki svip með þeim, það er svo gaman að athuga andlits- myndir«. »F*ú hefðir átt að verða mynda- smiður«, sagði hann hlæjandi. »En nú dugar ekki annað fyrir okkur en herða vel á klárunum, það er farið að skyggja«.------- Þegar hjónin riðu i hlaðið á Borg var orðið dimt. Enginn var úti við. Þau hugðu því alla í fasta svefni og varð hálf bilt við, þegar Manga gamla kom fram í þæjardyrnar með ljóstýru í hendinni. Læknirinn fór að sinna hestunum, en frúin kastaði kveðju á ráðskon- una, sem var auðsjáanlega eitthvað stúrin, því hún tók kveðju frú Emmu næsta fálega. »Við erum seint á ferðinni«, sagði frúin í afsökunarskyni. »IJjer áttuð ekkert að vera að vaka eftir okkur, Margrjet mín, þess gerðist engin þörf. Hvernig hefir ykkur liðið? Hefir Ella ekki verið þæg? Hún er víst sofnuð fyrir nokkru, blessað barnið? Jeg sje að það er ekkert ljós i svefnberberg- inu okkar, svo jeg geri ráð tyrir að þjer hafið háttað hana í rúmið yðar«. Manga sagði ekkert á meðan frúin Ijet dæluna ganga, um leið og hún fór úr reiðfötum sinum. »Hvað jeg er feginn að vera kom- in heim aftur!« hjelt hún áfram, »og þá held jeg elsku Ella litla verði nú kát, þegar farið verður að taka upp úr hnakktöskunni. Sitt af hverju fær hún, sú litla. Eruð þjer annars eitt- hvað lasin, Margrjet, þjer eruð svo óvenju fálát?« spurði hún alt í einu og leit framan Möngu, sem stóð með Ijósið í hendinni í sömu sporum á bæjardyragólfinu og starði steinþegj- andi á frúna. »Lasin! Nei. Það er jegekki«, stnndi hún upp. »En það liggur reglulega illa á mjer, frú min góð, út af því sem kom hjer fyrir í dag. — Guð hjálpi mjer! Jeg veit varla hvernig jeg á að orða það. Það er svo voða- legt. — Hún, barnið, hún Ella litla er — — »Er hvað!« greip frú Emma frain i og þreif um handlegginn á Möngu. »Er horíin« svaraði Margrjet kjökr- andi og brá svuntuliorninu upp að augum sjer. »Eins og jeg ætlaði mjer þó að gæta vel að hennil« Hvatur læknir kom inn i þessum svifum og fjekk sömu frjettirnar. Hon- um brá allmjög í brún, en sagði fátt. Hann studdi konu sína inn i svefn- hús þeirra hjóna. Setti þá að henni ákafan grát. Maður hennar reyndi til að hughreysta hana með því að segja henni að barnið hlyti að finnast. Hún hefði rölt eitthvað burt frá bænum, hefði svo sofnað úrvinda af þreytu, og mundi eflaust finnast. Hann ljet þess ekki getið hve villugjarnt var í hrauninu, sem var nálægl bænum. Manga sagði þeim svo það er hún vissi seinast um Ellu litlu. »IJað bar eitthvað ofurlítið á leiðindum í henni, eftir að þið voruð farin. Hún var þó róleg og góð að leika sjer inni í búri hjá mjer, á meðan jeg var að skamta fólkinu og þetta nokkuð. Öðru hvoru bað hún mig að lofa sjer að fara út, en jeg þorði það ekki meir en svo, og hún gerði sjer gott af því. (FriO-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.