Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1920, Blaðsíða 15

Bjarmi - 15.05.1920, Blaðsíða 15
ÖJARMÍ 95 r?-.....-■=== ' - -=^ Hvaðanæfa. Heima. íslensk menning heitir ritstjórnar- grein i nýja blaðinu Auslarland, 4. og 6. tölubl. þ. á., þar sem fullyrt er að menn- ing vor íslendinga sje »óþjóðleg, rótlaus menning«. Skiftar eru skoðanir um það að sjálfsögðu, og eins um dóma höf. um skóla vora. Uppeldisfræðingarnir svari því. Fjarri fer því að greinin sje skrifuð frá sjónarmiði Bjarma alment, en því eft- irtektarverðari fyrir nýmælamenn í trú- ■arefnum eru ummæli höf. um kirkjumál- in. Hann segir (sbr. 4 tbl. Austurlands): oKennimenn kirkjunar (hjer á Iandi) hafa barist um trúarbrögðin, sumir hafa hald- ið í krossinn tveim höndum og sagt hann helgan dóm. gæddan kraftaverkum og mátt- aranda, hinir hafa brotið hann sundur ögn fyrir ögn og reynt að sýna fólkinu, að hann væri að eins trje, að vísu trjc sem eins og önnur trje, væri frá Guði runnin, en mannanna smíði hátt og lágt. Enn aðrir hafa látið anda ganga Ijósum log- um um borð og bekki, í mönnum og lilut- um. Og ekkert hefir verið reynttil þess að draga úr hinum skyndilegu áhrilum eða beina þeim inn á rjettar brautir. Um- hverfis liugi æskumannanna hefir þotið hringiðastaðhæfingaoghugarílugs,straum- Ur nýrra og óvæntra stefna og atburða, lair oröið til þess að leiðbeina eða kryfja til mergjar«. Vinir nýguðfræðinnar, eru vinsamlega beðnir að íhuga þessa fáorðu lýsingu ritstj. Austurlands á deilunni milli gömlu og nýju guðfræðinnar. Hann lítur svo á, eins og rjett er, að kjarni ágreiningsins sje um krossinn Krists. — En mjög skjátl- ast honum ef hann heldur að þeim hafi tekist að »brjóta hann ögn fyrir ögn«. Kross Ivrists hefir orðið fyrir snarpari árásúm fyr og síðar en í voru fámenni — og staðist. Kraftur hans er sigursæll. Kn sorglegt er það í meira lagi, ef rödd þessi er rödd fólksins, og vor áhugalitla, efagjarna þjóð heldur að goluþytur ís- lenskra nýmælamanna hafi mölbrotið krossinn Krists. — Ægileg ábyrgð þeirra sem valda — og hræðilegar afleiðingar i ‘yrir trúgirnina, sem í blindni hleypur eítir hverjum nýjum goluþyt. — Pvi van- | trú fylgir synd, og syndinni skömm og glötun einstaklinga og — þjóða. — Höf. sjest yfir að geta þess að það er- um einmitt vjer, er shöldum krossinn tveim höndum«, sem reynum að endur- lífga trú feðra vorra og starfa i anda passíusálmanna, og erum þannig á þjóð- legum grundvelli. Óviðurkvæmilegt orðalag út af krislirr- dómskcnslunni síðar í sömu grein, er væntanlega fremur ógætnis en ásetnings- synd, en verður þó að áteljast. lladdir. Skrifað i visnabók ungrar stúlku, þegar móðir hennar lá fárveik. 1. Pótt jeg óski’ af öllu hjarta að þú lifir daga bjarta, laus við alla sorg og synd; þetta varla þannig skeður, því að Drottinn visku meður blandar sorg í lífsins lind. 2. Sorgin oft er sár að reyna, samt hún eykur trúna hreina, sje hún skoðuð rjett og rótt. Trúna á Guð jeg tel það besta til að veita gæfu mesta, auka gleði, ella þrótt. 3. Ef að sorgin okkur leiddi, eða jafnvel þótt liún neyddi fast að krossi frelsarans. Petta henni þakka megum, því hið besta sem vjer eigum er líknarfaðmur lausnarans. 4. Mundu þetta, meyjan blíða, maður engu þarf að kvíða þegar Guð er honum hjá. Ef að Drottinn á þitt hjarta', eignast muntu framlíð bjarta og um síðir sigri ná. y- Biblíumyndir, einkar lientugar öll- um barnaskólum og sunnudagaskólum, er afgreiðsla Bjarma fús að útvega. Eru 12 litmyndir eftir vönduðum málverkum festar á kefli, hver 27x37 cm. stór, og límd á Ijereft; flokkarnir eru 2, 12 myndir úr gamla testamentinu í öðrum og 12 úr nýja testamentinu í hinum. Verð livers Ilokks aðeins kr. 3,50 að meðtöldu burð- argjaldi frá Reykjavík. Aðrar biblíumynd- ir, meira en tvöfalt stærri, fjölmargar teg- undir, má og útvega frá alþjóða sambandi sunnudagaskólanna. Gefur það út slíkar 52 myndir árlega, miðaðar við sunnu- dagaskólatexta hvers árs. Eru þær i 4 llokkum, 13 á hverju »kefli», ekki undir límdar, en enskir sálmar ol'tast prentaðir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.