Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.05.1920, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.05.1920, Blaðsíða 1
BJARMI E KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ = XIV. árg. Reykjavík, 15. maí 1920. 11—12. tbl. 'Tri'iið ekki sjerhverjum aixda, hcldur reijnið andaixa, Iworl pcir sjeu frá Guði. 1. Jóh. 4. 1. Andatrú og kristindómur. Eftir sira Pórð Tónxasson í Horsens. Um þessar mundir er mikið rætt og ritað um andatrú. Rað er eins og að myrkur og öm- urleiki heimsstyrjaldarinnar hafi gert hugi manna móttækilegri fyrir drauga- trú í þessari æfagömlu mynd, svo að hún jafnvel ætli að komast í önd- vegi. Úti í menningarlöndunum miklu vinnur hún áhangendur í stórhópum. Kynslóðin hafði liðið skipbrot á skerj- um andlausrar efnisliyggju. í dauða- teygjunum þrífur hún nú í þella hálm- strá og hjrgst að linna huggun og von í »öruggum sönnunum«') þess, að sálin liíi eftir dauðann — jafnvel von um tilveru, er sje óháð öllum smá- munalegum trúar- og siðgæðiskröf- urn. Eins og að andaheimur »spiri- tista« sje svo haganlega hafinn yfir »greinarmun góðs og ills«. Enn sem komið er verður ekkert fullyrt um raunverulegt gildi »tilraun- anna«*). Sumir halda því fram, að þar sje aðallega að ræða um kæn- lega gjörðar sjónhverfingar. Aðrir ætla, að fyrirbrigðin sjeu eingöngu sálar- fiæðilegs eðlis. Andatrúarmenn sjálfir fullyrða, að þeir með fulltingi miðl- anna nái ábyggilegu sambandi við ’) Auðkent hjer. anda hinna framliðnu. Loks mætti og hugsa sjer, að upptök andatrúar- hreyfingarinnar stafi frá »andaverum vonskunnar«, sem Páll postuli nefnir »heimsdrottna þessa myrkurs« (Efes. 6, 12). Eins og enn standa sakir, verður engu slegið föstu um það, hvað er sönnu næst i þessum efnum. Til þess er málið ekki nægilega upplýst. Anda- trúin er á þvi sviði, þar sem engu tjáir að beila öðru en strang-vísinda- legum rannsóknum hálærðra og sam- viskusamra manna. En svo mikið virðist þó vera aug- Ijóst, að sje hjer að ræða um eitlhvað frá öðrum heimi, þá eru það þó í öllu falli ekki andar úr ríki Guðs og ljóssins, sem gjöra vart við sig. Þessa fullyrðingu staðfestir heilög rilning tvímælalaust. Regar í gamla testamentinu eru . þeir, er wleita frjelta af framliðnum«,[ taldir »Drottni andstyggilegir, ogfyijir slíkar svívirðingar rekur Drottinp* Guð þinn, þá burt írá augliti sínu« , (V. Mós. 18, 11—12). Og Jesús varar sjálfur við þvi, að gefa sig að fölskum og lláráðum leyndardómum, sem hafðir muni vei ða á takteinum á hinum síðustn tímum, »til þess að leiða í villu, ef verða mætti, jafnvel útvalda« (Matt. 24, 23 -2(5). En hjer við bætist, að vitneskja sú um »andana«, sem andatrúarmenn hafa upp á að bjóða, er svo nauða

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.