Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1921, Síða 3

Bjarmi - 01.02.1921, Síða 3
BJARMI 31 gætir náð sambandi við horfna ást- vini, ef þú fyndir ekki Guð? — Orðin »í dag« merkja og minna á, að nú sje Guð að finna. Er því svo varið í raun rjettri? i3að getur átt vel keima um Pál, Ágústinus, Lúter og Grundtvig, sem trúðu, að þeir mættu Guði í raun og veru í Jesú Kristi, — en getum vjer nútíðarmenn trúað orðunum »í dag«? »Vegurinn til Guðs!« (segja menn). Vjer þekkjum margar leiðir til hans. Getum vjer ekki kynst Guði í fjöl- mörgum göfugum mönnum, t. d. Búddha, Sókrates og Konfuzíus, jafn vel og í Jesú? Og sömuleiðis í þvi bezta í sjálfum oss? Er ekki hið hezta í sjálfum oss dálítill guðmaður, er sýnir oss, hvernig Guð er? — Þannig er hugsanaferill »únítara«. Vel veit jeg, að »únítarismus« er oft sundurleitur, en þetta er að minsta kosti alment sjerkenni hans. — Eða sjáum vjer ekki Guð í náttúrunni? Sjáum vjer hann ekki í sólunni, sem lýsir og lífg- ar og vermir, eða í veldi hafsins, eða í undursamlegum yndisleik norður- Ijósanna? — Getum vjer ekki þreifað oss áfram eftir þeirri braut og fundið Guð? — Þannig talar náttúruskoðun- ar-trúrækni vorra tíma, er lætur mik- ið á sjer bera, að minsta kosti i Dan- mörku. Báðar þessar stefnur benda á vegi til Guðs, án Jesú. — En er þetta vegur til Guðs? Jeg neita því hiklaust. Jeg trúi því, að Guð sje jafnt í norðurljósunum, í Samvizku minni og í siðfræði Sókra- tesar, en ef jeg þekti ekki Jesúm, oiundi jeg ekki trúa því. Jeg var einu sinni að prófa í kennaraskóla í Kaup- oiannahöfn, og spurði þá unga stúlku: *Af hverju vitið þjer, að Guð hefir skap- að heiminn?« Iiún svaraði hiklaust: »^að veit jeg vegna trúar minnar á ^esúm Krist«. — t*að var einkennilega, en i raun og veru ágætlega svarað. Getum vjer kynst Guði i náttúrunni? Jeg gæti talað stundum saman um náttúruna samkvæmt athugunum sjálfs mín, en jeg ætla að leyfa mjer að n'efna aðeins eitt dæmi. Jeg safna skorkvikindum, og ofl hefir það kom- ið fyrir, að jeg hefi horft á dálítinn maðk skríða órólega fratn og aftur, eins og hann væri hræddur; við og við snýr hann höfðinu við og bítur í hlið sjer. Jeg veit, hvað að er. Vesa- lingurinn er »stunginn«; það er komin sníkjugeitungs-Iirfa inn í hlið hans og etur hann upp að innanverðu — og það er sárt. Mjer finst sem jeg sjái hjer niður í hyldýpi óskiljanlegra þjáninga. Ekkert hefir vesalingurinn unnið til saka. Hvar getur þú sjeð Guð í slíku? Finnir þú Guð í norð- urljósunum, ættir þú að geta fundið Guð einnig i þessu. Nei, ef vjer hefð- um ekkert annað en nátlúruna við að styðjast, gætum vjer alveg eins trúað, að djöfullinn hefði skapað heiminn eins og að Guð hafi gert það. Reynsla liðinna alda ætti og að vera oss viðvörun. Á mentunarlíma- bilinu, 18. öldinni þótlust menn al- fróðir og þóttust þekkja Guð vegna náttúrunnar. En þá kom jarðskjálft- inn mikli 1753, er lagði Lissabon í rústir, og þá skalf trú margra manna sem strá í stormi. Hvernig gat Guð verið i náttúrunni, er náttúran ljet annað eins verða? En þá er hugsanaferill »únitarism- ans«: að vjer þekkjum Guð af því að hann sje í hverjum manni. Ja, jeg get vitanlega ekki sagt um þig, og ef þú segir, að dálítið af Guði sje í þjer, þá verð jeg að lúta. En jeg get sagt um sjálfan mig, — og þar er ekkert! Guð er í mjer sem krafa, ogjegjáta: Guð er í mjer sem kraftur, en jeg veit með sjálfum mjer, að þennan kraft verð jeg að sækja utan að til Jesú Krists.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.