Bjarmi - 01.02.1921, Qupperneq 6
34
BJARMI
lindir. Fjarri sje oss hávaði Nazaret- |
búa, segjum fremur hvor við annan:
Ver kyrlátur í návist Jesú.
Eða hefir þú aldrei kæft niður
rödd Jesú er þú vildir sjálfur ráða,
sjálfur ráða um hagi þína hjer og
annars heims. Hált láta raddirnar á
vorum dögum, eins og þær legðu
kapp á, að ekki heyrðist til Jesú, er
menn þykjast geta sjálfir búið til
hjálpræðisvegi. Fú getur vitanlega
reynt að gera betur en hann. — En
þá er skylda mín, að benda þjer á,
að þú ert að þagga niður rödd Jesú,
því að hann hefir sagt: »Jeg er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið, — það
kemur enginn til föðursins nema fyrir
mig«. Hann er vegurinn, ekki til
»astral«-heims, því lofaði hann ekki,
heldur til Guðs.
Vjer getum vissulega á vorum dög-
um yfirgnæft rödd Jesú. þegar ófrið-
urinn skall á, var hún sannarlega
kæfð niður af keisurum og ráðherr-
um, prestum og blaðamönnum. Og
meðan ófriður stóð, báru dunur fall-
byssu-báknanna hana fyllilega ofur-
liða. Og i þjóðfjelags- og stjórnmála-
lífi voru, — hve mjög yfirgnæfa þar
flokkadrættir og smásmygli svo rödd
Jesú nýtur sfn ekki! Guðspjöll þessa
dags í báðum textaröðum segja frá
þvi sama: 1 Nazaret og á pálma-
sunnudag. Hvernig fór á pálma-
sunnudag? Hvað sagði hann? Vjer
vitum það ekki. Hvað hugsaði hann?
Vjer vitum það ekki. Þögull sat hann
á asnanum er lýðurinn æpti um-
hverfis. Lýðurinn yfirgnæfði rödd hans
með fagnaðarópum sínum.
í Nazaret var það, eins og sagt
var, af þvi hann sagði þeim sann-
leikann, sannleikann um sjálfa þá.
Nú stend jeg hjer gagnvart alvöru-
gefnum hugsandi mönnum og er
sjálfur alvörugefinn maður. Kirkjan
hefir alið upp kynslóðir vorar i 1900
ár, svo vjer ættum að þola sannleik-
ann sagðan um sjálfa oss.
Pú ert óhœfur, eins og þú ert, það
er sannleikurinn um þig.
En jeg hefi einnig gleðiboðskap að
flytja þjer, áheyrandi minn. Sann-
leikurinn um Guð og sannleikurinn
um sjálfan þig eiga saman. Og ef
þú kemst að raun um sannleikann
um sjálfan þig, þá verður þjer einnig
ljóst, að það er ekki nema einn veg-
ur til Guðs, því þá fer þjer líkt og
Chr. Riehardt, sem segir:
Da jeg laa i synd og skani
og fik mig selv i tale,
da har jeg klynget mig til ham,
som gik i Jordans dale1 2).
Hver sá maður, sem horfist í augu
við sjálfan sig og sjer hvílíkur vesa-
lingur hann er og lcctur sannleikann
um sjál/an sig falla sem hamarshögg
á samvisku sina, — hann er af sann-
leika. Það er ein af allra markverð-
uslu hugsunum nýja testamentisins í
orðum Jesú við Pílatus: »Hver, sem
er af sannleikanum, lilýðir röddu
minni«. Hver og ein alvarleg sann-
leikans leit mun, fyr eða sfðar, stað-
næmast við Jesúm frá Nazaret. Og
þá mun það koma í Ijós, að sann-
leikarnir tveir, sannleikurinn um Guð
og sannleikurinn um sjálfa oss, eiga
saman. Vjer eigum á dönsku erindi,
sem lýsa þessu greinilega:
Du som fredcn mig l'orkynder;
du en frelser, jeg en synder,
du med amen, jeg med bön,
du med naaden, jeg med skammcn,
o, hvor vi to passe sammen
du Guds salvede, Guds sön
1) »Pegar jeg lá í synd og vanvirðu
og náði tali af sjálfum mjer, pá hallaðist
jeg upp að honuni, sem gekk i dölum
Jórdanar«.
2) »Pú, sem boðar mjer friðinn, pú
frelsari, jeg syndari, pú með amen, jeg