Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1921, Síða 7

Bjarmi - 01.02.1921, Síða 7
BJARMI 35 Hvað ætlar þú þá að gjöra? Ætlar þú að þagga niður rödd Jesú eins og heimskir Nazaret búar? Ætlar þú að láta hann fara leiðar sinnar? í dag er 1. sunnudagur aðventu. — Jólin eru í nánd. Á jólahátíðin að líða einu sinni enn hjá þjer, án þess að hún geri þig að alvörugefnum hugsandi manni? Á hann að fara — og þú verða eftir, hjálparvana, vonarsnauður, án Guðs í heiminum? Eða eigum vjer að fylgja honum veginn, sem hann bendir oss á, hann sem sjálfur er vegurinn, svo vjer getum sagt þrátt fyrir alt: »Fram, fram um víða veröld og gistum i Paradís með sigursöng«. Bræðralag. (Kiðurlag). [ Samt sem áður á bræðralags liugmyndin hvergi trúfastari vini en meðal ýmsra »reformertra« manna. Alþjóðafjelögin fyrnefndu vinna öll beinlínis og óbeinlínis að eflingu hræðralags, og i Englandi, þar sem naumast nokkur innlendur maður er lúterskur, er aðalstofn »Evangeliska Bandalagsíns«, sem nefnt hefir verið hjer að framan, t*að er nú orðið 76 ára gamalt og hefir orðið mikið ágengt. »Bænavika« þess í ársbyrjun hefir rutt sjer til rúms víðast hvar í evan- geliskum löndum. Hún er jafnvel víða haldin i söfnuðum, sem ekki kæra sig um samvinnu við aðra, en þá er oftast jafnframt breytt bæna- efnunum að einhverju leyti. með bæn, pú með náð og jeg með van- virðu, enn hvað við tveir eigum vel saman, þú Guðs smurði, Guðs sonur«. Ritstjóri þessa blaðs hefir í mörg ár þýtt bænaefni »BandaIagsins« á íslensku, eins og í þetta sinn, og oft- ást nær hlutast til um sameiginlegar samkomur fyrstu viku ársins í Reykja- vik, en sjaldnast hafa starfsmenn þjóðkirkjunnar islensku kært sig um að taka þátt í þeim, enda þótt að- sókn að þeim hafi oftast verið góð. En hvort sem nokkrir aðrir evan- geliskir trúmálaflokkar eru fyrir hendi til samslarfs eða ekki, þá ætti engum bænræknum manni að dylj- ast að það er ærið vel til fallið að byrja árið með bænasamkomum, Sömuleiðis er rjelt að minna á, að trúaðir menn, sem einangraðir eru í vantrú og kulda, geta tekið þált í bræðralaginu með því að taka sjer tómstund til íhugunar og bæna í samræmi við bænaefnin fyrstu viku ársins, Hefjist einhverntíma kristileg leik- mannastarfsemi hjer á landi, svipuð i því sem nú er títt í öllum ödrum evangeliskum löndum, þá sanna prestarnir að áhrif þeirra vaxa ekki við að skorast undan öllu samstarfi við aðra evangeliska flokka, einkum þar sem »samvinnualdan« vex óð- fluga út um allan kristinn heim. Færi Bjarmi að birta greinilegar skýrslur um alla þá fundi, sem haldnir hafa verið síðustu 2 árin i þeim tilgangi fjær og nær, — einn var í Kristiariu í vor sem leið — þá þyrfti ekki ann- að efni i blaðið fyrst um sinn, Tilgangur samvinnuhreyfinganna er auðsær: að efla áhrif kristindómsins gagnvart kæruleysi og vantrú, Iæra hvorir af öðrum og spilla ekki kröft- unum með kaldranalegum deilum eða þarflausri tortrygni. Hitt er fárra ætlun, að takast muni að úlrýma öllum »sjerskoðunum«, enda í raun og væri alls ekki æskilegt. Þvi reynslan er sú, að margt af því, sem

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.