Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.02.1921, Page 8

Bjarmi - 01.02.1921, Page 8
30 BJARMI vjer eða aðrir köllum »sjerskoðanir« er svo samtvinnað dýrmætustu trú- arreynslu þeirra sem sjerskoðunum hafa fylgl, að kaldranaleg skynsemis- trú ein getur fengið heil kirkjufjelög til að sleppa sjerskoðunum. Vjer lúterskir menn mundum t. d. alls ekki græða á þvx neina andlega fjársjóði að sleppa barnaskírn, eins og baptistar, eða yfir höfuð hafna þeirri sakramentatrú, sem lútersk kirkja á meðal annars í Danmörku. — Hjer á landi hefir hún þvi miður sjaldnast notið sín, ýmist hjátrú eða vantrú stórspilt henni. Enn á hinn bóginn lxefir lútersk kirkja margt gott lært af reformert- um. í biblíulestri, bænrækni og ýms- um starfsaðferðum eru þeir oss fremri. Skilyrðin fyrir kristilegu bræðra- lagi og samstarfi við og við eru mörg eftir því sem til kann að haga. Fyrst og fremst verða rnenn að koma sjer saman um einhvern grund- völl og bera það traust hvorir til annara að þeir standi allir á þeim grundvelli. Stundum hafa komið fram raddir um að allir þeir, sem trúa á einlivern guðdóm, ættu að vinna saman. Við þann grundvöll geta únítarar sætt sig, sömuleiðis margir skynsemislrúar- menn í kristnum og heiðnum trúar- fjelögum. En hinir, sem trúa þvi að Jesús Kristur sje frelsari mannanna og það sje satt sem hann sagði: »Enginn kemur til föðursins nema fyrir mig«, skorasl venjulega alveg undan að vinna að trámálum á svo óákveðnum »grundvelli«, sem »ein- hver guðstrú« er. Enginn hygginn maður vinnur að stjórnmálum með ákveðnum and- slæðingum í þeim málum; fásinna væri og að vinna að siðferðismálum með þeim, sem hafa alt aðrar skoð- anir á hvað sje siðgæði en maður sjálf- ur, — enn fráleitara er þó ef Krists- trúarmenn ætluðu að vinna að trú- málum með Kristsafneitendum. Vantrú og hálftrú kallar það að vísu þröngsýni að skorast undan slíkri samvinnu, en talar þá annað- hvort móti betri vitund eða með fá- dæma skilningsskorti á kristinrti trú. Rómversk kirkja telur auk Ivrists- trúarinnar hlýðni við páfann svo mikið aðalatriði, að hún hefir jafn- an tekið því mjög fálega hafi ein- hverjir hennar starfsmenn viljað vinna með evangeliskum mönnum. Biskupa- kirkjan enska hefir til þessa talið samfelda biskupavígslu frá dögum postulanna svo mikið aðalatriði að prestum hennar hefir t. d. ekki verið leyft að vera til altaris með »ulan- þjóðkirkjumönnum«, en nú er það rnikið að lagast. Jesús Kristur, guðsson, krossfestur og upprisinn, frelsari og friðþægjari mannanna er eini öruggi og nægilegi grundvöllurinn. Sje út fyrir það farið drepur helkaldur guslur efasemdanna allan samvinnugróður, — og sje hann gerður þrengri kafnar gróðurinn í sjerkredduþyrnum. — Er um þau efni mikið talað og skrifað nú víða um krislin lönd, þar sem þessi sam- vinnumál eru á dagskrá. Og verður vænlanlega tækifæri til að víkja að þeim málum frekar bráðlega. Síra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu og síra Guðlaugur Guðmundsson á Stað í Steingrimsfirði segja af sjer prestsskap frá næstu fardögum. Sira Jónmundur Halldórsson á Stað í Grunnavík varð fyrir pvi óláni, að ibúð- arhús lians brann til kaldra kola í f. m. Hafði liann nýlega rcist pað mcð miklum dugnaði. P. Björnsson guðfræðikandídat frá Bæ ljekk meiri lilula atkvæða við prestskosn- ingu í Sauðlauksdal i vctur, cn Mbl. segir að kosningin muni hafa verið ólögmæt.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.