Bjarmi - 01.02.1921, Síða 11
BJARMI
39
Farðu varlega með brákaða reirinn.
Yfðu ekki ógróin sárin, og engin sár
svíða meir en þau, sem syndin veitir.
En til þess að þú getir þetta, þarftu
sjálfur að vera í innilegri sameiningu
við hann, sem einn fær til fulls grætt
öll synda sár. Mannkyns-frelsarinn,
Jesús Kristur, þarf að vera vinur
þinn og frelsari, leiðtogi þinn, ljós
þitl og lif. Án hans megnar þú ekkert.
Til þess að verða samverkamenn
Krists, þurfið þjer að ganga honum
á liönd, helga honum vilja yðar og
áform öll, slörf yðar og gjörvalt líf-
erni. Og þá mundu hörðu, kærleiks-
Iausu dómsorðin hverfa, og þá yrðu
þeir færri, sem brotsjóar lífsins bera
upp að strönd dauðans. — — —«
» Þetta var einkennileg líkræða«,
sagði kona við manninn sinn, á leið-
inni upp í kirkjugarð. »Jeg hugsaði
að hann mundi lýsa konunni eitt-
livað og segja frá helstu æfi-atriðum
hennar, eins og prestar gjöra vana-
lega. Mjer var sagt silt af hverju um
þessa lconu, og jeg er viss um, að
það hefði getað verið holl hugvekja,
liefði presturinn vikið eitlhvað að
því«.
»Eiginlega varðar okkur alls ekk-
ert um æfi-atriðin liennar«, svaraði
maðurinn. »Og mjer fansl hvert orð,
sem presturinn sagði, snerta mig.
Við eigum eílaust öll meiri og minnl
sök á því, þegar einhver ferst í
myrkrinu«. — (Krh.)
E. H. Kvaran lofar nú íslenzku kirkj-
una fyrir frjálslyndi (vilanlega vegna af-
stöðu liennar gagnvarl andalrú), »þótt hún
sjc ckki fyrirferðarmikih'. »Austurland«
getur þessa, en bætir við:
»En stórlega mun það samt efasami,
hvort »frjálslyndi« hennar cr henni nokk-
ur vörn. Mun rjettara að líta á það, eftir
eðli þess, sem vott veikleika hennar,
glundroða og hirðuleysis, heldur en ávöxt
sannrar víðsýni og andlegrar tignar«.
Kirkjusöngurinn
og söngleysið i barnaskólunum
heitir eftirtektavert erindi í »Hlin« IV.
(ársriti norðlenskra kvenna) eftir húsfrú
Guðríði Sigurðardóttur Líndal á Holta-
stöðum.
Hún vill láta leggja miklu meiri rækt
við söngkenslu í kennaraskólanum og
barnaskólum en gert er víðast, og skorar
á kirkju-organista, að stofna söngilokka i
liverri sókn.
Leyfir Bjarmi sjer að birta nokkra
kaíla úr þessu erindi, sem á mikið erindi
til þjóðar vorrar:
»Áður fyr var sungið til lesturs á liverju
heimili á öllum helgum dögum, og Passíu-
sálmarnir alla langaföstuna út. Pá lærðu
unglingarnir auðvitað lögin og sálmana
af fullorðna fólkinu. Nú má lieita, að
aldrei sje sungið til lesturs í heimahús-
um, sjaldan messað nema á stórhátíðum
og þegar fermt er, og i þau fáu skifti,
sem messað er, syngja að eins örfáar
manneskjur með organistanum, og það
er þá oftast eldra fólk, sem kann lögin
frá ungdæmi sinu. Það er nú svo komið,
að unga fólkið kann ekki algengustu
sálmalögin og getur því ekki sungið með,
þó það fegið vildi, og þó það hafi bæði
góða söngrödd og sönghæíileika. Petta
er nú ekki sjerlega skemtilegl fyrir org-
anistana, og þegar þá þar við bætist, að
hljóöfærin í mörgum kirkjum eru svo
mikil gargön, að enginn maður með sæmi-
legu söngeyra mundi þola slikt í sinum
eigin húsum.
Eigum vjer nú að láta þella fara sem
fara villV Að nokkrum árum liðnum kann
líklega cnginn, sem ekki spilar á eittlivert
hljóðfæri, nokkurt sálmalag. Eigum vjer
að fljóta sofandi að feigðarósi? Á það að
sannast á oss, sem Steingrimur Thor-
steinsson sagði einhvern tima: »Par, sem
söngur dvin, er dauðans ríki dumhs á
strönd í klakastirðri þögn«. Á uppvaxandi
kynslóðin nær því algerlega að fara á mis
við, að læra að syngja sálmana og lögin,
sem mörg eru svo yndisleg og hátignar-
leg, í kirkjusöngsbókum vorum? Mjer
finst óþarfi að láta svo fara.
Pað þarf að stofna söngflokk við liverja
kirkju, allir að hjálpa til þess, sem á
einhvern hátt geta þeð. — Börnin verða
að koma með; barnaraddirnar prýða
sönginn svo ósegjanlega mikið. Svo eiga