Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 3
B J A H M 1 19 fyrir kjörum alþýðumanna. Hann snýr sjer til fulltrúa ýmsra fjelaga og segir, að verkalýðurinn verðskuldi sjerstakt athygli allra þeirra, er styðja vilji hina almennu velmegun. Einsog fyrir- rennari hans, Leó þrettándi og aðrir páfar, segist hann einnig vilja styrkja rjettmætar kröfur verkamanna. Hið skammarlega ranglæti, er nokkur hluti mannkynsins þann dag í dag verður að búa við, hryggir hann. Biskupa þá, er trúboða senda til heiðingjanna áminnir hann um, að þeir sjerstak- Iega skuli vinna að því, að svertingj- unum verði gefið frelsi. Hann skrifar erkibiskupnum í Bordeáux og leggur ríkt á við hann, að hann skuli af fremsta megni stuðla að því, að bælt sje hið auma og vesala ástand svert- ingjanna og tekur fram, að kirkjan hafi ætíð barist fjnir afnáini þræla- sölunnar, að hún hafi stöðugt kent, að allir menn haíi hitin sama persónu- lega verðleika og beri sömu rjettindi. þrælasalan, þetta viðbjóðslega sár og smánarblettur þjóðfjelagsins, er enn ekki algjörlega afnumin. Hann ákveður því á sama hátt og Leó XIII. og Pius X., að á hverju ári skuli i öll- um kaþólskum kirkjum safnað fje til að leysa þræla úr ánauð. Hjer yrði of langt mál að lýsa hinni fágætu og miklu stjórnkænsku Benedikts fimtánda, stjórnara kirkj- unnar fimm löng og erfið ófriðarár, án þess þó að lenda í berhögg við nokkra ófriðarþjóðina. Ennfremur yrði of langt mál að geta alls þess, er liann hefur gjört fyrir sjálfa ka- þólsku kirkjuna. Árið 1918 hafði hann þegar stofnað 4 ný erkibiskups- dæmi, 9 biskupsdæmi, 8 postuleg vikariöt og 3 prefektúrur. Dauði páfans er mjög mikið tjón fyrir mannfjelagið í heild sinni og þó sjerstaklega fyrir hina kaþólsku kirkju. Danski rithöfundurinn, Sven Poulsen, er tal hafði átt við páfann, skrifar í blaði sínu 24. október 1919: »Það skilst á öllu tali Benedikts páfa XV., að handhafi páfastólsins, er sjerlega vel heima í öllu og dæmir bæði menn og atburði með rólegri, rjett- látri og afburðar krislilegri heims- þekkingu, án sjerplægnisa. Ritstjórinn getur þess einnig i sama tölublaði, að páfinn liafi látið í ljósi mikinn áhuga á íslenskuin málefnum. Þetta er þó engin nýung. Leó páfi XIII. hafði f. d. lagt stund á fornmál vort og kunni utanbókar langa kafla úr Eddu. Páfinn er dáinn, öll hin kaþólska kristni og allir þeir mörgu, sem hann hefur hjálpað á hinum hræðilega styrjaldarlíma, harma dauða hans. Requiescat íin pace. M Meulenberg Brjef frá Kína. Á Han-fljótinu Kína, 2. nóv. 1921. Til krisiinbodsuina heima. Kæru vinir! Náðar Guðs og friðar óska jeg ykk- ur ávalt sakir frelsara okkar Jesú! í siðasta brjefi lofaði jeg ykkur áframhaldi á ferðasögunni, en afsök- unar bið jeg á að niðurröðun efnis- ins og frágangur allur er miður góður; takmarkaðir hæfileikar og kringum- stæðurnar gera það að verkum. Jeg sit hjer á rúmfatabögli mínum um borð í kínversku bátkrili, (fljót- bát) og skrifa á hnjám mjer. Bátur- inn hristist vegna átaka dráttarmanna, er ganga á árbökkunum með bönd um öxl §jer, eru böndin fest við siglutopp bátsins svo ekki er við góðu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.