Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 4
20 B Jf A R M Í að búast. Hristingurinn er þó þolan- legur, ef hraðinn væri þar ef’tir mikill. Stundum gengur þó betur; ef byrjar, kemur seglið að góðum notum þó lje- legt sje; en af því báturinn líkist um of íslensku trogi, er hann nokkuð valtur i stórviðri þvi kjölur er enginn. Þessir kínversku fljótbátar hafa þó sina kosti. Noiðmenn segja: »Man kjender ikke fanten pá íillene eller hunden pá hárene«. Fljótbátarnir gef- ast betur en maður í fyrstu hyggur. Kínverjar eru lægnir og hagsýnir á sína vísu, þó þeim hafi ekki verið sýnt um að bæta starfsháttu feðra sinna. Bátarnir bera þess merki; alt ber merki þessa í Kína: Hjer er hög hönd að verki, sem þó þrælkar undir siðvenjum löngu liðinna kynslóða. — Kínverjar komast líka ferða xinna þó seint gangi; þeim iiggur ekki meira á, þeir eiga ekkert skylt við friðvana Amerikumenn, sem verkjar í öll bein, þótt alt gangi með flugbraða. Heima fullnægja reiðhestarnir kröfum ís- lenskra lerðamanna, Kinverjar eru engu óánægðari með fljótbáta sina. Þúsundum þúsunda þessara báta er líka dreift um öll fljót og ailar ár- sprænur þessa lands. Að skipafjölda til er kínverski ílotinn án efa stærstur í heimi. — Hjer eru líka fjölskyldur svo þúsundum skiftir, sem ekkert annað heimili eiga en bát sinn, ala aldur sinn á fljótinu kynslóð eftir kyn- slóð, og sem flytja fólk og farangur sjer til viðurværis. Rúmur mánuður er nú siðan við lögðum á stað frá Shanghai (hafnar- bær í Kína), en til Laohókow, »enda- slöðvarinnar«, komuin við að tveim dögum liðnum. Upp eftir Yangt-sje- kíang fljótinu, alla leið til Hankow, fórum við með japönsku eiinskipi, eru það bjerumbil 100 ísl. mllur eða 2000 lí, vorum við 5 daga á leiðinni. En frá Hankow til Laohokow er 70 mílur (1400 lí) ef farið er upp eftir Han-fljótinu, alla þá leið höfum við farið með kínverskum bát. Laohokow er aðal kristniboðsstöð norska Kínasambandsins. Máske skrifa jeg síðar um árangur 30 ára starfs kristniboðanna þar. Margt harla nýstárlegt hefir borið fyrir augu þennan mánaðartíma á leiðinni upp eftir Han-fljótinu. Næg- ur tími heflr okkur líka gefist til að taka vel eftir öllu, báturinn fer aldrei hraðara en hægan gang, skreppum við því á land þegar okkur sýnist og göngum spölkorn öðru hvoru. Svo vel vill líka til að nokkrir eldri kristni- boðar hafa orðið okkur samferða, meðal annara síra Landahl aðal um- sjónarmaður Kínatrúboðs sameinuðu norsku lúth. kirkjunnar í Ameriku. Hafa þeir frætt okkur um margt, sem okkur ella var óskiljanlegt. Annars er liklega byggilegt að skrifa ekki of mikið um alt, sem fyrir auga ber hjer í Ktna, áður en vissa er fengin fyrir hvað falist getur undir yfirborði hlutanna. Læt jeg hjer því staðar numið að sinni. Tvo íslendinga hefi jeg hitt á Ieið- inni, eins og líka ráð var gert fyrir, jeg var nefnilega á heimilum þeirra beggja í Ameríku, og hafði meðferðis brjef og sendingar frá skyldfólki þeirra. Octavius Thorláksson, kristniboði í Japan, kom á móti mjer til Yoko- hama, og varð að ráði að jeg færi með honum til Nagoya, kristniboðs- stöðva hans. »Empress of Russia« átti nefnilega að koma við í Kobe, en þangað er mikið skemmri leið með járnbraut, og gerðum við ráð fyrir að jeg næði skipinu aftur þar. . Við lcomum til Nagoya kl. 8 að morgni. Fegnari en jeg þá var að koma inn á islenskt heimili hefi jeg

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.