Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.02.1922, Blaðsíða 6
22 BJARMI jeg mig vel saddan! — Annars lærir maður fljótt að borða með prjónum. Kl. 11 um kvöldið sátuin við síra Octavíus kófsveittir í sjóðheitu jap- önsku baði, mjer þótti það heitt en af því það var japanskt, varð jeg að þola það, mjer var lika talin trú um að það væri holt, datt mjer þó í hug hvort holt mundi vera að setja sig niður í laugarnar í Reykjavík! Um morguninn kl. 4 ætlaði jeg að að fara með lestinni til Kóbe, en vaknaði því miður ekki fyr en kl. 5V2; rauk jeg þá upp í miklu ofboði og náði annari lest. Eftir 5 tíma akstur, það er að segja kl. 12 komum við til Kóbe; jeg hljóp upp i »richsha«, (einskonar handvagn, afarmikið not- aðir i Japan og Kina), sem tveir menn drógu, og þaut af stað til bryggjunnar. Þangað kom jeg nógu snemma til að sjá »Empress of Russia« sigla út fjörð- inn! Jeg varð strandaglópur! Síðasti viðkomustaður skipsins í Japan var Nagasaki, þangað er 20 tíma járnbrautarferð frá Kóbe (með hrað- lest). Engin lest fór þó til Nagasaki fyr en kl. 9,11 um kvöldið, sú lest átti að vera í Nagasaki hálftíma áður en »Empress of Russia« færi þaðan; en af því ekkert samband var á milli lestarinnar og skipsins, vissi jeg að skipið mundi ekki bíða, þó lestin yrði á eftir áætlun; en við þvi var bætt á svo langri leið. Mjer lá því við að snúa aftur til Nagoya, því mig langaði ekki til að vera peningalaus og mál- laus strandaglópur í Nagasaki. En jeg vissi þó að Guð, mundi hafa hönd sína með i þessu einnig, og lagði því á stað. — Nagasaki er á annari ey en Kóbe; þessi lest fór því ekki alla leið til Nagasaki, en stóð í sambandi við ferju til þeirrar eyju, og aðra hraðlest þar. Jeg var dauðhræddur um að jeg tæki máske ekki rjetta ferju, því þar var fjöldi skipa, og máske fyndi jeg ekki rjettu lestina hinummegin. Engan fann jeg er skyldi ensku nje þýsku, sem gæti leiðbeint. mjer. Eina úrræðið var að tönglast á:Nagasaki, Nagasaki, ogsvo japönsku orðunum er jeg kunni, nefnilega nöfn- in: hraðlest, skip og höfn. Og Japanir eru allra manna hjálpsamastir útlend- lendingum; jeg náði rjettu ferjunni og rjettri lest til Nagasaki. — Við kom- utn til Nagasaki á rjettum tíma, 25 mín. seinna var jeg á leið til Kína með »Empress of Russia«. Fjelög- um mínum þótti sem hefðu þeir mig úr helju heimt, og voru engu minna glaðir en jeg yfir leikslok- unum. í Shanghai í Kína er ungur íslend- ingur, Walter Sharp Bárðarson að nafni. Foreldrar hans eru í Bandaríkjunum, en hann er þó fæddur á íslandi, að Hjarðarfelli i Miklaholtshrepp. Hann sagðist hafa verið skyldur síra Lár- usi heit. Halldórssyni. Mr. Bárðarson stjórnar afar stóru gistihúsi i Shang- hai, líklega stærsta og besta gistihús á Austurlöndum, að hans sögn (Astor House, Hótel Shanghai). Vel get jeg trúað þvi, að minsta kosti hafði jeg ekki sjeð þess líka, nema þá í Ame- ríku. Arstekjur gistihúss þessa eru l1/* miljón dollara. — Um þessar mundir gisti auðmaðurinn J. D. Rocke- feller þar. Mr. Bárðarson tók á móti mjer, sem vini og bróður; sagði hann mig vera fyrsta íslendinginn, er hann vissi um í Kína. Jeg var hjá honum í 4 nætur án nokkur þóknunar, og lifði þó á auðmanna visu. Fjelagar mínir hálf öfunduðu mig, og jeg var hreyk- inn af þessum háttvirta landa. Óla/ur Óla/sson

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.