Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 15.02.1922, Qupperneq 2

Bjarmi - 15.02.1922, Qupperneq 2
26 BJARM í AUur vinviðurinn, með gögnum hans og gœðum, iilhegrir greinunum. Hann dregur ekki til sín næringu úr jörðinni bara til eigin nota, heldur til þess að greinin fái svo mikið, sem hún þarfnast. Eins og stofninn er upphaf greinarinnar, þannig er hann einnig þjónn hennar. Jesús Kristur, sem vjer eigum líf vort að launa, gaf sig sjálfan algert fyrir oss og til vor. »Dýrðina, sem þú gafst mjer, hcTi jeg geíið þeim« (Jóh. 17, 22). »Sá, sem trúir á mig, mun einnig gera þau verk, sem jeg geri; og hann mun gera enn meiri verk en þessi« (Jóh. 14, 12). Öll fylling hans og auðlegð er boðin og búin oss, sem trúum. Alt, sem Jesús gerir á himnum, gerir hann vor vcgna. Hann hefir engin áhugamál, er oss sjeu óviðkomandi. Hann er meðalgangari vor og árnaðarmaður hjá föðurnum. Öll greinin, með gögnum hennar og gœðum, tilhegrir vinviðinum. Grein- in lifir ekki sjálfri sjer, heldur til að bera ávöxt, er sýni hve göfugur við- urinn er. Hún hefir að eins rjett til að lifa sem þjónn lians. Dýrðleg ímynd köllunar vorrar og hinnar fullkomnu vígslu til þjónustu Guðsl Eins og Jesús gefur oss sjálf- an sig algert, langar oss til að tii- heyra honum algert. Sjerhver starfs- viðleitni vor, sjerhvert augnablik lífs vors, sjerhver hugsun og lilfinning tilheyri Jesú, svo að ávöxtur vor sje frá honum og fgrir hann. Þegar vjer höfum komið auga á það, hvað vín- viðurinn er fyrir greinina, og hvað greininni er ætlað að vera fyrir vfn- viðinn, þá verður oss það einnig Ijóst, að vjer höfum að eins eilt að hugsa um og lifa fyrir: sem sje ríki og dýrð vors blessaða frelsara, starf í hans þjónustu og eftir lians vilja, svo að oss auðnist að bera þá á- vexti, er geri nafn hans dýrðlégt. Dásamleg líking um vínviðinn, sem opinberar oss leyndardóm hins guð- dómlega kærleika — hið himneska líf í andans heimi, — hve lítið jeg hefi skilið í henni! — Jesús Kristur, lifandi vínviðurinn á himnum, og eg, lifandi greinin á jörðu! Hve óljóst mjer var það, að ‘einmitt í honum er fullnæging alls þess, er jeg þarfn- ast. Og hve lítið jeg skeytti mínum fullkomna rjetti til að »meðtaka náð á náð ofan« af hans fyllingu. Og svo undur lítið hefi jeg skilið í því, að hann þarfnast mín, og að hann á fullkominn rjett á að hreinsa af mjer alt, sem tilheyrir mjer sjálfum. í þessu ljósi vil jeg gerskoða hið nána samband milli Jesú og læri- sveina hans, uns sú skoðun leiðir mig til fullkomins samfjelags við minn blessaða frelsara. Jeg vil hlusta og trúa, uns jeg hrópa af hug og hjarta: Vissulega er Jesús mjer hinn sanni vínviður, sem ber mig og nærir og notar mig til að bera ríkulegan ávöxt. Og þá skal jeg óhræddur segja: Vissulega er jeg grein á hinum sanna vínviði — Jesú, -— jeg er í honum, hvíli í honum, bíð hans, þjóna honum og lifi að eins til þess, að hann megi nota mig til að kunn- gera ríkdóm náðar hans og flytja glötuðum heimi ávexti hans. Þegar vjer leitumst við að skilja líkinguna á þessa leið, mun hin blessaða skipun, sem sögð er í sam- bandi við hana, einnig opinbera oss sitt sanna gildi. Umhugsunin um það, hvað vínviðurinn er fyrir greinina, og Jesús fyrir hinn trúaða, mun blása nýju lífsafli í orðin: »Verið í mjer«. Pað er eins og hann segði: Sjá, hve algert jeg tilheyri þjer! Jeg er óaðskiljanlega sameinaður þjer!

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.