Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.02.1922, Síða 4

Bjarmi - 15.02.1922, Síða 4
28 BJARMI horfa á þessar þjáningar og spurði, hvort hún gæti ekki gert neitt fyrir hana, hvorl hana vanhagaði ekki um neitt? — Fátæka konan liorfði fyrsl nokkur augnablik þegjandi á keisarafiúna, siðan snjeri hún höfðinu dálítið og festi augun á mynd af frelsaranum, sem hjekk yfir rúminu: »Jeg þakka yðar hátign kærlega fyrir góðsemina«, sagði hún svo, »en jeg þarfnast einskis, jeg liefi alt«. Þá laut keisarafrúin niður og tók harða, kræklótta hendi gömlu kon- unnar og spenli greipar um hana, og svo mæltu þær báðar af munni fram sálminn: »Ich habe nun den Grund gefunden, der mcinc Anker cwig hált«. Þessu líkar eru margar sögur, scm ganga um hana, og er engin undur þótt þjóðin minnist hennar með Iotningu og kærleika. Krónprinsessan, systir dönsku drotningarinnar, er mjög vinsæl, en það ber litið á henni, sem von- legl er. Tómar og eyðilegar standa keisara- hallirnar i Potsdam, ’ undarlegt má það vera fyrir þá, sem minnast hinn- ar fornu dýrðar. Þótt margar misfellur væru við keisaradæmið, stafaði þó Ijómi af því, sem þjóðin á bágt með að fella sig við að hafa mist. III. K. F. U. K. á Pgskalandi. Ymislegar andlegar hreyíingar eru nú uppi í Þýskalandi, og kennir þar margra grasa. Að lýsa þeiin stulllega væri efni í langa ritgerð. — K. F. U. M. og K. F. U. K. hreyf- ingin er næsta öllug. K. F. U. K. hefir um 200,000 meðlimi. Aðalfram- kvæmdarstjórinn, ungfrú Zarnack, sagði mjer að þegar talin væru með þau krislilegu kvenfjelög, sem slanda í sambandi við K. F. U. K., væri meðlimatalan eitthvað um 400,000. K. F. U. K. á Þýskalandi heíir mjög fjölbreytta starfsemi, meðal annars hefir það prentsmiðju og gefur út fjöldann allan af bókum. Pað kallar forlag sitt Burchhardthaus Verlag. K. F. U. K. hafði ársfund frá 10. til 17. sept. og bauð það frk. Nelzel formanni K. F. U. Ií. i Sví- þjóð, prófessorfrú Ulbricht formanni aðaldeildarinnar í Kaupmannahöfn og mjer, að koma á fundinn og vera geslir fjelagsins. Fundurinn var hald- inn í Marburg i Hessen, sem er mjög gamall og fallegur háskólabær. Það voru 1500 þáttakendur, þeim var skift niður á fjölskyldurnar í bæn- um, sem lóku á móli þessu aðkornu- fólki með svo mikilli gestrisni að enginn þurfti að borga fyrir sig. Á þessum fundi voru haldnir margir ágætir fyrirlestrar bæði af körlum og konum. Það sem gekk eins og rauður þráður gegnum fyrir- lcslrana voru þessi orð, sem formað- ur K. F. U. K., síra Thiele frá Dah- lem, endaði ræðu þá með, er hann flutti í háskólakirkjunni í byrjun fundarins: »Vjer vorum of stærilálir al veldi voru, þess vegna refsaði Guð oss og auðmýkli oss. Það einasta, sem getur bjargað þýsku þjóðinni er, að við snúum oss til Guðs, játum syndir vorar og iðrumst þeirra og keppum eflir að lifa heilögu lífi«. Svona líta margir bestu menn Þjóðverja á hörmungar þær, sem þeir hafa orðið að þola. lngibjörg Óla/sson. Blað þetta er prentað 4. marz, af þvi að beðið var eftir pappir.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.