Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 15.02.1922, Side 7

Bjarmi - 15.02.1922, Side 7
BJÁRMI 31 á eftir sjer. Svo varð hljótt. Helga sat kyr og studdi hönd undir kinn. Vísarnir á stundaklukkunni þokuðu mínútunum áfram jafnt og þjett, þannig leið stutt stund. Þá slóð Helga á fætur og gekk inn í svefn- herbergið. »Jeg skal vera bjá hon- um«, sagði hún við unglingsstúlku, sem sat hjá barnsvöggunni. »Komdu þegar jeg hringi«. Stúlkan fór. Helga var ein hjá barninu, sem svaf vært. þá kraup hún á knje hjá barnsvögg- unni, og heit tár hnigu henni af augum, og vættu rjóða barnskinnina. '?-------------------------^ Hvaðanæfa. U------- . . í Heima. »Pislarþankar«. í byrjun niuvikna- föstu kom frá »bókþrykkiríi ísafoldar« skopbragur meö því nafni um handtöku Ólafs Friðrikssonar og þeirra fjelaga; á titilblaðinu stendur að hann sje »diktað- ur af Jónatan Pálssyni ,revisor‘ m. m.«, auðvitað gervinafn. Morgunblaðið liafði lokið lofsorði á frágang bæklingsins áður en hann kom út, og hann seldist óðfluga þvi að skopvisur eru oftast útgengileg vara. En vinsældirnar hurfu, er ritið var lesið. Allfléstum blöskraði að Passíu- sálmar Hallgríms Pjeturssonar skyldu vera stældir á slíku riti, enda slolið úr þeim nærri heilu versi. Pislarsaga frels- arans er kristnum mönnum of heilög til þess að þeim sje sama er einhver atriði hennar eru tekin í háðbrag, og mörgum trúlitlum mönnum mislíkar að önnur eins bókmentaperla og Passíusálmarnir sjeu stældir í háðvísum. Til orða kom jafnvel að gera ritið upptækt, þólt ekki yrði af því. Síra Bjarni Jónsson dóm- kirkjuprestur og síra Friðrik Friðriksson fundu báðir að rilinu í ræðum sínum daginn eftir að það kom út, Ingimar Jónsson, prestsefni Grimsnesinga, fann fyrstur að þvi í blöðunum, og nafn- greindi þá um leið 3 stúdenla, sem al- talað væri að hefðu sett braginn saman að miklu leyti, bar einn þeirra, sem var að ijúka embæltisprófl í guðfræði, það af sjer að hafa slælt Passiusálmana, en 3 aðrir stúdentar komu með gagnstæðar yfirlýsingar í Alþýðubl. — Síra Magnús Helgason skólastjóri 'skrifaði skorinorða og góða umvöndunargrein í Morgunbl. 17. febrúar. Fann hann þar fyrsl vel að því við ritdómara Morgunblaðsins, Jón Björnsson, hvernig liann hefði hrósað tveim kvæðum Stefáns frá Hvíladai, »er freklega misbuðu almennu velsæmi« og blöskraði sra M. H., sem von var, að J. B. skyldi hæla öðru eins »ógeðslegu klámi«. Heflr .1. B. svarað því og vill að skáldin megi óátalin lýsa þeim »viðburð- um úr lífl sínu«, sem þeim sýnist, en ekkert mintist hann samt á nje reyndi að verja lítilsvirðingarorð sín um »pipar- meyjar og hina svo kölluðu siðavöndu menn«. Með sömu röksemdafærslu ætti myndasmiðum, málurum og leikhúsum að vera heimilt óátalið að sýna samfarir karla og kvenna, og kæra sig hvergi þótt wpiparmeyjar og svokallaðir siðavandir menn« telji slíkt skælingjabrag og þjóð- arsmán.— í nýrri Morgunblaðsgrein, 1. mars, skrifar J. B. um víðsýni, sem, eins og gengur, á að koma fram í því, að menn sjeu ekki að amast við, þótt eitt- hvað komi fram í bókmenlunum, sein þeim virðist »sjúkt og hættulegl«, en »friða samvisku sína« með því »að upp frú öllu vondu sprettur á endanum ein- hver lífsgróður«. Með öðrum orðum: skáldin mega yrkja klam og guðlast eða hvað sem þeim sýnist, en það má enginn andmæla slíku, »víðsýnið« nær ekki svo langt. Pað er gamla vitleysan marg- tuggna: »Ef þú játar öllu því sem jeg segi, eða gengur ekki í berhögg við neinn ósóma, þá skal jeg kalla þig víðsýnan og vitran, en annars ertu þröngsýnn eða heimskur eða hvorltveggja«. Engin hætta er samt á því að neinar þröngsýnis aðdróttanir festist við sra Magnús Heigason fyrir umvöndunargrein hans, hún var svo vel rökstudd og gekk síst um skör fram. Kalla úr henni birtum vjer hjer á eftir með fullu leyfi höf. svo lesendur Bjarma geti sjeð skoðun hans á »Píslarþönkum«. Ritstj. Morgunbl. reyndi að bera í bætilláka fyrir höf. bæklings- ins, en heflr oft tekist betur. Ritstj. þessa blaðs skrifaði í Vísi um bæklinginn, og einnig 3 alþýðumenn í Alþýðubl. og hafa

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.