Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1922, Side 5

Bjarmi - 01.05.1922, Side 5
BJARMI 85 fyrirgefandi náðar bans. Kristur Jesús krossfestur og dáinn, er orðinn grund- völlur alls trúarsamfjelags við Guð sem heilagan og ástríkan föður vorn. .Svo veri þá krossinn oss öllum lífsins trje til lífs, — lífsins trje til eilífs samfjelags við hinn lifanda Guð f Drotni vorum Jesú Kristi. Látum hann jafnan minna oss á ægilega alvöru synda vorra og ægilega stærð sektar vorrar, er gerði slíka fórn óumflýjanlega. En látum hann jafn- framt minna oss á ómælanlegt djúp náðar Guðs og trúfesti við oss og þá um leið á þá skilyrðislausu hlýðni, það óbifanlega traust og þann fölskva- lausa kcerleika, sem vjer erum honum skyldugir um fyrir þessa náð hans, sem krossinn á Golgata er oss svo dýrðlegur vitnisburður um. Látum þetta þrent vera þær fórnir þakklætis vors, sem vjer færum vorum himn- eska föður fyrir gjöf hjálpræðisins í honum, sem vegna vorra synda var framseldur en — Guði sje lof — einnig uppvakinn oss til rjettlætingar. Til þessa hjálpi Guð oss öllum fyrir Drotlin vorn Jesúm Krist. — Amen. övar til Bjarma. f janúarblaði Bjarma hetir rítstjórinn minst á bók rulna: Hverju eigum vjer að trúa, bls. 17. Vildi jeg því leyfa mjer að gcfa hr. S. A. Gíslasyni og öllum lesend- um Bjarma upplýsingar um, hvar þessi orð um barnaskfrnina cr að flnna. Til- vitpunin frá Dr. A. Neander er úr verki hans, sem cr þýtl á sænsku, Den krislna Kyrkans grundlággning ach lcdning av Sþostlerna, 1. Iiindi bls. 168. Tilvitnunin fré professor Lange er úr verki hans um sklrnina, an Iufant Baptism, bls. 101. Tii- vitnunin frá Dr. Fr. Schleimacher er úr verki hans, Der Christliche Glaube, 2. bindi bls. 383. Vestm.eyjum, 5. apríl 1922. ErikAasbö, Spurningin mikla. Hvað gjöri jeg fyrir Krist og mál- efni hans? — ætti að vera sívakandi spurning, bjá hverjum sannkristnum manni. Vjer, sem köllum oss trúaða og viljum ekki missa Jesúm eða neitt af því, sem biblían segir oss um hann; ættum að vopnast »her- klæðum ljóssins« og fylkja oss undir krossins merki þegar skýflókarnir eiu svo viða á lofti. Vjer ættum að láta það vera ósk vora og bæn að segja mætti með sanni um einn og sjer- hvern okkar það sem Páll postuli segir um Markús: »Hann er mjer þar/ar til þjónustua II. Tím. 4. 11. Víðtæki lýðháskólinn (»Den udvidede Höjskole«) í Haslev Var stofnaður 1916, og var þá sem deild af almenna lýðháskólanum (»Haslev Höjskole«), en námsgreinar hans miðuðu meira að því að hægt væri að segja um nemendurna: »Hann er mjer þarfur lil þjónustu«, enda má það að lík- indum segja um suma nemendur þegar, þvi aö ýmsir þeirra slarfa að útbreiðslu Guðs ríkis, sumir heima, aðrir i heiðingjalöndum. Skólinn er piltaskóli, flmm mánuði á veturna, en stúlknaskóli þrjá mánuði á sumrin, er að þvi leyli sama fyrirkomulag hans og »Haslev Höjskole«, sem er lika mikið góður skóli og hefir að nokkru leyti sömu kenslukrafta. En í cðli sinu krefst »Den udvidede Höjskole« þroskaðri nemenda. Aðal- lega er það belra fyrir nemendurna sjálfa að þeir hafi kynl sjer dálíiið ýmsar greinar kristilegrar starfsemi. Skólinn er nú í tveimur bekkjum, þó er ekki annar munur á kenslu i þeim, en þeir sem eru i fyrsta bekk hafa tveimur donsku stundum fleira á viku. í bekkina er skipað eftir skriflegu dönsku prófi við komu í

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.