Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1922, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.05.1922, Blaðsíða 11
BJARMI 91 glöggskygni og vísindamensku. Oss kinum virðist þessar miðlaraddir kunna að haga seglum eftir vindi og lala eins og hver vill heyra. — Betur það væru ekki blekkingar og lygaandar mest alt sem þeir mikl- asl af. Að öðru leyti ber margt á góma hjá dr. H. P. og margt er vel sagt um tungu vora og þjóð. Það er naumast hælt við að nokkrum greind- um manni leiðist að lesa það, sem dr. H. P. skrifar, enda þólt heim- spekisskoðanir hans sjeu harla óað- gengilegar. Raddir almennings. Frá Danmörku skrifar Sig. Guð- mundsson, sem dvaldi í lýðháskóla í Haslev liðinn vetur, meðal annars til ritstjóra Bjarma: »Jeg var mikið glaður yfir Bjarma, jeg hefi sjeð hann öðru hvoru síðan jeg var 8 ára og, eins og þjer vitið, keypl hann síðan þjer tókuð við ritstjórn hans og fengið alla eldri árganga blaðsins. Bjarmi er mjer dýrmætur, því að hefði hann ekki verið til, þá efasl jeg stórlega um að jeg hcfði fundið frelsara minn, þess vegna get jeg aldrei þakkað yður fyrir hann og beðið fyrir heimili yðar og starfi, sem vert er, en langt er síðan jeg hefi verið eins glaður yfir Bjarma sem nú síðasl, og veit jeg ekki hvort það er þess vegna, að hann var boð frá íslandi, en aðal- ástæðan til þess að mjer þótti svo vænt um hann cr víst sú, að þar er hvert orð satt, og lýsir víðsýni, og svo voru það líka áhugamál mín, scm þessi blöð tluttu, bara í belra »formi«, en jeg hefði verið fær að útiista þau. Gaman þótti mjer að ferðasögu Ó. Ó. til Kina. Eitt af því sem íslendingar þurfa að vila meira um, er kristniboð í heiðingjalöndun- um, svo að þeir geti sjeð sig sjálfa og þakkað Guði fyrir kristindóminn. Satt er það víst sem skrifað stóð um ljóð Einars Benediktssonar, að maður sjer landið og þarfir þess besl þegar maður er fjarlægur, eða svo hefir mjer reynst það. Þá má nefna að mjer var mikið gleðiefni að heyra um ungdómsstarf- semina á Dýrafirði. Þá var greinin um andlegar lækningar eklci lökusl. Það er staðreynd, að þær eiga sjer stað með fyrirbænum, þótt mörgum íslendingum muni vera það ókunnugt. Pær hafa átt sjer stað í Danmörku nú ekíci alls fyrir löngu og svo eru margar sögur um það frá Indlandi frá trúboðunum þar.« Frá Noregi skrifar Eiríkur Jóhanns- son, sem dvalið hefir 2 vetur í æskulýðsskóla á Sunnmæri: »Pað gladdi mig að heyra um þessa viðleitni sóknarprestsins á Þing- eyri, sem getið var um í Bjarma. Pað er gleðilegt að fólk sendir vitnis- burði til birtingar i Bjarma, því að ekki munu vera svo margar vilnis- burðarsamkomur heima, því miður. Vonandi að þeiin fari fjölgandi. Jeg lief fengið að vera á mörgum sam- koinum síðan jeg kom hingað, bæði hjer á skólanum (já, hvert laugar- dagskvöld) og á mörgum öðrum slöðum. Pað hafa oft verið dýrðlegar stundir, blessunarríkar og ógleyman- legar.« K. F. U. M. og K í Dantnörku t'engu konungsleyíi til ljársöfnunar i öllum dönskum kirkjum á páskadaginn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.