Bjarmi - 01.05.1922, Qupperneq 7
BJARMI
87
þess; en vinir góðir, látið það ekki
hindra yður. Varpið allri yðar áhyggju
á hann, sem ber umhyggju fyrir
yður, byrjið starfið í trú, og sú trú
mun ekki til skammar verða, þvi að
Jesús sjál/ur bcr umhyggju fyrir ydur
og hans vegir eru órannsakanlegir
og hans ráð eru óþrjótandi. Þoku-
mökkurinn má ekki lengur skyggja
á ljósið frá hæðum. Það þarf að
skína, yfir íslandi, svo framarlega sem
landið á að kallast kristið, og von-
andi vill enginn íslendingur missa
það nafn af landinu sínu, en þá
stendur næst að ákveða stefnuna,
svo hver og einn íslendingur viti hvert
stefnir. Enginn er i vafa um lifsstefnu
sína ef hann kemur í hvert skifti,
sem honum finst deyfð eða veikleiki
trúarinnar ásækja sig, að krossi Jesú
Ktists og fær þar kraft og trúarstyrk.
Hver sem það gjörir veit að hann
er á leiðinni heim til föðurins, og
hann lætur ekkerl hindra sig frá að
gjöra hans vilja og slarfa fyrir hann
og hans málefni.
En okkur vantar miðstöö, okkur
vantar skóla til að uppfræða þá leik-
menn, sem vilja helga líf sitt kristi-
legri starfseini. En við rnegum taka
þátt í hinni nýju skólabyggingu í
Haslev, og er þegar ákveðið að eitt
herbergi þar skuli heita »íslendinga
herbergi«, og skólinn er vel hentugur
til að undirbúa leikmenn undir
kristilega starfsemi. Er nú nokkuð
á móti því að við höfum þennan
skóla 1 fjelagi við Dani, þar sem við
erum ekki sjálfir nærri þeirri tröppu
að reisa oss sjálfir svipaðan skóla?
Ætti það ekki að vera ósk vor og
bæn, að þessi lýðskóli yrði meðal
Guðs til að hjálpa íslenskum leik-
mönnum til að geta orðið: BÞarfir
til þjónustu« Kristi og hans málefni.
En svo er eitt athugavert: f*að
leiðir af sjálfu sjer að við verðum að
minsta kosti að leggja til vorri skerf
til skólabyggingarinnar, bæði til að
sýna í verkinu að við ,viljum fá
hlutdeild í skólanum og líka gera
það sóma okkar vegna; já, vegna
sóma sjálfstæðu þjóðarinnar, að láta
skólahlunnindin ekki algerlega vera
sem ölmusugjöf. Gjafir frá íslandi í
byggingarsjóðinn eru kærkomnar, —
sjóðinn vantar fje — og frá íslandi
hafa ekki enn komið nema rúmar
100 kr. Heimatrúboðsmenn danskir
gáfu Reykjavík einu sinni K. F. U. M.
hús og hefir lítt verið þakkað opin-
berlega eða i verki, — þólt allir játi
nú að gjöfin væri góð. Hjer er um
skóla að ræða, sem starfsmenn K. F.
U. K. og M. í Danmörku lelja sjer-
slaklega »sinn skóla«; eiga þeir ekki
skilið að vjer styrkjum hann, — og
græðum vjer ekki beinlínis og óbein-
línis á því? Jeg vona að trúað fólk
bregðist vel við þessu, því það á að
vera og er sómi þjóðar sinnar.
En jafnframt leyfi jeg mjer að
hvetja trúað ungt fólk að sækja skól--
ann. — í fyrra voru hjer 2 íslend-
ingar (Ilannibal Sigurösson og Sig-
urður Pálsson), en í vetur jeg einn.
Færeyingar koma íleiri, 3 hjer og 2 á
almenna lýðskólanum í vetur. Engin:
íslensk stúlka hefir komið á þennan
skóla, en fáeinar verið á hinum
skólanum, voru 5 i fyrra vor en
verða 2 í vor. — Hann er fjölsóttasti
lýðháskóli heimatrúboðsins í Dan-
mörku.
Það sje æðsta gleði vor að þjóna
Guði, innilegasta óskin að gela orðið
honum þarfir til þjónustu. Munurn
Matt. 16. 26. og 10. 37. og umfram
alt Jóh. 17., 3. ■
Guð blessi yður öllum nýbyrjað ár.
Haslev í janúar 1922.
Sig. Guðmundsson,