Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.05.1922, Qupperneq 10

Bjarmi - 01.05.1922, Qupperneq 10
90 BJARMI Bækur. Hcimilisvinurinn, eða mánaðardagar með biblíuorðuin, sem ritstj. Bjarma gaf út, virðist ætla að verða vinsæll. Góðkunnur, Vestur-íslendingur, H. Ásbjörnsson Hecla, skrifar oss 11. febr. um þá meðal annars: »Við liöfum haft lijer mikið af alskonar mánaðardögum, en enga eins nauðsynlega og uppbyggilega eins og þessa mánaðardaga frá yð- ur. Ef þeir eru rjett notaðir, þá hljóta þeir að llytja ljós og líf inn á liverl heimili er veitir þeim viðtöku. Hver heimilismaður hefir þar heilagl Guðs orð fyrir augum sjer á hverju kvöldi áður en hann lokar augunum, og að morgni mætir minnistexti nýs dags honum áður en nokkuð annað þarf að fylla huga hans.« Trúmálavika stúdenlafjelagsins, er- indi og umræður, kostnaðarmaður Steindór Gunnarsson, 184 bls. verð 6 kr., i góðu bandi 8,75 kr, í bók þessari eru öll aðalerindin 5, sem flutt voru i trúmálavikunni og greinilegt ágrip af umræðum sið- asta fundarins. Hefir Bjarmi þegar flutt svo mikið um þessa viku að liann má ekki fjölyrða meira um hana að sinni; en vafalaust verður mörgum forvitni á að lesa þessa bók. Betur að bókin gæti utan Reykja- víkur haft svipuð áhrif og »vikan« hafði bjer í bæ, vakið umhugsun um trúmál og stutt ýmsa til að hallast að biblíustefnu frekar en þeir gjörðu áður. Nýall, nokkur íslensk drög til heimsfræði og líffræði eftir dr. Helga Pjeturs. Bókaverslun Guðin. Gamalí- elssonar. III. hefti þessarar bókar er nýlega komið út og er rúmlega tvö- falt stærra en hin heftin bæði. (Verð 8 kr.) Höf. segir svo um bók sína: »NýaIl heitir svo, af því að hann er fyrsta bók hins nýja tíma, fyrsta bókin á jörðu hjer, sem skrifuð er af þekkingu á tilgangi lífsins« (bls. 514). Er hann þannig í meira lagi bjartsýnn á hlulverk sitt og bókar- innar, en bölsýnn mjög um undir- tektirnar og jarðlif vort. »Það verður að muna eftir því, að allar aðrar raddir eru í helvíti sterkari en rödd sannleikans« (bls. 517). Jarðlifið er í augum hans rjetlnefnt helvíti, en whelvíti er staður þar sem er ófriður og illindi. Þar sem er þjáning og sorg, örvænting og dauði, þar sem lífið alt er tilraun sem hefir mistek- ist« (bls. 250). »Það má heita að vjer sjeum komnir framundir fossbrún glötunarinnar« (bls. 266). • Kirkjan fengi orð í eyra ef einhver af leið- togum hennar hefði sagt eitthvað svipað. En þegar slíkt er ílult í nafni heimspeki, sem þykisl ofar öllum trúarbrögðum, þá hneigja leiðtogar nýju slefnanna höfuð sín í auðmýkt. Ber þó margt á milli. Dr. H. P. telur bæði spiritisma og guðspeki »stefna rangt« (bls. 257), og fremur fáir munu fallast á þá meginskoðun höf. að það sé aðalatriðið og aðal- skilyrðið til að bæta jarðlífið, »að vita að á öðrum stjörnum er fram- hald lífsins og góðar verur þar vilji efla oss og hjálpa« (bls. 271). Eftirtektavert er, að dr. H. P. og próf. Har. Níelsson, sem báðir hafa »reynsluþekkingu« frá miðlafundum, eru alveg gagnsstæðrar skoðunar um hverjir sjeu »við hinn endann«. H. N. segir sambandið sje við andaheim, dr. H. P. segir það rangt, sambandið sje við Iííið á öðrum hnöttum, og báðir íelja sína skoðun þá einu, sem vit og heill fylgi, — og báðir bera fyrir sig óyggjandi reynslu sína og

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.