Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.1922, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.11.1922, Blaðsíða 7
BJARMÍ Iðl fyrir sig. Viö og við hitti jeg manneskjur sem jeg get talað um trúmál við eða andleg efni, en pað er svo sorglega sjald- an. Engin trúarvakning, enginn trúar- áhugi. Pví hjer hefir árum saman ekki verið neinn, hvorki lærður njeleikmaður sem hefir reynt til að glæða hiö andlega líf. En nú er von mín að glæðast, að það snúist brátt til batnaöar því Guð hefir sent Jhingað áhugasaman prest að mínu áliti, áður en hann kom voru sjaldan messur. Hann er ágætur ræðumaður, Svo lieldur hann fyrirlestra þegar hann fer um á bæjum, slíkt liefir ekki verið vani hjer. Sú nýbreytni mun verða mörgum til blessunar. Margir geta ekki komist til kirkju nema einu sinni eða tvisvar á ári, vegna vegalengdar, heilsulasleika eða fá- mennis á heimilum, það er því mörgum sannur fögnuður að heyra prestinn sinn prjedika á heimili sínu eða svo nærri að hægt er að komast þangað. Auðvitað er það fyrirhöfn fyrir prestinn, en það myndi hafa blessun í för með sjer, ef þeir ferðuðust um i þeim erindum,« Erlendis. Kristilegt fjelag ungra kvenna í Þórshöfn á Færeyjum hefir nýlega eign- ast stórt og gott heimili. Keypti fjelagið ræðismannshúsið enska í Pórshöfn, fyrir 35 þús. kr. — enska stjórnin seldi auð- vitað ódýrt, þegar kristilegt fjelag átti í hlut, — og varði auk þess 7 þús. kr. til að breyta því. í húsinu eru meðai ann- ars herbergi fyrir 12 leigendur, dagstofa, horðstofa, eldhús og auðvitað rúmgóður samkomusalur. Má þar líta mikið mál- verk cftir Waagstein Færeying. Er þar Sigmundur Brestisson að boða kristni á þingi Færeyinga') — Hús þetta var vigt með mikilli viðhöfn, 29. júní í vor sem leið. Framkvæmdarstjórinn, ungfrú Hen- rielte Hansen liafði framsögu. en nokkrir prestar og 2 framkvæmdarstjórar K. F. U. K. í Danmörkg (í Viborg og Vejle) áð- stoðuðu. 45 nýir meðlimir gengu í fjelagið vígsludaginn. — Byggingju þessari fylgir tún, 2 kýr og niörg hænsni og þykir það góð »búningsbót«. Degi síðar hófst leiðtogafundur í Pórs- höfn, sátu hann ýmsir prestar Færeyinga, 1) Vorlr málarar, sem þó eru lleirl, liala lilið gert aö pvi að mála atburði úr ísleuskri kristnisögu. allir heimatrúboðarnir og nokkrir aðrir áhugamenn, konur og karlar. Voru þar haldnar tvær »biblíusamkomur« og efnin »köllun vor« og »endurnýjun« tekin til meðferðar. Lengst var þó rætt um »sam- vinnu«. En á hverju kvöldi haldnar fjöl- sóttar samkomur í safnaðarhúsinu í Pórshöfn. Á þessum fundi var kosin »Samfjelags- stjórn« (»Samfundsraad«) er hafa á eftir- lit með allri frjálsri kristilegri starfsemi innan lúterskrar kirkju á Færeyjum. — Voru kosnir ungfrú H. Hansen fram- kvæmdarstjóri K. F. U. K. í Pórshöfn, Lutzen ræðismaður i Pórshöfn, Alfred Petersen í Klaksvík og M. Hansen 1 Tran- gisvaag, báðir heimatrúboðar og sira Als- inger í Vogi í Suðurey. Hefir þessi stjórn- arnefnd þegar ákveðið að bjóða í vetur tveimur ræðumönnum frá Danmörku til Færeyja, Á »Ólafs-hátíðinni« í Pórshöfn var safn- að 9000 kr. til að kaupa færeyskum stúd- endum eitt herbergi í stúdentaheimili í Kaupmannahöfn. Miðill Conan Doyles uppvís að svikum. — Árið 1922 hefir ekki verið neitt heillaár fyrir Spiritista. Pað byrjaði með þvi að »besti miðill heimsins«, Ein- ar Nielsen, ávann sjer allsjerstaka frægð í Noregi. Seinna lýsti nefnd við Sarbonn- háskóla í París, að Eva Carriére, miðill maddömu Disson, gæti ekki framleitt »teleplasma«, þegar gætur væru hafðar á henni (»under Ivontrol«). Siðan í ársbyrj- un liefir Parisarblaðið Matin lofað 50 þús. frönkum fyrir hvað litið andartrúar fyrirbrigði sem væri — að eins ofurlitla lyftingu. Enginn hefir til þessa dags kom- ið að taka við verðlaununum. Frá Ameríku kemur nú sú fregn ið miðill Sir Conans Doyles hafi ve ið staðinn að svikum af lögreglunni við andatrúarsctu. Sir C. Doyle fór um Ástral- iu og þaðan um Bandaríkin, með konu sinni, og flutti erindi við marga spiritista- fundi og tók þátt i setum þeirra. Auðvit- að vakti þessi frægi rithöfundur hina mestu athygli, og margir töldu ótrúlegt, að maður með skarpskj'gni Sherloch Holmes ljeti blekkjast af svikafullum miðlum. Pað er nú samt sannað að Conan Doyle var dreginn á tálar og það á sjerstaklega ósvííinn hátt.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.