Bjarmi - 01.12.1922, Side 1
BJARMI
KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ
XVI. árg.
Reykjavík, 1.—15. des. 1922.
Sú þjóö, sem gengur i myrkri, sjer mikið Ijós.
25.-26. tbl.
Þökk og fyrirgefðu.
(Jólaliugsanir).
Ferðamaður fór um kirkjugarð,
hann leit forvitnum augum umhverf-
is sig, horfði á allskonar legsteina
og las áletranir á sumum þeirra.
Nöfnin voru honum öll ókunn, og
orðin, sem fylgdu sumstaðar, vöklu
ekki sjerstaka eftirtekt hans. •— En
alt í einu nam hann staðar, það var
eins og hlýr andvari færi um hann.
Hann setlist niður og draup höfði,
eins og hann sæti við leiði ástvinar
síns, — og þó var nafnið á sleinin-
um honum ókunnugt með öllu. —
En fyrir neðan nafnið voru 2 orð
letruð, tvö algeng og látlaus orð, en
þó vöktu þau hjá honum ótal minn-
ingar bæði ljúfar og sárar. Orðin
voru: Pökk. Fyrirgefðu. — Hann
hugsaði um ástvini sína látna og
lifandi. — Um hvað mundir þú hugsa
við slíkan stein?
Þú áttir ástvin, sem er dáinn nú,
— og átt hann þó enn. Jeg veit ekki
hvernig þið hafið kvaðst í hinsta
sinn, en vildirðu ekki nú að þú hefð-
ir kvatt hann að skilnaði með áþekk-
uin orðum? — Það er seint að byrja
á þakklæti og fyrirgefningarbæn úti
í kirkjugarði.
í*ú átt ástvini, sem þú getur talað
við í dag. Þeim hljrnar við hlýlegt
orð frá þjer, og sárri minningu þeirra
hverfur allur sviði, ef þú segir í ein-
lægni: fyrirgefðu. Dragðu ekki til
morguns að gleðja þá.
Þú ert ef til vill ekki svo efnum
búinn að þú getir keypt eins góðar
jólagjaíir handa ástvinum þínum og
])ú vildir. Þessi tvö orð kosta ekki
fje, en eru þó betri en skrautgripir,
ef þú getur mælt þau með tár á brá.
— En því trúi jeg vel, að þau kosti
þig einverustund með Guði. Við er-
um oft svo kaldlynd, að kærleikur
Drottins alsherjar virðist eiga erfitt
að verma oss; — við erum oft svo
blind af stærilæti, að við sjáum ekki
fegurð auðmýktar.
En er ekki ástæða til að nálgast
konung jólanna með sömu orðum?
— Hverjum eigum við meira að
þakka en honum? — Hvern þurfum
við fremur að biðja um fyrirgefningu
en hann? Heldurðu að honum sje
nokkur þægð í kirkjuferðum vorum,
sálmasöng — eða hátíðarsvip, ef
hjartað er kalt? —
»Elsku pabbi, taktu mig« sagði
lítil stúlka við pabba sinn margoft
síðustu dagana, sem hún lifði, en
pabbi hennar tók hana ekki, af því
að læknir hafði bannað það. — Mörg
mörg ár eru liðin, en þó hljóma þessi
orð í eyrum föður hennar í hvert sinn,
sem hann minnist hennar. Hann býst
við, að þegar hann hittir hana aftur,
verði það fyrstu orðin sín: »Fyrirgefðu,
elsku stúlkan mín, að jeg tók þig ekki,
þegar þú varst að rjetta mjer blessaða
mátlvana lófana þína forðum«.