Bjarmi - 01.12.1922, Page 8
200
BJARMI
»Nei«, sagði hann og horfði ótta-
sleginn á mömmu sína, »jeg vil ekki
deyja«.
Dagarnir liðu, litli drengurinn varð
glaður aftur og Ijek sjer eins og áð-
ur, aldrei þó inni í stofunni hennar
ömmu. En stundum kom hann hljóð-
lega og klifraði upp í kjölluna á
mömmu, lagði kollinn að brjóstinu
á henni og hvíslaði: »Mamma, jeg
vil aldrei deyja«.
Og mamma faðmaði litla drenginn
sinn að sjer og hugsaði með sjer:
»Var það rangt af mjer, að láta hann
taka utan um hendina á ömmu og
þakka henni, þau sem voru alt af
svo góðir vinir«.
Og mamma sagði honum að amma
væri nú heima hjá Guði og Jesú
Kristi og góðu englunum og líka afa,
sem litli drengurinn hafði aldrei sjeð,
og þar væri svo indælt að vera.
Hann hlustaði að vísu á það sem
mamma sagði, en alt af sagði hann
þó: »Já, en mamma, jeg vil aldrei
deyja«. Og svo fyltust skæru augun
hans af stórum tárum, og glaður
varð hann ekki fyr en mamma kysti
hann og sagði: »Nei, nei, elsku litli
stúfurinn hennar mömmu á heldur
ekki að deyja«.
Þetta kom oft fyrir, þótt drengur-
inn stækkaði, svo að mamma varð
áhyggjufull út af þessu og þegar hún
bað til Guðs, bað hún einnig um
það, að hún mætti fá skilning til
þess að tala þannig við drenginn
sinn, að hún gæti bætt honum skað-
ann, sem hún hatði valdið honum,
þegar hún ljet hann taka um kalda
hendina hennar ömmu.
Jólanóttin kom, og það var kveikt
á stóru jólatrje heima hjá drengnum.
þegar búið var að syngja jólasálm-
ana og ganga í kringum trjeð, tók
mamma drenginn í fang sjer, og fór
að segja honum frá barninu í jöt-
unni og englunum og jólatrjám heima
hjá Guði, sem væru svo miklu, miklu
stærri og fallegri, en jólatrje pabba
og mömmu.
»Og þegar við sitjum og hoifurn
á litla jólatrjeð okkar og Ijósin á þvi,
sem loga svo skært, þá sjáum við
beint inn í himinn Guðs, því þaðan
kemur alt ljós og öll jól til okkar,
og inni í Ijósinu er Jesús sjálfur og
bíður eftir okkur«.
»Er amma þar líka«, spurði dreng-
urinn.
»Já«, sagði mamma og þrýsti hon-
um þjettara að sjer.
»Og komustum við þangað þegar
við deyjum?«
»Já, það gerum við, ef okkur þykir
mikið vænt um Jesú-barnið«.
»Mamma, mjer þykir mikið vænt
um Jesú-barnið«, sagði litli drengurinn
rjelt á eftir og horfði brosandi á
mömmu, og birtan frá trjenu Ijóm-
aði á glókollinum hans og endur-
speglaðist í hreinu barnsaugunum.
En eftir þau jól sagði hann aldrei
að hann vildi ekki deyja, og hann
smástækkaði og fór að ganga í skóla
og læra í mörgum bókum, og nú
hjelt inamma að drengurinn hennar
væri búinn að gleyma minningunni
um köldu hendina hennar ömmu.
II.
Árin liðu. Drengurinn litli varð
stór. En samt var hann alt af
mömmu drengur. Húa átli heldur
engan annan.
En svo varð hann veikur. Alvarleg
og langvinn veikindi mánuðum sam-
an. Allar námsbækurnar lágú óhreyfð-
ar í bókaskápnum. það var svo
dapurlegt þegar skólabræðurnir hans
komu og sátu inni hjá honum. Smám
saman varð hann að hætta að hugsa
um að verða þeim samferða við
námið. Óvíst hö hann líti i bók