Bjarmi - 01.12.1922, Blaðsíða 3
BJARMI
195
bragðasögunni, að frumlegur og elsku-
verður helgimaður, sem þegar er um-
vafinn töfrum hinnar undrafullu trúar,
skuli á meðan hann enn er á lífi,
vera gerður að viðfangsefni nákæmr-
ar rannsóknar vísindamanna, rann-
sóknar og lýsingar sem er jafnt grund-
uð í greinargóðri framkvæmd sinni,
sem í sínum djúpsæja skilningi á efn-
inu. Bókin er fyrirmynd stuttgvðrar
skipulegrar og ljósrar ritsmíðar. All
efni þessarar ritgerðar er þaðan tekið.
Sundar Singh sem saunrT I~iverji.
L:L._: f.undar Sínghs, er sem fndt-
ast má verða indverskt. Sem krislinn
maður er hann áfram sannur Ind-
verji. Hann sýnir enga blöndu, enga
æðri einingu á kristnum og indversk-
um hugsunarhætti. Hann er enginn
bastarður.
Þetta sést af þeim ytra lifshætti,
er hann hefir valið sér. Móðir hans
innrætti honum að hugsjónarmarkið
væri að lifa sem förumunkur og ein-
setumaður. í fylgd hennar hafði hann
heimsótt indverska sadhúa og lært
að dá þá. Eina jarðneska eignin hans
er nýja testamenti, ábreiða og sadhú-
búningur. Einu sinni reyndi hann
að nota peninga, en það misheppn-
aðist. »Eg held eigi upp á að setja
traust mitt á vasann heldur á guð.
IJað getur verið gat á vasanum og
svo eru vasaþjófar til«. Honum gefst
alt sem hann þarfnast. Einnig hér í
Evrópu kemst hann áfram á sama
hátt. Æfisöguritari hans gelur þess,
að venja Páls að hafa uppheldi af
sínu eignu starfi, hæfi betur áslandi
Vesturlanda. Sundar er guðspjails-
kristinn munkur. Alment skoðað eru
mörg stig frá heimshöfnum förumunks
og að fastri stöðu og tryggilegri með
öllum nauðsynjahlutum. En ytra líf
Sundars er þögull dómur og gagnleg-
ur yfir öllu þægindaríku kristinlífi.
Þægindarík guðrækni hneigist til að
aukast, þrátt fyrir það, að stríðneyðin
hefir valdið varanlegri röskun. Fólk
byrjar með að taka lifsþægindin sem
sjálfsagðan hlut og nýtur veglegrar
og þægilegrar tilvistar á allan hátt. Þar
á eftir starfar það fyrir guðsríkið.
Sællífið er fjötur á kynslóð vora, og
það er því hættulegri fjötur, því
minna, sem hann þjáir mennina.
Hvað er orðið af árvekni og fórn-
fýsi? Hver getur sagt með Páli? »Eg
kann að búa ' þröngvan kost, ég
kann einnig að hafa allsnægtir, hver-
vetna og í öllum hlutum hefi ég lært
þann leyndardóm bæði að vera mett-
ur og að vera hungraður, bæði að
liafa allsnægl og liða skort«. (Fil.
4. 12).
Ið innra líf þessa sadhúa er einnig
indverskt. Eigum vér að segja, að
venja sadhúans að skoða andlega
lífið, sem mestvert og æðst, sé að
því leyti einkennilegt? Því miður er
ástæða til þess. Því sjón Vesturlanda-
búans borfir út á við. Það er eigi
sök kristindómsins. Á Indlandi hafa
menn sagt, með augun á Gandhi, að
allir framúrskarandi menn séu trú-
ræknir. Viðbúið, að þetta nái til
Vesturlanda í meira mæli, en vér
erum vanir að halda. En hér hefir
Indland boðskap til vor sem er sam-
hljóða fagnaðarerindinu. »Hvað
myndi manni gagna þótt hann ynni
heim allan, en biði tjón á sálu sinni,
á sínu innra persónulega lífi, ómiss-
anlega lífinu í guði?«
Sadhúinu er einkennilegur dulspek-
ingur. Hann hefir jafnvel miðað við
Indland, meðfæddan og sjaldgæfan
hæfilegleik til að fá sýnir og verða
andlega frá sér numinn. Mikill hluti
af lifi hans er helgaður kyrrlátri i-
hugun eins eða annars kapitula ritn-
ingarinnar, einkum nýjatestamentisins
og sálinanna, eða guðs i nátlúrunni;