Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 2
194 B JARMI Sonur og dóttir hugsa ura pabba og möramu, sem vöfðu þau hjarta- dún, en nutu lítils þakklætis síðar. Gætu þau aftur lifað jól saman, þá — En til hvers er að tala um það við ókunnuga? Jesús er enn hjá þjer og mjer, annars væru engin jól. — En hví skyldum við draga að þakka honum — og gráta iðrunartárum við fótskör hans? — Fögur jólablóm spretta úr þeim jarðvegi, sem vökvaður er iðr- unartárum. Jólagleði, friður, ástúð, hjálpsemi, eru nöfn sumra þeirra. — Þá verða það ekki orðin lóm, er vjer rjettum hvor öðrum hendina og segjum: Guð gefi þjer gleðileg jól í Jesú nafni. Kristileg dulspeki bjá Iedverja Sundar Smgh. Eftir Nalhan Söderblom, erkibiskup Sría. Hvað verður af ir enningu Indlands og Kina? Það eru hér tvær spurn- ingar: Mun fagnaðarerindið verða fært um að gagntaka þessar menn- ingarmyndir? Ef svo fer, hversu mik- ið mun þá fagnaðarerindið sjálft breytast ? Svar við síðari spurninni virðist eigi vandi af finna. Ið ágætasta í kristindóminum, búddatrú, hindúatrú mun sameinast og í einingu skapa nýjan auslrænan kristindóm. Góð- gjarnar tilraunir til að skapa einingu af þeirri gerð, hafa leitt í ljós mark- verða blendinga, og af þeim er guð- spekin útbreiddust og alkunnust. En hún sýnir í ölh strænan uppruna sinn. Mosoomdar gefur, viðbúiö, í »The Oriental Christ (Kristur Aust- urlanda) betri hugmynd um hvernig Indland muni skilja og tileinka sér kristindóminn. Sama er að segja um ýmis önnur verk endurbættrar ind- verskrar trúar, t. d. þeirrar er kallar sig Brahmasöfnuðinn (guðskirkju). Stórum mikilvægari er Sundar Singh, sem hér skal rætt um. Hvað lærum vér af þeim dulspekingi, frá landi dulspekinnar? Undursamlega fræðslu fáum mjer, og það slíka að vorar djarflegustu hugsanir um æðri ein- ingu biblíunnar og Indlandsmenning- ar, verða alveg að hjegóma. Fagnaö- arerindið hefir eigi tekið nokkrum breytingurn í honum, heldur er það sama guðupjallið sem vjer þekkjum, með þeirii undantekning að því er móttaka veitt og það skilið á einkar merkílegan hátt og fær þá útskýringu, er getur kent oss hluti eigi einungis um Indland, heldur og um sjálft fagnaðarerindið, sem Vesturlönd hafa hingað til haft einokun á og að vissu leyti umbreytt i mynd sina. Um Sundar hefi jeg lesið með vaxanda óviðvarleik og undrun, eigi svo mjög af þvi, að hann er vissulega mjög undrunarverður Jesú lærisveinn, heldur af guðspjallsins eigin nýeðli og dýpt, svo og af inni mannlegu eða á heldur að segja guðlegu gerð þess, er grípur yfir alt, og það er eigi að þakka neinni alkunnri eftirlögum held- ur sambandi þess við þörf hjartans. Eg ætla að skipa þvi, sem ég vil segja, i tvö höfuðatriði: Sundar Singh sem sannan Indverja og Sundar Singh, sem eigi minna sannkristinn og guð- spjallslegan mann. En fyrst kem jeg með nokkur orð um ina vísindalegu æfisögu Sundars eftir Canon Streeter og A. J. Appasamy. Það má sam- fagna bæði oss og Sundar að eiga slfka æfisögn. Eftir þvf sem eg veit bezt, finst ekkert annað dæmi í trú-

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.