Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 5

Bjarmi - 01.12.1922, Qupperneq 5
B J A R M I 197 Krists. Allar hugsanir hans snúast um Krist. Kristur er þungamiðjan í öllum vitrunum hans. l?ví Kristur er þungamiðja himinsins, bæði þess himins sem kristinn maður lifir í hér á jörðu, og í þeim himni sem draumaástand og andleg hrifning ílytur kristinn dulspeking í, við tæki- færi, og svo líka í þeim himni er lekur við guðsbörnum eftir dauðann. Kærleiki Krists setur einkennið á alla trú Sundars. Hann er leyndardómur lífs hans. Kristur er andlag tilbeiðslu hans. Sundar lýsir því sem hann hefir séð í frásérnumningum sínum og hvernig haun hefir heimsótt þá sömu staði sem eldri bróðir hans í Vitranabókinni sá fyrir tvein þús- undum ára. Engillinn sagði við spámanninn í Vitranabókinni (22, 9): »Tilbið þú guð«, En Sundar segir: »þá er ég sá íljót lífsins, lært sem krystal streyma út frá hásæti guðs og lambsins, langaði mig til að falla fram og tilbiðja þá, er sýndu mér þetta. En þeir sögðu við mig: Nei, tilbið þú hann, og bentu á Krist«. Sundar veit að sá sér guð, sem sér Krist. Hann er guðsmynd. Fyrir Sundari táknar Kristur fyrst og síðast hinn krossfesta Krist. Kenningin um þýðingu píningarinnar er ein af höfuðþáttunum í boðskap Sundars og reynslu. Það sem um er að gera er þetta, aö vér segjum: »Verði vilji þinn« segjum það af öllu hjarta og um leið að hjartað segi það með gleði. »Sá verður ræfill sem ber þrautirnar á móti vilja sínum, en þoli hanu þrautir af frjálsum vilja sínum, og sé tilneyddur aö ganga undir þjáninguua fyrir hugsjón sjálfs sín, þá eru tæpast nokkur takmörk þess hvað hann getur haldið út«. t'á er Sundar skoðaði í svip, lista- söfnin í Louvres í Paris, þá var þar ein mynd, sem hann einkum veitti eftirtekt. Seinna kallaði hann það bezta málverkið í Louvres. það tákn- ar hinn helga Sebastían, skotinn í gegn af örvum. En þetta háa mat á þjáningunni fyrir sakir E'isls og náungans, skap- ar eigi meinlætaelskan skoðunnarhátl á lífinu hjá Sundar. það snið sem hann hefir valið fyrir sitt líf, er alls eigi nauðsynlegt fyrir alla. Sjálfur getur haun ekki á annan veg lifað, en það er engin synd fyrir aðra að eiga þægilegt heimili, konu og börn, peninga og eignir. Hann segir beint að hann leiti eigi þjáninguna uppi. Því það að gera, er að skoðun hans indverskur en eigi kristilegur hugs- unarháttur: »Eg nefni mig ekki sa- nnyasí (meinlætamann), því sannyasí táknar mann er hafnar heiminum, af því að hann hyggur alt í honum vonl vera. Þvert á móti, hygg ég að alt sé gott«. Indve-C' ur sannyasi má jafnvel eigi tala vio konu. Sundar, þar á móti, leggur áherzlu á að sýna hvernig konurnar þjónuðu meistar- anum og elskuðu hann, á meðan hann lifði hér á jörðu. Þær skildu hann betur en karlmenn gerðu. Þannig er Sundar fær um að lifa á himnum, þegar hér í heimi. »*Vér kristnir menn segjum, að lífið í Kristi sé himininn. Kristinn maður á ei- líft líf«. Ekkert kemur oftar fram en þetta í boðskap hans. Friður, gleði, sæla, eru einungis ófullkomnar táknanir þess, sem hann kallar him- ininn á jörðu. Jafnvel í fangelsi hefir hann þessa lífsreynslu Það má sjá af öllu útliti og fasi Sundars, að hann lifir á himnum, sem hann sjálfur segir. Friður og gleði geisla út frá hoaum. Maður sem hefir verið í samvist við hann, kallar hann líkömnun friðar, blíðu og ástúðlegrar gæzku. Þgð er mjög freistanda að athuga

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.