Bjarmi - 01.12.1922, Page 14
206
B J A R MI
ar gæti hæglega fengið vín annars-
staðar og eins drengurinn yðar — er
ekki nóg af knæpum í borginni?
Eitthvað hefi jeg heyrt um það. Og
hvernig getið þjer þá staðhæft það,
að það sje einmilt maðurinn minn,
sem hafi leitt mann yðar og son á
þessa glapstigu?«
Konan virti Helgu vandlega fyrir
sjer; hún sá að hún var í geðshrær-
ing.
»Á þvf er enginn efi, frú mín góð.
Um manninn minn er það að segja,
að hánn er að vísu gamall drykkja-
maður, sem hefir ekki verið sterkur
á svellinu, eigi að síður hefir hann
ekki bragðað vín svo árum skiftir,
og hann hefði ekki gert það, ef mað-
urinn yðar hefði ekki orðið á vegi
hans — hann heillaði Jón minn,
aumingjann, og helti á fyrir hann, —
og drengurinn var látinn vinna hjá
manninum yðar, við hvað vissi jeg
ekki; mjer var ekki sagt annað en
það, að hann væri í snúningum hjá
manni yðar, hann fengi gott kaup,
°g Je8 gæti verið ánægð með stöðu
hans, — um stundarsakir grunaði
mig ekkert, en svo fór jeg að sjá
hvert stefndi, þegar Jens litli kom
ekki heim fyr en seint á nóttunni,
og þá oft hálfdrukkinn. Jeg gekk á
drenginn, og hann sagði mjer eins og
var, að hann seldi vínföng fyrir
manninn yðar, og yrði helst að gera
það á nóttunni — Ieynisala, eins og
þjer vitið, — og svo reyndi hann að
halda sjer vakandi mcð sopa og sopa.
Jeg krafðist þe3s, að drengurinn væri
tekinn frá þessu óheiðarlega starfi,
og jeg fór til mannsins yðar og tal-
aði við hann. Hann rak mig á dyr,
og kvaðst ekki ljá eyru neinu kerl-
inga þyaðri«.
wÞað er ómögulegt!« hrópaði Helga.
sHákon er kurteis maður og vin-
gjarnlegur við alla«.
Konan brosti háðslega. »Fæstir
þola að heyra sannleikann. Jeg sagði
honum hann hiklaust. Drengurinn
hætti að vísu að vinna hjá honum,
en það var um seinan. Veslings
barnið mitt er komið of langt út á
drykkjumannsbrautina, og hann er
að eins 18 ára gamall«.
Konan stóð á fætur og nældi sjalið
betur að sjer.
»Nú vona jeg að þjer talið við
ma.->ij.ir.n yðar um þetta. Hann hlýt-
ur aö láta að orðum yðar. Pessi at-
vinna hans er honum sjálfum engu
síður hæliuieg en aumingjunum, sem
ganga i gildru hans. Og nú er jeg
búin að vera of lengi að heiinan.
Litlu greyin eru ein heima, og ef þeir
koma heim feðgarnir, er svo hælt við,
að alt lendi i báli og brandi. Þeim
semur svo illa, þegar þeir eru drukkn-
ir, og það vill nú vera æði oft«.
»Hvar búið þjer?« spurði Helga.
»í kjallara innarlega á Grettisgöl-
unni, enn þá að segja. Okkur var
sagt upp húsnæðinu um daginn. Pað
er tæpast við að búast, að húseíg-
endur geri sjer að góðu drykkju-
manna þjark og þref í húsum sínum«.
Hún rjetti Helgu höndina. Höndin
var hörð og mögur.
»Verið þjer sælar, frú mín góð!«
Óskandi væri að ofdrykkjubölið kæm-
ist aldrei inn fyrir dyrnar hjá yður«.
Og veslings drykkjumannskonan
hvavf bljóðlcga út úr dyrunum. En
Helga stóð grafkyr í sömu sporum.
Seinustu orð konunnar hljómuðu
enn þá fyrir eyrum hennar, — og
hún spurði sjálfa sig aftur og aftur;
»Ætli það sje ekki þegar komið inn
fyrir dyrnar?«