Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.02.1923, Side 2

Bjarmi - 01.02.1923, Side 2
u BJARMÍ allri læknastjett vorri og allri Sví- þjóð til ómetanlegs gagns«. — — Jólabrjef. Til ,vina heima.1) Það er nokkuð snemt að fara að skrifa jólabrjef snemma í nóvember; þetta brjef kemur þó varla til íslands fyr en um nýárs leyti. Og í Kína erum við dálitið á undan ykkur í tímatalinu, bjer um bil 9 klukku- stundum. Áður en að aðfangadags- kvöld er liðið héima, er jóladagur runninn í Mið-Kína, — því bjer eru jól þó að láir haldi þau helg. Nú fer að líða að jólum, svo stendur í almanakinu; mjer finst það líka þegar jeg sit inni og hugsa um sumarið heita og langa, heitasta og lengsta sumar æfi minnar, sem nú er liðið. Hitarnir miklu hafa fyrir löngu flutt sig suður á bóginn. Tvenn- ar uppskerur hef jeg sjeð á þessu langa sumri. Nú er ugglaust farið að hausta, — »bleikir akrar og slegin tún«. Nú líður að jólum. En lítum út og látum náttúruna sjálfa segja okkur hvað hausti og jólum líður. í rúma tvo mánuði höf- um við engin veðrabrigði sjeð; stöð- ug sumarblíða, þægilega heitir sólar- dagar án skugga og skýjadraga; »bú linn, bú röa«, segja Kínverjar (ekki kalt, ekki heitt). Indælla veður í miðjum ágúst er sjaldgæft á gamla Fróni. — Hvað líður þá hausti og jólum? Akrarnir eru ný sánir og lið- langan daginn eru allir að vökva stóru ávaxtagarðana og þriðja upp- skeran er víða fyrir höndum. — En Kínverjar segja að haustið sje komið. 1) Brjeflð kom of seint til að komast í jólablað Bjarma. Ritstj. Þeim ber saman við almanakið og því verður að trúa. Nú fer að líða undir jól. Mjer finst jeg kenna hangikjötslykt úr vestur- og norður- átt; sælar endurminningar löngu lið- inna tíma fylla hugann: — »er vjer sátum við kjölkatlana og átum oss sadda«. Biðja vil jeg »Langakrók« að seilast niður um reykháfinn þeg- ar síður í kjötkötlunum heima Por- láksmessukvöld, því nú hef jeg enga lyst á bragðlausum hrísgrjónum. Enginn ímyndi sjer þó að skortur sje á góðum mat í Kína, frjósamasta og best ræktaða landi heimsins. Og þó Kínverjum sje jafnan hrósað fyrir sparneytni, hef jeg aldrei á íslandi heyrt um verri matháka nje feitari veislukost en jeg hef sjeð í Kína. í veislu sem nokkuð kveður að, væri hjer skömm að bjóða upp á minna en 40—50 rjetti. Gestirnir fara heldur ekki ótt að neinu; að borða góðan mat er þeim nautn; þeir smjatta á hverjum munnbita og sitja fram á nætur og moða í sig eins og hestar; og þó ekkert sjái á þeim eru þeir heimsins verstu vinsvelgir. En um það skal ekki fjalla í jólabrjefi. Væri jólahald undir veðurfari og matarræði komið, mundi inaður ein- skis sakna í Kina; og þá mundi ekki hugurinn hvarfla heim til ís- lands fremur um jólin en aðra tíma. Hafið þið nokkurn tíma haldið jól í heiðnu landi? Við förum til kirkju fyrsta dag jóla. Hjeðan liggur leiðin gegnum versta hluta borgarinnar. Götulýður- inn er alveg eins hávær helga daga og virka. Maður kemst naumlega áfram fyrir fólki, fyrirferðamiklum burðar- mönnum, ávaxtasölum, hundum og svínum. Jeg varð alveg veikur á þessari leið í fyrra, jóladaginn fyrsta í Kína. Gegnum skarkalann heyrði jeg skamm- irnar og blótið frá tveimur kerling-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.