Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.02.1923, Page 5

Bjarmi - 01.02.1923, Page 5
BJARMI 17 »Aigáður, segirðu! Sýnist þjer jeg vera fullur eða hvað? Jeg hefi vitan- lega bragðað vín, — auðvitað gjöri jeg það á hverjum degi og þig varðar engu frekar um það, á meðan þig brestur ekkert. Ætli mjer sje það nokkuð of gott? Eða er það of mikil skemtun fyrir mig, úr því að konan er svona dæmalaust hugulsöm við mig — kallar mig þjóf og þetta nokkuð«, og hann hló kuldahlátur. »Gudda greyið gjörir það þó ekki. Nei, Helga, það eru fleiri konur til heldur en þú, því fer nú betur. Og þær hafa gaman af að lifa og leika sjer og geta þegið peninga, já, það geta þær, og einhver þeirra þolir að sjá seðilinn þann arna, þó þú þykist ekki þola það«. Að svo mæltu þreif hann hattinn sinn, og þaut út án þess að kasta kveðju á Helgu, er stóð sem þrumuloslin og horfði á eftir honum. Hún heyrði að hann skelti úti- dyrahurðinni hart á eftir sjer og þrammaði ofan stíginn frá húsinu. Henni varð ekki vært í herberginu. En hvert átti hún að flýja? Hugs- anir sínar gat hún síst flúið, en þær voru hræðilegastar af öllu, að henni fanst. Svarið kom von bráðar. Barns- rödd kallaði á mömmu. Brosi brá á þreyttu augun. Hún skundaði út úr herberginu. Drengurinn hennar var vaknaður. Hann sat uppi í litla rúm- inu sínu og var hræðslusvipur á and- liti hans. »Jeg er hræddur, mamma«, sagði hann kjökrandi. Hún túk hann i faðm sjer og sett- ist með hann hjá rúminu og fór að hughreysta hann. Það tókst von bráð- ar, hann hallaði höfðinu að brjósti hennar og hlýddi rólegur á það sem hún sagði honum. Sem betur fór hafði hann ekkert hugboð um harm- inn, sem bjó í hjarta hennar. Hún fór að segja honum barnslegar sögur um björl blóm og fallega fugla, sem flugu um víða geyma frjálsir og syngjandi um ást og sælu um yndi og fegurð lifsins, þó reynslan væri farin að sýna henni að lífið átti meira af svikum og sorgum, og að það hefði all gott lag á að lama flug hugans. En litli drengurinn hlustaöi hugfanginn á söguna hennar, og lagði fyrir hana ótal spurningar, sem hún varð að gefa góð svör og greið, — þótt hún sjálf bæri fullan hug af óþægilegum spurningum, — erfiðum ráðgátum mannlifsins. — K. F. U. M. K. F. U. M. alstaðar í heiminum liorfir með mikilli eflirvæntingu til alþjóðafundar sem halda á í Pört- schach í Austurríki í vor. Aðalefni fundarins er að ræða um starfið inn- an K. F. U. M. í Unglingadeildum og yngstu deildum drengja um allan heim. Pessi fundur hefir verið í ráðagerð og undirbúningi í 3 siðustu árin, og vandað hið mesta til hans. Aðalstjórn K. F. U. M. í Schweiss hefir haft aðal- umsjón með undirbúningsstarfiuu. — Fimm manna nefnd, einn úr hverri heimsálfu, hefir starfað að því að út- vega skýrslur um drengjalif og kjör drengja og alt er að því lýtur um heim allau. — Að eins menn, sem starfa ineðal drengja koma saman á fund- inum og þar að auki hafa verið boðn- ir nokkrir, sem hafa reynslu á því svæði og sjerslaklega hafa kynt sjer Iif drengja og unglinga á ýmsum svæðum, t. d. dóinarar, uppeldisfræð- ingar, læknar o. s. frv. Fundurinn stendur yfir í 12 daga frá 30. mai að morgni til 10. júni

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.