Bjarmi - 01.02.1923, Page 8
20
B J A R M í
Ljóraar yflr leiði
lífsins von í heiði,
græðir sorgarsár;
yflr geyraslu grafar
guðdómsljóminn stafar;
þorni tregatár.
Til þín greið nú liggur leið,
Jesús lifir, orð hans yflr
elfu dauðans bendir.
Yndið okkar bjarta!
eðaistein vors hjarta
Guði gefum nú.
Guð raun æ þig gleðja,
gott er því að kveðja
þig í þeirri trú.
Glöð svo skundum Guðs á i'und.
Dafnar rós í lífsins ljósi.
Lof sje Guði á hæðum.
Jóhanna Jóhannesdóttir Jóns-
sonar, kona Sigurjóns Jónsson Stefáns-
sonar andaðist 10 apríl f. á. í Wynyard
bygð í Canada. Fluttust þau hjón af
Austurlandi til Ameriku fyrir 14 árum til
barna sinna, sem komin voru á undan
þeim vestur um haf. Eru þrjú þeirra í
Wynyard: Jónína gift Björgvin Einars-
syni, Jóhanna, gift Jóni Brynjólfssyni, og
Pjetur; ennfr. Lárus, guðfræðiskandidat,
nú í Chicago, Sofía, gift Jóhanni Sigur-
björnssyni í Leslie og Ingimundur í Da-
kota. — Jóhanna var fædd á Rima í
Mjóafirði; var um 50 ár í hjónabandi með
eftirlifandi manni sínum, sem nú finst
æði-tómlegt um að lítast í þessum heimi.
Pau bjuggu um hrið í Húsavík við Borg-
arfjörg eystra, og þar fæddist Lárus sonur
þeirra, sem mörgum mentamönnum hjer-
lendis er góðkunnur. — Nákunnugur
maður iýsir Jóhönnu heitinni svo: »Hún
var myndarkona, góð og göfug, börnin
sin annaðist hún i blíðu og striðu með
fórnfúsum kærleika og gaf þeim það sem
hún átti best og helgast, einlæga trú á
góðan Guð og frelsara vorn Jesúm Krist.
Trú sína hjelt hún vel til hinsta dags«.
Sra Jón Thorsteinsson á Ping-
völlum heflr sótt um lausn frá prestskap
frá fardögum að telja. Hann hefir verið
allan sinn prestskap á Pingvöllum og
verið einkar vinsæll.
Biskupakosning Dana i f. m. fór
á þessa leið: í Hróarskeldustifti fjekk
sra Fonnsesbeck-Wulf kjörsafnaðarprestur
í Vallekilde 979 atkv. (gr.), Sra Olfert
Rikard 754, (h. og i), Martensen-Larsens
dómprófastur 488 (h. og i). Fjónsst. sra
Rud Odense 881 (gr.), sra L. J. Koch
form. Diakonissustofnunarinnar 772 (h.
og i.). Á Láland-Faistur Ammundsen
prófastur í Silkeborg 387 (h. og i.), sra
Welding (gr.) Kbh. 329. í Haðerslevst.
Ammundsen prófessor 655 (h. og i.),
Hjortkær prófastur 427 (gr.). í Rípastifti
Olesen stiftprófastur 765 (h. og i.), Schultz-
Lorentzen prófastur 732 (gr). Skammstöf-
un gr. merkir aðallega atkvæði Grundt-
vigsvina, en h. og i. aðallega hákirkju-
vina og innratrúboðs. Fáein atkvæði
voru dreifð í öllum stiftum. — Stjórnin
veitti embættin þeim, sem flest fengu
atkv.; samt bauð hún áður Rikard Lá-
lands-Falstursstifti, en hann hafnaði þvi.
Kvittanir fyrir Bjarma (16. árg.
sje annars ekki getið). A. B. Stálpast. og
St. Avík, Á. I. Lisuhóli, A. K. Víðivöllum,
sra Á. G. Hálsi og Eíðum, Á. S. Kambs-
nesi, B. Á. Klaufabr. 3 eint., B. M. Skálma-
nesmúla 2, B. P. Sólheimum 15—16, G.
A. Fagurhólsmýri, G. G. Selkirk 6, G. E.
Urriðafossi, G. J. Landakoti og Hofgörð-
um, G. P. Reyðarf. 8, G. P. Skrauthólum,
G. F. Pjetursey 15—16. G. J. Alviðru 5,
sra G. V. Stöð 2, H. S. Georgshúsi, H. J.
Hrauni, I. H. Hnifsdal 15 — 16 árg., J. J.
Sandi 15—16, J. J. Brekknakoti, J. K.
Skógarkoti, sra J. Th. Pingvöllum, K. G,
Eskif., K. J. Fr. Felli, Kr. G. ísaf. 10'/*
eint., Ií. P. Pjetursey 15 árg., M. Á. Tröð,
sra M. H. Rvík, M. B. Kvík, M. M. Ósi 2
eint., sra M. G. Ólafsvík 10. M. G. Brekku,
Ó. S. Miðgrund 15—16, S. B. Norðflrði
15—16, S. G. Brúsastöðum og Syðri Brú
2, sra S. J. Lundi 4, P. G. Hnífsdai 3, P.
J. Fjósum 15—16.
Utanfarir. Sra Fr. Friðriksson fer í
apríl til K. F. U. M.-fundar í Pörtschach
i Tyró), sra Bjarna Jónssyni er boðið
til danskrar prestastefnu í maí, ritstjóra
Bjarma er boðið i þriggja mánaða fyrir-
leslraför lil Danmerkur fyrir »Dansk-Is-
lansk Kirkesag«, fer væntanlega í ágúst.
Útgefandi Signrbjörn Á. Gislason.
Prentsmifljan Gutenberg.