Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.1923, Blaðsíða 1

Bjarmi - 01.03.1923, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XVII. árg. Iteykjavík, 1. —15 iuara 1923, 5.-6. tbl. Ef sonurinn gefur yður frelsi, pá verdið pið sannarlega frjálsir. — (Jóh. 8, 36). Kveðja frá Svíþjóð til íslensku kirkjunnar. Biskup vor meðtók 7. þ. mán. svo- hljóðandi kveðjuskeyti frá tólfta al- menna sænska kirkjuþinginu, sem um þessar mundir er samankomið í Stokkhólmi: Tolfte almánna kyrkliga mötet, som 'ráknar deltagare áven fián Danmark, Norge, Finland, Estland, Lettland, sánder Kristi kyrka och församling i várt káre systerfolk pá ísland brodérlig hálsning i stark kánsla av den evangelisk-lutherska Nordens andliga gemenskap og samíáld uppgift í kristenheten. Undirskifendur skeytisins eru erki- biskup Svía, dr. Söderblom, biskup- inn í Skörum, Danell og generallöjte- nant Malm, einn af ágætustu kirkju- mönnum Svía af leikmanna-stjett. Biskup þakkaði samdægurs fyrir kveðjuna með svohlj. skeyti: »Jeg bið forsetann flytja þinginu alúðarþökk og kveðju ásamt hjart- anlegri ósk um ríka ávöxtu af starfi þess til eflingar Guðs ríki. Guð blessi virðulega kirkju Sví- þjóðar. Fyrir hönd systurkirkjunnar fs- lensku. Jón Helgason.« Nathan Söderblom. Hjálmar Danell. O. B. Malm. Á íslensku: Tólfta almenna kirkjuþingið, þar sem einnig eru viðstaddir fulitrúar frá Danmörku, Noregi, Finnlandi, Eistlandi og Lettlandi, sendir kirkju Krists og safnaðarlýð með vorri kæru systurþjóð á íslandi bróður- lega kveðju vegna ríkrar tilfinningar fyrir andlegu sambandi evangelisk- lúterskra Norðurlandaþjóða og sam- eiginlegum verkefnum þeirra innan kristninnar. Nathan Södeiblom. Hjalmar Danell. O. B. Malm. Leiðbeiningar vlð lestur biblíunnar eítir B. Slöglen biskup í Kristjánssandi í Noregi. Biblían er bók bókanna. Hún á engan sinn líka i víðri veröld. Bún- ingur hennar er breytilegur, en efnið veitir andlegu lífi voru ómetanlega auðlegð. Hún hefir að geyma sögu- fróðleik og skáldskap, lifsspeki og lýsingar á lifnaðarháttum, siðalær- dóma og trú i ríkari mæli en nokk- ur önnur bók. Sá, sem les biblíuna sína, gengur

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.