Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1923, Qupperneq 2

Bjarmi - 01.03.1923, Qupperneq 2
30 BJARMI í skóla hjá mörgum mönnum, er mikið hafa reynt. Sjálfir gengu þeir í skóla lífsins undir handleiðslu Guðs, og um margt hafa þeir að fræða oss. Þeir voru menn eins og vjer, höfðu sína gleði og sínar sorgir eins og vjer, og töluðu og breyttu sem aðrir dauð- legir menn. Pess vegna blasir þar hvarvetna við oss mannlegur styrkur og mannlegur veikleiki. En biblían hefir miklu þáleitara viðfangsefni að fræða oss uin, en mannlegar hugsanir og mannlega hluti. Hún fræðir oss um hugsanir Guðs og verk hans; hún gerir oss kunnan vilja Guðs og hjartaþel hans. Guð vill sjálfur tala við oss i orði sínu og veita oss af auðlegð náðar sinnar og kærleika, sem vjer að öðrum kosti gætum hvorki fundið nje öðlast hlut- deild í. þess vegna verður Guðs andi að leiða oss inn í auðæfasafn biblí- Tinnar, ef vjer eigum að geta fundið gersemar hennar. í. Tak þjer kyrláta- stund til að lesa í biblíunni. Þú þarft að tala við Guð, og hann verður að fá að tala við þig, ef þú átt að geta lært að þekkja vilja hans og öðlast kraft lil að lifa eflir hon- um. F*ú þarft daglega að eiga kyrlála stund með Guði og hans heilaga orði, til að næra andlegt líf þitt og öðlast styrk gegn freistingum og hættum. Rek í burtu allar annarlegar hugs- anir og láttu vera hljótt í sál þinni. Snú þjer lil Drottins Guðs þíns og beygðu þig fyrir lionum. Byrjaðu með því að biðja um hans anda. Talaðu við Guð um alt, sem þjer liggur á hjarta, og legðu það alt í hans hönd. Leyfðu Guði að tala við þig i orði sínu, og bið um fúsieik hjartans til að veita orðinu viðtöku og hlýða því. Á slíkri kyrlátri stund erum vjer frammi fyrir augliti Guðs. Hann kem- ur til vor, og vjer færumst nær honum. 2. Leitaðu Guðs i biblíunni. Því að biblían hljóðar um Guð. Hún sýnir, aö Guð er upphaf og endimark mannlífssins. Hún sýnir oss hvað Guð hefir gert til þess að vjer skyldum koma til hans og vera hans börn. Hinar mörgu djúptæku hugsanir og hrífandi orð vitna um Guð; en á bak við liugsanirnar og orðin áttu að leita Guðs sjálfs, sem vill tala við þig og hafa áhrif á sál þína. Guð kemur til þin í Jesú Kristi. Hann er orð eilífa lífsins. Hann er þungamiðja biblíunnar. Frá honum ljóma geislar frelsisins inn í hjarta þitt og út um heiminn. Ef þú gefur þig Iíristi á vald, verður Guðs orð þjer ekki lengur fjarlægt eða torskilið, heldur eins og alúðlegt viðtal ástfólgins vinar. Gangir þú honum á hönd, sem við þig talar í biblíunni, þá verður lestur Guðs orðs þjer ekki framar nein óljúf skyldukvöð eða þunglamaleg hugar- raun, heldur Ijúf sálarnautn og inni- legt fagnaðarefni. Og þá sannast orð hins helga söngvara: »Kunnan gerir þú mjer veg lífsins; gleðignótt er fyrir augliti þínu«. (Sálm. 16, 11). 8. Lestu bibliuritin Af lesfri Guðs orðs ber hugur og hjarta mest úr býtum, þegar bibliu- ritin eru lesin samstæð, hvert eftir annað. — Einstök biblíurit má lesa á nokkrum mínútum, mörg á einni klukkustund, og jafnvel þau lengstu á fáum klukkustundum. Hugsanir og frásögur biblíuritauna eru ekki færðar í letur af handa hófi eða neinni tilviljun. Þær eru skráðar í ákveðnuin tilgangi og um ákveðin efni og spurningar. Lesirðu eilthvað

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.