Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1923, Page 3

Bjarmi - 01.03.1923, Page 3
BJARMl 31 biblíurit í einu, frá upphafi til enda, færðu meiri og gleggri skiltiing á efni þess. Og hafirðu tilgang ritsins í huga er þú lest það, munu mörg torskilin orð og hugsanir verða þjer auðskild- ari, er þú skoðar þau í ljósi heildar- innar. Á þennan hátt færðu miklu gleggra heildar-yfirlit yfir þau við- fangsefni kristins manns, sem ræðir um í ritinu, svo að þjer verður auð- veldara að heimfæra þau til þín sjálfs og hafa þeirra full not. Samfeldur lestur heilla biblíurila verður þannig til að vekja áhuga þinn á lestri Guðs orðs og örfa skilninginn. 4. Lesta biblíu-kafla. Margir lesa kafla og kafla í biblí- unni, hjer og hvar. Skiftingin í kapí- tula og vers gerir slikan lestur auð- veldari. Guðs orð er óþrjótandi auð- æfasafn, og hvarvelna er þar perlur að finna, sje þeirra leitað af rjettum hvötum. Þessi ósamstæði lestur verður þó oft fretnur óuppbyggilegur, og með þeim hætti fáum vjer ekki nógu sterka hvöt til að kryfja orðið rækilega til mergjar. Þú verður að nema staðar við lestur orðsins, svo að þú getir til- einkað þjer það og sál þín fái af því næringu. Einkum skaltu nema staðar ▼ið Dýrðlegu versin, sem hrífa hjarta þilt. Sál þín eignar sjer þau. Þau líða þjer ekki úr minni og þú getur notað þau. Þau fylgja þjer í önnum dagsins, verma hjarta þitt og eru ljós á vegum þínum. Sá, sem þannig tileinkar sjer hin dýrðlegu vers, hann safnar sjer mikilli auðlegð af dýrum perlum. ' 5. Lestu œfisögur þeirra manna sem biblian segir /rá. í bibliunni kynnumst vjer afar- mörgum og harla ólíkum mönnum. Vjer sjáum þá ýmist á vegum synd- arinnar eða hjálpræðisins. Og margt er af þeim að læra. Líf þeirra og hegðun, freistingar og sigurvinningar — alt er það fræðsla til sannrar mannþekkingar og leiðbeiningar um handleiðslu Guðs. Þar gefst oss eink- um að sjá hjálpræðis-ráðstafanir Guðs meðal mannanna. Vjer lærum bezt að þekkja lífið og baráttuna f Guðs riki, með því að kynna oss rækilega æfisögur hinna miklu Guðs manna i biblíunni; því að sögur þeirra eru þættir í framþróunarbaráttu Guðs rikis. Hvorttveggja verður svo minnisstætt, ýmist til viðvörunnar eða eftirbreytni. Lestu um einn og einn i senn og leitaðu uppi hina ýmsu kafla, er um þá hljóða, hvern um sig. Fylgdu þeim í sorgum þeirra og gleði á undur- samlegum vegum Guðs og lærðu af þeim. Með þeim hætti getur þú gengið f Guðs skóla hjá Abraham og Móse, Samúel og Davíð, Jesaja og Jeremía, Maríu og Jóhannesi, Pjetri og Páli. Umfram alt skulum vjer þó daglega setjast við fælur frelsarans og hlýða á orð hans og virða fyrir oss dá- semdarverk hans. 6 Lestu um biblíuleg orð og efni. Stundum getur það verið gagnlegt, að lesa um biblíuleg meginorð og efni, svo sem synd, sorg, þrengingar, dauða, frelsi, trú, kærleik, afturhvarf, eilíft líf. Þá leitum vjer uppi þau um- mæli, er lúta að þessum sjerstöku efnum, hverju um sig, berum þau saman, skoðum þau frá ýmsum hlið- um og leitumst þannig við að gera oss sem allra gleggsta grein fyrir Guðs vilja í því efni, sem um er að ræða. Þessi sjerstöku viðfangsefni geta þá orðið oss að leiðarstjörnum, sem lýsa og verma, svo vjer fáum löngun og mátl til að gera Guðs vilja.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.