Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1923, Page 6

Bjarmi - 01.03.1923, Page 6
34 BJARMl segir að brauðbitinn minn fari í flöskuna hans pabba«. »Blessað barnið? sagði Helga og stundi við. »Hvað heitirðu annars«. »Eg heiti Páll«. »Má jeg fylgja þjer heim, Páll litli?« Drengurinn horfði snöggvast á hana. »Ef þú vilt«, sagði hann svo. »En það er ekkert gaman«, bætti hann við í afsökunar róm. »Við erum fátæk og litli bróðir minn er lasinn og —« »Mig langar til þess að sjá hann«. Sagði Helga. »Jeg á lítinn dreng sjálf og þykir gaman að sjá litla drengi«. »Þá skulum við koma«, sagði drengurinn. »Nú þarft jeg að flýta mjer, þvi mamma er alein heima með barnið«. »Pú ert vænn drengur að hugsa um hana mömmu þína«, sagði Helga. »Það verða æfinlega gæfumenn, sem eru góðir við hana móður sína«. »Aumingja mammal« sagði Páll litli og varp öndinni mæðulega. Þau gengu þegjandi um hríð. Stöku maður leil sem snöggvast við velbú- inni heldri konunni og tötrum klædda snáðanum, sem gekk. all rösklega við hlið hennar, en Helgu fanst á ný brugðið fyrir sjónir sjer mynd óláns og örbyrgðar. »Hefir pabbi þinn drukkið lengi?« spurði hún alt í einu. »Jeg veit það ekki«, svaraði drengurinn. »Jeg heyrði mömmu segja einu sinni að hann hefði byrjað aftur, þegar nýja knæpan kom, — þar er svo fint og honum þykir svo gaman þar, að hann spilar þar á kvöldin«. »Spilar hann á hljóðfæri?« spurði Helga. »Nei, á spil, stundum græðir hann, en stundum tapar hann öllu, sem hann á, og þá er hann svo voða reiður þegar hann kemur heim«. »Hver selur vín í þessari nýju knæpu? Veistu það?« spurði Helga. »Nei, en mamma segir að það sje finn maður, sem býr í stóru og fallegu húsi, — hann hugsar víst lít- ið um hvað hann kemur miklu illu til vegar. segir mamma. — — En nú þarf jeg að kaupa brauðið, bíddu hjerna á meðan«. Að vörmu spori kom hann aftur með böggul undir hendinni, hýr í bragði og ljettur í spori, »jeg fjekk bæði »normalbrauð« og hveitibrauðff, sagði hann, »og tvo snúða að auki«. Gleðin skein út úr föla andlitinu hans. »Og þarna eigum við heima«, sagði hann og benti á stórt hús skamt frá. »Parna sem ljósið er í kjallaranum. Jæja gott, mamma hefir þá eignast olíu, stundum eigum við enga oliu, og þá getum við auðvitað ekki kveikt, en verðum að láta okkur nægja skím- una af rafljósinu þarna hinum megin við götuna«. Hann leit á Helgu, um leið og hann sagði þetta eins og hann vildi jafn- framt spyrja: »Hvernig líst þjer á það?« Pau námu staðar við kjallara- dyrnar. »Komdu inn«, sagði Páll, »en farðu gætilega, þvi það er svo vondur inngangur, þetta er alt hálf- smiðað, mamma varð samt fegin að fá plássið, því hún var á götunni i haust, og litli bróðir fæddist þarna inni rjett eftir að við fluttum. Mamma segir að þau hefðu bæði dáið, ef Guð hefði ekki gefið þennan góða vetur. Guð, en ekki mennirnir.segir mamma«, bætti hann við með spekingsvip. »Nú skal jeg skjótast ofan á undan þjer, og taka í hendina á þjer, — svona, og nú kalla jeg á mömmu það birtir þegar hún opnar kompu dyrnar. — — Mamma, — mamma — opnaðul — Jeg er kominn með brauð«. Hurð var opnuð og Ijósglætu lagði fram á moldargólfið. »Hver er með þjer, barn?« var spurt í bálfum hljóðum.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.