Bjarmi - 01.03.1923, Page 16
44
B J A R M I
r----------------------------------^
Hvaðanæfa.
^ ■ ...... - i
Úr hinum herbúðunum. í haust
sem leið og í vetur hafa ensk blöð skrif-
að mikið um svik enskra miðla, sem
segast taka »andamyndir«, og þaðan hafa
komist langar greinar um þau efni í
Heimskringlu og íslending.
Einkum vakti það eftirtekt mikla að
sumir leiðtogar sálarrannsóknafjelagsins
enska töldu hr. Hope, frægan »anda-
mynda«-smið, sannan að svikum. Spiri-
tistar fullyrða á hinn bóginn að hann
hafi verið sjálfur beiltur svikum, og
»sönnun« hinna hjegómamál eöa annaö
verra. Varð um það hin mesta deila á
ársfundi fjelagsins í vetur, hjelt þar sir
Conan Doyle mælska og harðorða varn-
arræðu fyrir ’Hope. En engin yflrlýsing
var samþykl og viðsjár eru töluverðar
milli spíritista og hinna innan fjelags.
Annar andamyndasmiður, frú Deane,
hefir afsagt að nota merktar myndaplötur
»nema einu sinni á mánuði,« og fyrir þá
sök dregið sig hlje frá spíritistastofnun
þeirri, sem kallar sig aBritish College«.
En það er algeng ásökun andstæðinga
spíritista að þessir myndasmiðir skifti
um plötur að loddarasið. — Brjefavið-
skifti hennar og forstööumanns stofnun-
arinnar, birt í »Psychic Science« oktober
1922, eru lítil meðmæli fyrir wmynda-
smíði« hennar. Enda segir hann, að und
anfærsla hennar að nota merktar plötur
stofnunarinnar verði til þess að ákær-
endur hennar Ieggi það út sem sak-
arjátningu, svo að megn grunur falli
bæði á hana og umrædda stofnun. (»By
your refusal to use the College plates your
accusers will interpret this as acknow-
ledgment of guilt, which will leave both
yourself and the College under a great
cloud of suspicion«)
Sir Conan Doyle segir sjálfur svo frá
andatrúarfundiuum i New-York, sem
Bjarmi gat um í vetur eftir »Politikken«:
»Bæði konan mín og jeg, svo og tveir
kunningjar mínir, sem jeg hafði tekið
með á Thompson-fundinn (annar var
hinn frægi norðurheimsskauts-kannari
Vilhjálmur Stefánsson) vorum þeirrar
skoðunar, að alt, sem gerðist, væri mjög
grunsamt, og við fórum ákaflega óánægð
af fundinum, því að þar voru engin
tryggingarskilyröi og engin leið lil að
ganga úr skugga um þau fyrirbrigði, er
við sáum. Nokkrum dögum síðar stóð
lögreglan í New-York þessa tvo svonefnda
miðla að beinum svikum. Jeg hygg ekki,
að nokkur refsing gæti verið of hörð til
handa slíkum svikurum. Hin fornu um-
mæli um syndina gegn heilögum anda,
sem verði eigi fyrirgefln, virðist mjer eiga
nákvæmlcga við um þetta. Jeg vona fast-
lega, að am rískir spíritúalistar sýni enga
vægð slíku hneykslisathæfi nje reyni að
hreiða yfir það. Feysknu greinarnar verö-
ur að sníða af. Pegar Thomson sjálfur
var að láta rödd heyrast utan við, lagði
jeg höndina á barkahöfuð honum, og
gat sagt með fu lri vissu, að það starl'aði
og að röddin kæmi efalaust frá honum
sjálfum. Jeg er svo tortrygginn við fyrir-
brigðið »raddir utan við«, og svo sann-
færður um, að unt er að varpa fram
eðlilegu raddhljóði án sýnilegrar hreyfing-
ar, að röddin ein út af fyrir sig gæti
aldrei vakið undrun hjá mjer, heldur
aðeins með þeirri vitneskju, er hún flytti
mjer.«‘) —
Samkvæmt þessu hefir »Pólitíkkin« ekki
vitað um að svika-miðlarnir voru tveir,
en ofhermt um húgirni sir. C. D. Annars
er undarlegt að C. Doyle skuli ekki minn-
ast sjerstaklega á að »holdgunarfyrir-
brigði,« þessarar Evu hefðu vakið grun
sinn, úr því hann nefnir mann hennar.
Ennfremur birtir »Lys over Landet.«
spiritistablað danskt, yfirlýsingu frá C.
D., þar sem hann segir meðal annars að
mr. Hartmann hafi skrifað þessa röngu
frásögn, (svo ekki er hún Dana sök), en
Hartmann sje vinur miðilsins og hafi
reynt að hefna sín á þenna hátt, af því
að C. D. treysti ekki miðlinum.
Annars sýna fyrirgreind ummæli Conan
Doyles að hann vill ekki láta breiða yfir
miðlasvik, og eignar þau ekki óviðráðan-
legum áhrifum »illra andstæðinga», eins
og sumir trúgjarnir spiritistar.
1) Tekiö úr Light, þýtt at H. N.
Útgefandi Slgnrbjörn Á. tífalason.
PrenUmlöjan Gutenberg.